Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 30 Afkoman versnar áfram árið 2008 Á árinu 2008 er áætlað að afkoma ríkissjóðs versni áfram og halli á rekstri nemi 2% af landsframleiðslu. Skatttekjur lækka vegna sam- dráttar í umsvifum og gjöld hækka umfram verðlag í samræmi við samneysluforsendur spárinnar og fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar að svo miklu leyti sem henni verður ekki frestað. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs aukist um 15-20 ma.kr. umfram verðlag bæði árin 2007 og 2008. Nær helming vaxtarins má rekja til áætlunar stjórnvalda um auknar framkvæmdir til að draga úr sam- drætti á árunum 2007 og 2008 þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur. Þegar þær áætlanir voru gerðar, eins og fram kemur í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2004, var talið að landsframleiðsla yrði því sem næst í samræmi við framleiðslugetu á árinu 2007. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður hins vegar enn 3% framleiðsluspenna árið 2007 en lítils háttar slaki árið 2008. Því virðist verulegt svigrúm til að seinka og dreifa betur fyrirhuguðum framkvæmdum. Eins væri vert að huga að því að seinka eftir því sem kostur er útgjaldaáformum á sviði sam- neyslu og tilfærslna. Ábatinn er nokkuð ljós ef bornar eru saman grunnspá Seðlabankans og fráviksspáin, þar sem vextir og gengi eru látin ein um að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Framleiðsla og kaup- máttur rýrna að vísu meira í fyrstu ef tekið er á verðbólgunni, en rétta fyrr af, og mun fyrr dregur úr verðbólgu. Ábatinn af samstilltu átaki peningastefnu og ríkisfjármála felst einnig í því að herkostnaðurinn dreifist betur en ef aðhaldsaðgerðir hvíla á peningastefnunni einni. Nýleg yfirlýsing ríkisstjórnarinnar gengur í þessa átt. Með samstilltu átaki þarf ekki að hækka stýrivexti eins mikið. Halli á rekstri sveitarfélaga gæti aukist á næstu árum Fátt er að frétta af fjármálum sveitarfélaga frá því í síðustu Pen inga- málum. Þá lá fyrir bráðabirgðauppgjör Hagstofunnar fyrir árið 2005 og samantekt Sambands sveitarfélaga úr fjárhagsáætlunum fyrir þetta ár. Ekki hefur farið fram sjálfstæð gagnasöfnun á vegum Seðlabankans upp úr reikningum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga né heldur liggja fyrir þau gögn innan ársins sem æskileg eru til að styðja spágerð á ársfjórðungstíðni. Fjármálaráðuneytið hefur breytt sínum áætlunum um fjárhag sveitarfélaga óverulega frá janúar til nýrrar spár í júní. Spá um sam- neyslu sveitarfélaga hefur þó verið hækkuð lítillega enda gefa nýbirtar tölur Hagstofunnar um fyrsta fjórðung þessa árs vísbendingar um að heildarsamneysla verði meiri á árinu en áætlað hefur verið og umfram það sem ráða má af mánaðartölum ríkissjóðs. Tafl a V-3 Fjármál sveitarfélaga 2004-20081 % af landsframleiðslu 2004 2005 2006 2007 2008 Tekjur sveitarfélaga 12,3 12,2 11,8 11,7 11,4 Útgjöld sveitarfélaga 13,4 12,8 12,2 12,2 12,6 Afkoma sveitarfélaga -1,1 -0,6 -0,4 -0,5 -1,2 Hreinar skuldir sveitarfélaga 5,1 5,3 5,0 5,0 6,0 Heildarskuldir sveitarfélaga 8,5 8,8 8,3 8,2 9,3 1. Samkvæmt uppsetningu þjóðhagsreikninga. Heimildir: Hagstofa Íslands, fjármálaráðuneytið, grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008. Beinir skattar Eyðsluskattar Arður o.fl. Aðrar tekjur Mynd V-5 Breytingar ríkistekna 2006-2008 Á föstu verði Ma.kr Heimild: Grunnspá Seðlabanka Íslands. -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 200820072006 Samneysla Tilfærslur Fjármunamyndun Önnur gjöld Mynd V-6 Breytingar ríkisútgjalda 2006-2008 Á föstu verði Ma.kr Heimild: Grunnspá Seðlabanka Íslands. -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.