Peningamál - 01.07.2006, Síða 95

Peningamál - 01.07.2006, Síða 95
Mars 2006 Hinn 28. mars gaf alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s í fyrsta sinn út lánshæfi seinkunnir fyrir íslenskan banka, Glitni banka hf. Lang- tímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur um breytingar á matinu eru stöðugar. Hinn 30. mars var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að hækka stýrivexti bankans, þ.e. vexti í endurhverfum við- skiptum við lánastofnanir, um 0,75 prósentur í 11,5%. Aðrir vextir Seðlabankans voru einnig hækkaðir um 0,75 prósentur. Vextir á inn- stæðubréfum til 7 daga og vextir í endurhverfum viðskiptum hækkuðu 4. apríl en aðrir vextir 1. apríl. Hinn 31. mars gaf Kaupþing banki út skuldabréf (e. structured covered bonds) að upphæð 43,5 ma. kr. Útgáfan var liður í verðbréfun á íbúða- lánum bankans og fékk Aaa lánshæfi seinkunn frá matsfyrirtækinu Moody’s Investor Service. Apríl 2006 Hinn 4. apríl birti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Service sérstaka skýrslu (e. special comment) um stöðu efnahagsmála á Íslandi og komst að þeirri niðurstöðu að Ísland stæði ekki frammi fyrir óhóf- legum greiðsluhæfi s- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hafði gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Moody’s. Hinn 4. apríl staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Ser- vice A-2 og P-1 lánshæfi seinkunnir Landsbanka Íslands hf. Um leið tilkynnti matsfyrirtækið að horfum á lánshæfi seinkunn fyrir fjárhags- legan styrkleika, C, yrði breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hinn 4. apríl staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Service A-1 og P-1 lánshæfi seinkunnir Kaupþings banka hf. Um leið tilkynnti matsfyrirtækið að einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika, C+, yrði tekin til endurskoðunar til hugsanlegrar lækkunar. Hinn 4. apríl staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Service A-1 og P-1 lánshæfi seinkunnir Glitnis banka hf. og stöðugar horfur. Um leið tilkynnti matsfyrirtækið að horfum á lánshæfi seinkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika yrði breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hinn 24. apríl staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Ser- vice lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs Íslands, Aaa fyrir langtímaskuldbind- ingar og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Einkunnirnar gilda bæði fyrir erlendar og innlendar skuldbindingar. Horfur eru áfram stöðugar. Hinn 1. maí tóku gildi endurskoðaðar reglur Seðlabanka Íslands um lausafjárhlutfall. Eitt af markmiðum endurskoðunarinnar var að tryggja að ekki væru viðskipti innan samstæðu í þeim tilgangi að sniðganga reglurnar. Hinn 1. maí tóku gildi endurskoðaðar reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð. Meginbreytingar á reglunum eru tvær: Opin gjald- Annáll efnahags- og peningamála
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.