Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 54
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 54 IX Stefnan í peningamálum Verðbólguhorfur versna enn Í Peningamálum sem komu út 30. mars sl. birti Seðlabankinn mat sitt á verðbólguhorfum, sem hann taldi hafa versnað verulega að óbreyttum stýrivöxtum. Verðbólguhorfurnar hafa nú versnað enn frekar sam- kvæmt þeim verðbólguferlum sem kynntir hafa verið hér að framan. Stýrivextir hafa verið hækkaðir um 1,5 prósentur frá því að bankinn lagði mat á verðbólguhorfur í mars, um 0,75 prósentur í lok mars og annað eins hinn 18. maí. Á móti hefur gengi krónunnar lækkað verulega, verðbólga aukist og verðbólguvæntingar vegið upp hækkun nafnvaxta. Vaxtahækkanir Seðlabankans, þótt umtalsverðar séu, hafa því tæpast dugað til að viðhalda því aðhaldsstigi peningastefnunnar sem var í ársbyrjun. Þegar spáin sem greint er frá hér að framan var gerð var gengi krónunnar nokkru lægra en um það leyti sem Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,75 prósentur í maí. Þótt óljósar vísbendingar séu um að dregið hafi úr vexti eftirspurnar síðustu mánuði er vöxturinn frá fyrra ári enn hraður og veldur miklum þrýstingi á vinnumarkaði jafnt sem vörumarkaði. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum er það mikið um þessar mundir, eins og gríðarlegur viðskiptahalli og framleiðsluspenna bera vitni um, að ætla má að hægari vöxtur eftirspurnar dugi ekki til að koma á jafnvægi innan ásættanlegs tíma heldur þurfi eftirspurn að dragast saman til að endurreisa jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Nýlegir samningar um frekari launahækkanir, þrátt fyrir að laun hafi und- anfarið ár hækkað mun meira en samrýmst getur verðbólgumarkmiði Seðlabankans, munu tefja aðlögunina. Því lengur sem hún tefst því fremur aukast hins vegar líkurnar á því að hún verði harkaleg. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga við framkvæmd peningastefnunnar og hagstjórnar almennt. Þegar Seðlabankinn birti spá sína í mars sl. mældist verðbólga 4,5%. Í júní var hún 8%, þ.e.a.s. 3,5 prósentum meiri en í mars. Breytingin til hins verra hefur því verið óvenju hröð og ljóst að verð- bólguspár Seðlabankans í mars voru allt of lágar til skamms tíma litið. Nú er útlit fyrir að verðbólga á þriðja fjórðungi ársins verði rúmlega 4 prósentum meiri en spáð var í mars og horfur á að hún geti jafnvel farið í um 11% þegar hún verður mest, nema að viðbrögð pen- ingastefnunnar verði enn harkalegri en markaðs- og greiningaraðilar virðast vænta. Þessi alvarlega þróun felur í sér mikla hættu á að háar verðbólguvæntingar festist í sessi. Gerist það þarf hærri vexti en ella til að vinna bug á verðbólgunni. Verðbólguvæntingar og lægra gengi grafa undan aðhaldi peningastefnunnar Ekki er til einhlítur mælikvarði á aðhaldsstig peningastefnunnar. Því þarf að horfa til nokkurra þátta samtímis og meta framlag þeirra til aðhalds á hverjum tíma. Allt fram á þetta ár birtist aðhaldið að miklu leyti í háu gengi krónunnar. Hins vegar hefur miðlun peningastefn- unnar í gegnum vaxtarófið verið torsótt. Vextir verðtryggðra lána hafa t.d. aðeins hækkað lítillega og eru enn mun lægri en áður en bankarnir hófu samkeppni um íbúðaveðlán við Íbúðalánasjóð. Bankarnir buðu % Mynd IX-1 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 26. júní 2006 Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 Evrusvæðið Bandaríkin Ísland 200620052004200320022001200019991988 Mynd IX-2 Mismunandi verðbólguferlar % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Verðbólguspá með óbreyttum vöxtum Verðbólguspá með peningastefnureglu 2 4 6 8 10 12 2008200720062005 % Mynd IX-3 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 27. júní 2006 Verðbólguvæntingar almennings og stærstu fyrirtækja eru til næstu tólf mánaða, verðbólguspár sérfræðinga á markaði miða við tólf mánaða verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði Verðbólguvæntingar almennings . 1 2 3 4 5 6 7 2006200520042003 Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.