Peningamál - 01.07.2006, Side 84

Peningamál - 01.07.2006, Side 84
UM ÚTRE IKNING Á GJALDMIÐLAVOGUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 84 Mat á landaskiptingu þjónustuviðskipta Eins og fjallað er um hér að framan er mjög mismunandi hvort tekið er tillit til þjónustuviðskipta eða ekki. Hvað sem því líður virðist ljóst að aðferðin sem notuð er til að meta landaskiptingu þjónustuviðskipta hér á landi, þ.e.a.s. út frá viðskiptum með gjaldmiðla, er hvergi notuð annars staðar. Því er ástæða til að íhuga hve mikil áhrif þessi aðferð hefur á samsetningu vísitölunnar. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sett fram sú tilgáta að landaskipting þjónustuviðskipta, að ferða- mannaiðnaðinum undanskildum, ætti að vera mjög svipuð vöruvið- skiptunum. Á mynd 1 og 2 má sjá samanburð á þessum tveimur stærð- um fyrir Ísland. Hér er um að ræða hreina landaskiptingu vöruviðskipta við þau lönd sem eru í gengisvísitölunni, án tillits til þriðjulandaáhrifa eða sérstakrar meðferðar á öðrum löndum. Sjá má að gögn sem notuð eru við útreikning gengisvísitölunnar um skiptingu þjónustuviðskipta Íslands virðast á skjön við tilgátuna. Þjónustuviðskipti við Bandaríkin eru mun meiri en vöruviðskiptin, en því er öfugt farið í tilviki evrulandanna. Þjónustuviðskipti við Banda - ríkin kunna reyndar að vera einhverju meiri hér en víða annars staðar sökum viðskipta við varnarliðið, en miðað við umfang þeirra viðskipta getur þar vart munað meiru en sem nemur u.þ.b. 1½%-2% af milli- ríkjaviðskiptum Íslands. Böndin berast því að þeim aðferðum sem hér hafa verið notaðar til þess að leggja mat á landaskiptingu þjónustu - viðskipta. Til að varpa frekara ljósi á þetta er áhugavert að skoða þjón- ustuviðskipti Íslands við Bandaríkin í samanburði við viðskipti annarra landa við þau. Í mynd 3 er byggt á gögnum frá OECD um viðskipti annarra landa en Íslands, sem safnað er með könnunum. Áætlanir um landaskiptingu viðskipta Íslands byggjast hins vegar á upplýsingum úr gjaldeyrisviðskiptakerfum að viðbættum upplýsingum um ferðamenn og fl utninga, með sama hætti og gert er í gengisvísitölunni. Þjónustuviðskipti Íslands við Bandaríkin virðast óvenjumikil í alþjóð legum samanburði. Ísland kemur næst á eftir Mexíkó og Kanada, en þorri vöruviðskipta þessara NAFTA-landa er einnig við Bandaríkin. Hæpið er að skýra þessa staðreynd með landfræðilegri staðsetningu Íslands, enda ætti lega landsins ekki síður og jafnvel enn frekar að hafa áhrif á vöruviðskiptin. Hvergi víkur hlutdeild Bandaríkjanna í þjónustu- viðskiptum jafn mikið frá hlutdeild þeirra í vöruviðskiptum og hér á landi. Evrópusambandslöndin í heild komast þar næst, en þá er ekki tekið tillit til allra innbyrðis viðskipta landanna. Ef litið er til einstakra landa sambandsins er munurinn minni, þótt Bandaríkin vegi þyngra í þjónustuviðskiptum en vöruviðskiptum í fl estum tilvikum. Eigi að síður er mun stærri hluti þjónustuviðskipta Evrópulanda sem könnun OECD nær til við Evrópusambandslöndin. Ísland sker sig því ekki aðeins úr hvað varðar óvenjumikil þjónustuviðskipti við Bandaríkin og samhengi við vöruviðskipti, heldur eru þjónustuviðskipti við Evrópu einnig mun minni. Líklegt er að sérstaða Íslands skýrist af þeirri aðferð að nota gjald- miðlaskiptingu viðskipta sem nálgun við landaskiptingu, enda þekkt að viðskipti með helstu gjaldmiðla heims eru mun meiri en sem nemur hlutdeild viðkomandi landa í heimsversluninni. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að spyrja hvort aðferðir sem Seðlabanki Íslands hefur beitt til þess að nálgast landaskiptingu þjónustuviðskipta hér á landi séu 0 10 20 30 40 50 60 JPYEURCHFSEKNOKDKKCADGBPUSD Mynd 1 Samanburður á útflutningi vöru og þjónustu án ferðmannaiðnaðar1 1. Byggt á viðskiptum ársins 2004. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vöruútflutningur Þjónustuútflutningur án ferðamannaiðnaðar % 0 10 20 30 40 50 60 JPYEURCHFSEKNOKDKKCADGBPUSD Mynd 2 Samanburður á innflutningi vöru og þjónustu án ferðmannaiðnaðar1 1. Byggt á viðskiptum ársins 2004. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vöruinnflutningur Þjónustuinnflutningur án ferðamannaiðnaðar % 0 20 40 60 80 100 Té kk la nd Fi nl an d A us tu rr ík i Lú xe m bo rg Po rt úg al D an m ör k Sp án n Ít al ía Sl óv ak ía H ol la nd U ng ve rja l. Be lg ía Sv íþ jó ð Á st ra lía Þý sk al an d Fr ak kl an d H on g K on g N or eg ur Br et la nd Ír la nd G rik kl an d K ór ea Ja pa n ES B Ís la nd * * Ís la nd * K an ad a M ex ík ó Mynd 3 Meðaltal þjónustu- og vöruviðskipta við Bandaríkin árið 2002 % Vöruviðskipti Þjónustuviðskipti * 2002 **2004 Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.