Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 36 ... og tvíþætt samkomulag Samkomulag ASÍ og SA er tvíþætt. Í fyrsta lagi er gert samkomulag milli forsendunefndar ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamn- inga um launaþróunartryggingu sem tryggja á starfsmanni að lágmarki 5,5% launahækkun undangengið ár. Hafi launahækkun starfsmanns verið minni skulu laun hans hækka um mismuninn á 5,5% og þeirri launahækkun sem hann hefur fengið. Líklegt er að fl estir starfsmenn á almennum vinnumarkaði hafi fengið a.m.k. 4-5% umsamda launahækkun sl. ár. Umsamin laun samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hækkuðu 1. janúar sl. um a.m.k. 2,5%. Til viðbótar kom sérstök hækkun vegna breytinga á launatöfl um sem metin var sem 1% kostnaðarauki. Þessu til viðbótar kom 26 þ.kr. eingreiðsla í desember 2005 sem samið var um við endurskoðun kjarasamninga í nóvember sl. Jafn- gildir eingreiðslan u.þ.b. 0,65% viðbótarhækkun launa á mánuði. Launaþróunartryggingin ein og sér hefur því líklega ekki í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnurekendur en hann gæti verið töluvert mismunandi milli fyrirtækja. Með samkomulagi forsendunefndar er jafnframt tryggt að kjarasamningar á samningssviði aðila haldi út samningstímann, þ.e. út árið 2007. ASÍ og SA, ásamt landssamtökum þess, gerðu í öðru lagi samn- ing um 15 þ.kr. taxtaviðauka sem bætist við alla mánaðarlaunataxta frá og með 1. júlí. Samningsaðilar áætla að hækkunin nemi um 8% fyrir meðallaun á samningssviði þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að launakostnaður hækki sem þessu nemur þar sem í þeim tilfellum sem laun starfsmanns eru hærri en taxtinn eiga greiðslur umfram taxta að lækka um jafnháa fjárhæð og nemur taxtaviðaukanum. Einnig var samið um hækkun lágmarkstekna fyrir fullt starf úr 108 þ.kr. í 125 þ.kr., eða um tæp 16%, á samningstímanum. Opinberir starfsmenn fá sjálfkrafa launaþróunartrygginguna Í kjarasamningum fl estra opinberra starfsmanna er við það miðað að samningarnir breytist í samræmi vð niðurstöður forsendunefndar ASÍ og SA. Þetta þýðir að 5,5% launaþróunartryggingin bætist sjálfkrafa við þessa samninga. Taxtaviðaukinn og hækkun lágmarkstekna fyrir fullt starf er hins vegar ekki hluti af niðurstöðum forsendunefnar ASÍ og SA heldur sjálfstæð viðbót við samning þeirra og færist því ekki sjálfkrafa yfi r í samninga sem taka mið af ákvörðunum hennar. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að samkomulaginu Ríkisstjórnin greiddi fyrir samkomulagi ASÍ og SA með eftirfarandi aðgerðum:4 1. Í stað 2% lækkunar tekjuskattshlutfalls 2007 kemur 1% lækkun og persónuafsláttur hækkar um 8,3% til viðbótar 2,25% hækkun sem áður var ákveðin. Skattleysismörk hækka því um 14% um næstu áramót í stað 8%. Auk þess verða skattleysismörk verð- tryggð með vísitölu neysluverðs. Kostnaður vegna breytinganna næstu áramót er óverulegur þar sem horfi ð er frá 1% af boðaðri 2% lækkun tekjuskatts, en verðtrygging skattleysismarka gæti skert tekjur ríkissjóðs um 2 ma.kr. á árinu 2008. 2. Lög um vaxtabætur verða endurskoðuð ef bætur skerðast veru- lega vegna hækkunar fasteignaverðs. Óvíst er hvort þetta leiðir til kostnaðar umfram fjárlög, því að fasteignaverð hækkaði hvað mest eftir að forsendur fjárlaga voru festar. 4. Ríkisstjórnin lýsti sig jafnframt fylgjandi markmiði ASÍ og SA um hjöðnun verðbólgu á árinu 2007 og mun hafa náið samstarf til að ,,tryggja þær efnahagslegu forsendur sem liggja til grundvallar samkomulagi þeirra, sérstaklega hvað varðar verðlag”. Tekið af heimasíðu forsætisráðuneytisins (www.forsaetisraduneyti.is) 22. júní 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.