Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 72

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 72
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 72 þessu misræmi orða og athafna, að það taki tíma að tæma loforðin í útlánapípunum. Seðlabankinn treystir því enn að áform um breytingar til hins betra gangi eftir, enda er mikið í húfi. Bankarnir næmari fyrir áföllum á erlendum mörkuðum Í ræðu sinni, sem ég hef vitnað til, sagði fyrrverandi formaður banka- stjórnar einnig að breytingar á starfsemi og stefnu bankanna leiddu til þess að þeir yrðu “næmari fyrir áföllum sem eiga upptök sín á erlend- um mörkuðum.” Við höfum að undanförnu fengið smjörþefinn af slíku. Vissulega er margt af því sem fram hefur komið í margfrægum skýringum erlendra greiningardeilda missagt og annað byggt á mis- skilningi, röngum upplýsingum og í undantekningartilfellum á aug- ljósri andúð á íslenskum bönkum og starfsemi þeirra. Allt slíkt verður að harma og jafnvel fordæma þar sem tilefni eru til. En alvara málsins snýst ekki um þessi atriði. Hún snýr að því, að bankakerfið í heild eða einstakir bankar, hafi þá stöðu að umfjöllun af þessu tagi sé ekki hægt að kveða í kútinn í einu vetfangi. Alvaran snýr einnig að því, að þessar stofnanir séu á tilteknum tíma of veikar fyrir breytingum á framboði eða trausti á erlendum banka- og skuldabréfamarkaði. Staða bankakerfisins mjög traust Af hálfu Seðlabanka Íslands er ítrekað á þessum fundi að innri staða íslenska bankakerfisins er mjög traust og það uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til þess, og hefur staðist með ágætum öll áhættupróf sem gerð hafa verið. Þetta skiptir auðvitað meginmáli. Á hinn bóginn á að taka þá atburðarás sem við höfum upplifað síðan í nóvember mjög alvarlega. Sníða þarf af íslenska bankakerfinu þá ann- marka sem erlendir álitsgjafar hnjóta aftur og aftur um, jafnvel þótt þeir annmarkar séu iðulega miklaðir og oftúlkaðir. Hægja þarf á vexti útlána eins og lofað hefur verið. Bæta þarf verulega upplýsingagjöf einstakra fjármálastofnana og til álita kemur sameiginlegt átak allra aðila í þeim efnum. Forðast þarf í því sambandi hvers konar skrum sem lítið skilur eftir. Erlendar greiningardeildir hafa haldið því fram að markaðurinn hafi þegar lækkað mat á íslenskum bönkum töluvert niður fyrir það sem alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa gefið út. Segja ýmsir greiningar- menn að óhjákvæmilegt sé að matsfyrirtækin muni fyrr eða síðar laga sig að þessum markaðsaðstæðum. Ég lét þess getið í nýlegu viðtali við Viðskiptablaðið að tækist vel til hjá öllum sem að fjármálastofn- unum koma, gæti niðurstaðan orðið önnur og mun hagfelldari. Þegar útskýringum og umbótum væri lokið eða vel á veg komnar þá væri líklegra að markaðsaðilar myndu laga sig að áliti matsstofnananna en hið gagnstæða. Nú hefur matsfyrirtækið Standard & Poor’s gefið út gott mat á Glitni. Kjör íslenskra bréfa á eftirmarkaði breyttust til betri vegar í kjölfarið. Matsfyrirtækin hafa betri þekkingu á íslensku efna- hagslífi og fjármálakerfi en flestar aðrar stofnanir sem um það fjalla. Samstarf ríkisvaldsins, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits Ég hef hér nefnt nokkur atriði sem óhjákvæmilegt er að íslensk fjár- málafyrirtæki hugi að. En við megum ekki á þessum vettvangi láta við það sitja að predika bara yfir bankastofnunum. Við þurfum að RÆÐA FORMANNS BANKASTJÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.