Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 11 aðra vaxtamunarviðskipta (e. carry trade), en dæmi um slík viðskipti er útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í gjaldmiðlum hávaxtalanda eins og íslenskri krónu. Vextir fara hækkandi og miklar sveiflur eru á hrávörumörkuðum Langtímavextir hafa hækkað talsvert frá útgáfu síðustu Peningamála og er ávöxtun ríkisskuldabréfa til tíu ára nú yfir 5% í Bandaríkjunum og um 4% á evrusvæðinu. Helstu skýringarnar á þessu eru að öllum líkindum þær að hagvaxtarhorfur í heiminum eru góðar og vænst er aukins aðhalds í peningamálum. Hækkandi olíuverð og aukið áhættu- álag eru einnig þættir sem gætu hafa haft áhrif til hækkunar. Olíuverð hefur hækkað talsvert það sem af er ári og jafnframt sveiflast mikið í takt við fréttir frá helstu olíuframleiðslusvæðunum og sveiflur í eftirspurn. Á sama tíma og hagvöxtur hefur aukist í heiminum hefur verð á flestum hrávörum einnig hækkað. Þetta hefur meðal annars endurspeglast í hækkandi álverði. Mikil hækkun í maí hefur þó gengið til baka að miklu leyti. Enn sem komið er hefur hækkunin aðeins komið fram að takmörkuðu leyti í neysluverðsvísitölum. Sjávarafli heldur áfram að minnka ... Heildaraflinn á fyrsta ársþriðjungi var óvenju rýr. Aðeins bárust á land 185 þús. tonn af loðnu, en loðnuaflinn var 595 þús. tonn á sama tíma í fyrra. Botnfiskaflinn var hins vegar tiltölulega góður ef miðað er við sl. sex ár, þótt hann hafi verið um 6% lakari en á sama tíma í fyrra. Mun minni afli uppsjávartegunda og samdráttur botnfiskafla ollu því að aflaverðmæti á föstu verðlagi minnkaði um tæp 16% á fyrsta þriðjungi ársins. Á móti kemur að uppsjávaraflinn, loðna, síld og kolmunni, hefur að miklu leyti farið í manneldisvinnslu í stað mjöl- og lýsisvinnslu. Í fyrra voru um 70% af útflutningsverðmæti loðnu- og síldarafurða unnin til manneldis. Útflutningsverðmæti þessara afurða hefur því dregist mun minna saman en aflinn, enda má áætla að verðmæti aflans aukist um a.m.k. þriðjung við að vinna matvæli úr uppsjávaraflanum. Á þessu ári er gert ráð fyrir að botnfiskafli verði svipaður og í fyrra, en að rækjuaflinn dragist enn frekar saman og afli uppsjávarfiska minnki um fjórðung. Að þessu gefnu er gert ráð fyrir að magn útflutn- ings sjávarafurða minnki um 2% á þessu ári. Nýverið gaf Hafrannsóknarstofnun út ástandsskýrslu sína, Nytjastofnar sjávar 2005/2006 – aflahorfur 2006/2007. Þar er dregin upp frekar dökk mynd af ástandi þorskstofnsins og lagt til að hámarksafli helstu botnfisktegunda á næsta fiskveiðiári verði minnk- aður frá tillögum stofnunarinnar fyrir ári. Þar er þess einnig getið að ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafi lagt til að engar úthafskarfaveiðar verði leyfðar árið 2007. Að auki eru líkur á að þorsk- aflaheimildir í Barentshafi dragist verulega saman, en það gæti leitt til þess að aflaheimildir Íslendinga verði mjög skornar niður eða afnumd- ar með öllu. Þá er lítið sem ekkert vitað um ástand loðnustofnsins. Í ljósi þessa er gert ráð fyrir að magn útflutnings sjávarafurða dragist saman um 2% á næsta ári. Mynd II-5 Vextir 10 ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 16. júní 2006 % Heimild: Reuters EcoWin. 0 1 2 3 4 5 6 2006200520042003 Bretland Evrusvæðið Japan Bandaríkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.