Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 97

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 97
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 97 Hinn 13. júní tilkynnti Glitnir banki hf. að gengið hefði verið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 500 milljónir Bandaríkjadala, eða um 37 ma.kr. Útgáfan telst til eiginfjárþáttar B (e. Tier 2). Hinn 14. júní fór fram útboð hjá Lánasýslu ríkisins á nýjum fl okki ríkis- bréfa til tveggja ára, RIKB 08 0613, með gjalddaga 13. júní 2008. Hinn 22. júní var gert tvíþætt samkomulag milli Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna endurskoðunar kjara- samninga. Í fyrsta lagi er gert samkomulag milli forsendunefndar ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga um launaþróunartrygg- ingu sem tryggja á starfsmanni að lágmarki 5,5% launahækkun undan- gengið ár. Einnig gerðu SA og ASÍ ásamt landssamtökum þess samning um 15 þús.kr. taxtaviðauka sem bætist við alla mánaðarlaunataxta frá og með 1. júlí. Hinn 22. júní tilkynnti ríkisstjórnin um framlag sitt til að greiða fyrir samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna endurskoðunar kjarasamninga. Framlag ríkisstjórnarinnar var í sjö liðum: 1) Persónuafsláttur hækkar um 8,3% til viðbótar 2,25% hækkun sem áður var ákveðin og skattleysismörk verða verðtryggð með vísitölu neysluverðs. 2) Lög um vaxtabætur verða endurskoðuð ef bætur skerðast verulega vegna hækkunar fasteignaverðs. 3) Barna- bætur verða greiddar til 18 ára aldurs í stað 16 ára nú. 4) Í stað 2% lækkunar tekjuskattshlutfalls 2007 kemur 1% lækkun. 5) Framlög til fullorðins- og starfsmenntamála verða aukin. 6) Samstarf verður tekið upp við aðila vinnumarkaðarins um málefni útlendinga á vinnumark- aði og svarta atvinnustarfsemi. 7) Atvinnuleysisbætur hækka um 15 þús.kr. á mánuði hinn 1. júlí. Jafnframt verður hámarksfjárhæð tekju- tengdra atvinnuleysisbóta hækkuð úr 180 þús.kr í 185 þús.kr. Hinn 27. júní samþykkti ríkisstjórnin í framhaldi af samkomulagi aðila vinnumarkaðarins að 1) lækka tímabundið hámarkslánshlutfall Íbúða- lánasjóðs úr 90% í 80% af kaupverði og hámarkslán úr 18 m.kr í 17 m.kr.; 2) fresta um tíma útboðum og nýframkvæmdum á vegum ríkis- ins; 3) taka upp viðræður við sveitarfélögin í landinu um hliðstæðar frestanir á þeirra vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.