Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
13
vinnudeilur í álverum í Bandaríkjunum. Þessir þættir eru einnig taldir
skýra þá snörpu hækkun og verðlækkun sem varð í maí. Grunnþættir
eftirspurnar eru enn sterkir og taldir veita mikið viðnám við lækkun
álverðs. Notkun áls í heiminum hefur vaxið um 6,5% sl. tólf mánuði
en framleiðsla um 6,1%. Hlutfall birgða og notkunar hefur lækkað úr
6,7 vikna birgðum árið 2005 í 6,3 vikna. Hátt orkuverð í N-Ameríku
og Evrópu setur framleiðslu álvera í þessum löndum veruleg takmörk.
Áfram er aukningin drifin áfram af mikilli eftirspurn og notkun í Kína,
en undanfarið ár hefur notkunin þar í landi aukist um nær 20%.
Þá eykst notkun áls einnig hratt í A-Evrópu (6,3% ársaukning), í
Rússlandi og tengdum ríkjum (8,3%) svo og í öðrum Asíulöndum en
Kína og Japan (5,9%).
Raungengi er nú nálægt langtímameðaltali
Raungengi miðað við hlutfallslegt neysluverð hefur lækkað um ríflega
15% frá áramótum. Þetta er minni lækkun en nemur nafnveikingu
krónunnar á tímabilinu, en það skýrist af meiri hækkun verðlags hér-
lendis en í samanburðarlöndunum.
Litlar breytingar á forsendum um þróun ytri skilyrða
Forsendur um erlenda vexti og alþjóðleg verðbólguskilyrði eru svip-
aðar og í síðasta hefti Peningamála en gert er ráð fyrir talsvert meiri
hækkun á verðlagi eldsneytis og áls á þessu ári en ívið minni á næsta
ári. Eins og bent var á hér að framan eru aflahorfur fyrir næsta ár
töluvert verri en áður var talið og er nú gert ráð fyrir 2% samdrætti í
stað 2% aukningar. Af þessum sökum verður vöxtur útflutnings vöru
og þjónustu á þessu og næsta ári heldur minni en í síðustu spá.
+1 staðalfrávik
Heimild: Seðlabanki Íslands.
1980 = 100
Mynd II-7
Raungengi janúar 1980 - maí 2006
Mánaðarleg gögn m.v. hlutfallslegt neysluverð
75
85
95
105
115
125
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86‘84‘82‘80
-1 staðalfrávik
Langtíma-
meðaltal