Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
40
Áfram mikill viðskiptahalli í ár en hjöðnun á næsta ári – einkum
ef peningastefnan verður aðhaldssamari
Í síðasta hefti Peningamála var þess getið að viðskiptahallinn á árinu
2005 væri met meðal OECD-ríkja og þótt víðar væri leitað. Ef horft
er til síðustu fjögurra ársfjórðunga er hallinn enn meiri. Í grunnspánni
dregur þó verulega úr viðskiptahallanum það sem eftir lifir árs. Spáð
er að hallinn muni nema 15½% af landsframleiðslu fyrir árið í heild
og hjaðna töluvert á næsta ári þegar útflutningur áls eykst verulega.
Að viðskiptahallinn hjaðni í ár kann að virðast bjartsýn spá í ljósi þess
að innflutningur eykst hraðar en útflutningur í spánni og að hallinn á
fyrsta fjórðungi ársins nam 25% af landsframleiðslu. Skýringin liggur
einkum í því að búist er við að verðlag útflutnings hækki mun meira
en verðlag innflutnings. Því má þó halda fram að nokkur hætta sé á að
viðskiptahallinn í ár geti orðið meiri en spáð er í ljósi þess hversu mikill
halli var á fyrsta fjórðungi ársins. Samkvæmt tölum um vöruviðskipti
í apríl og maí virðist stefna í litlu minni vöruskiptahalla á öðrum fjórð-
ungi ársins. Því þarf að draga mjög hratt úr hallanum á síðari helmingi
þess til þess að spáin gangi eftir.
Aðhaldssamari peningastefna gæti stuðlað að hraðari aðlögun,
en áhrifin yrðu þó tiltölulega hófleg á yfirstandandi ári. Hins vegar
munar meiru á næsta ári. Ef stýrivextir fylgja peningastefnureglunni
verður viðskiptahallinn á næsta ári 5½% í stað 8% og afgangur
myndast árið 2008. Slík þróun ætti að styðja mjög við gengi krón-
unnar á síðari helmingi spátímabilsins og stuðla að hjöðnun verðbólg-
unnar, eins og fjallað er um í næsta kafla.
Tafla VII-1 Viðskiptajöfnuður 2005-2008
Hlutfall af VLF (%) 2005 2006 2007 2008
Viðskiptajöfnuður -16,5 -15,4 -8,0 -1,0
Vöru- og þjónustujöfnuður -12,8 -10,8 -3,9 3,1
Þáttateknajöfnuður1 -3,7 -4,9 -4,3 -4,3
1. Rekstrarframlög eru meðtalin.
Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008.