Peningamál - 01.07.2006, Síða 84
UM ÚTRE IKNING Á
GJALDMIÐLAVOGUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
84
Mat á landaskiptingu þjónustuviðskipta
Eins og fjallað er um hér að framan er mjög mismunandi hvort tekið
er tillit til þjónustuviðskipta eða ekki. Hvað sem því líður virðist ljóst
að aðferðin sem notuð er til að meta landaskiptingu þjónustuviðskipta
hér á landi, þ.e.a.s. út frá viðskiptum með gjaldmiðla, er hvergi notuð
annars staðar. Því er ástæða til að íhuga hve mikil áhrif þessi aðferð
hefur á samsetningu vísitölunnar. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
er sett fram sú tilgáta að landaskipting þjónustuviðskipta, að ferða-
mannaiðnaðinum undanskildum, ætti að vera mjög svipuð vöruvið-
skiptunum. Á mynd 1 og 2 má sjá samanburð á þessum tveimur stærð-
um fyrir Ísland. Hér er um að ræða hreina landaskiptingu vöruviðskipta
við þau lönd sem eru í gengisvísitölunni, án tillits til þriðjulandaáhrifa
eða sérstakrar meðferðar á öðrum löndum.
Sjá má að gögn sem notuð eru við útreikning gengisvísitölunnar
um skiptingu þjónustuviðskipta Íslands virðast á skjön við tilgátuna.
Þjónustuviðskipti við Bandaríkin eru mun meiri en vöruviðskiptin, en
því er öfugt farið í tilviki evrulandanna. Þjónustuviðskipti við Banda -
ríkin kunna reyndar að vera einhverju meiri hér en víða annars staðar
sökum viðskipta við varnarliðið, en miðað við umfang þeirra viðskipta
getur þar vart munað meiru en sem nemur u.þ.b. 1½%-2% af milli-
ríkjaviðskiptum Íslands. Böndin berast því að þeim aðferðum sem hér
hafa verið notaðar til þess að leggja mat á landaskiptingu þjónustu -
viðskipta. Til að varpa frekara ljósi á þetta er áhugavert að skoða þjón-
ustuviðskipti Íslands við Bandaríkin í samanburði við viðskipti annarra
landa við þau. Í mynd 3 er byggt á gögnum frá OECD um viðskipti
annarra landa en Íslands, sem safnað er með könnunum. Áætlanir um
landaskiptingu viðskipta Íslands byggjast hins vegar á upplýsingum úr
gjaldeyrisviðskiptakerfum að viðbættum upplýsingum um ferðamenn
og fl utninga, með sama hætti og gert er í gengisvísitölunni.
Þjónustuviðskipti Íslands við Bandaríkin virðast óvenjumikil í
alþjóð legum samanburði. Ísland kemur næst á eftir Mexíkó og Kanada,
en þorri vöruviðskipta þessara NAFTA-landa er einnig við Bandaríkin.
Hæpið er að skýra þessa staðreynd með landfræðilegri staðsetningu
Íslands, enda ætti lega landsins ekki síður og jafnvel enn frekar að hafa
áhrif á vöruviðskiptin. Hvergi víkur hlutdeild Bandaríkjanna í þjónustu-
viðskiptum jafn mikið frá hlutdeild þeirra í vöruviðskiptum og hér á
landi. Evrópusambandslöndin í heild komast þar næst, en þá er ekki
tekið tillit til allra innbyrðis viðskipta landanna. Ef litið er til einstakra
landa sambandsins er munurinn minni, þótt Bandaríkin vegi þyngra í
þjónustuviðskiptum en vöruviðskiptum í fl estum tilvikum. Eigi að síður
er mun stærri hluti þjónustuviðskipta Evrópulanda sem könnun OECD
nær til við Evrópusambandslöndin. Ísland sker sig því ekki aðeins úr
hvað varðar óvenjumikil þjónustuviðskipti við Bandaríkin og samhengi
við vöruviðskipti, heldur eru þjónustuviðskipti við Evrópu einnig mun
minni.
Líklegt er að sérstaða Íslands skýrist af þeirri aðferð að nota gjald-
miðlaskiptingu viðskipta sem nálgun við landaskiptingu, enda þekkt
að viðskipti með helstu gjaldmiðla heims eru mun meiri en sem nemur
hlutdeild viðkomandi landa í heimsversluninni. Í ljósi ofangreinds er
eðlilegt að spyrja hvort aðferðir sem Seðlabanki Íslands hefur beitt
til þess að nálgast landaskiptingu þjónustuviðskipta hér á landi séu
0
10
20
30
40
50
60
JPYEURCHFSEKNOKDKKCADGBPUSD
Mynd 1
Samanburður á útflutningi vöru og þjónustu
án ferðmannaiðnaðar1
1. Byggt á viðskiptum ársins 2004.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Vöruútflutningur
Þjónustuútflutningur án ferðamannaiðnaðar
%
0
10
20
30
40
50
60
JPYEURCHFSEKNOKDKKCADGBPUSD
Mynd 2
Samanburður á innflutningi vöru og þjónustu
án ferðmannaiðnaðar1
1. Byggt á viðskiptum ársins 2004.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Vöruinnflutningur
Þjónustuinnflutningur án ferðamannaiðnaðar
%
0
20
40
60
80
100
Té
kk
la
nd
Fi
nl
an
d
A
us
tu
rr
ík
i
Lú
xe
m
bo
rg
Po
rt
úg
al
D
an
m
ör
k
Sp
án
n
Ít
al
ía
Sl
óv
ak
ía
H
ol
la
nd
U
ng
ve
rja
l.
Be
lg
ía
Sv
íþ
jó
ð
Á
st
ra
lía
Þý
sk
al
an
d
Fr
ak
kl
an
d
H
on
g
K
on
g
N
or
eg
ur
Br
et
la
nd
Ír
la
nd
G
rik
kl
an
d
K
ór
ea
Ja
pa
n
ES
B
Ís
la
nd
*
*
Ís
la
nd
*
K
an
ad
a
M
ex
ík
ó
Mynd 3
Meðaltal þjónustu- og vöruviðskipta
við Bandaríkin árið 2002
%
Vöruviðskipti
Þjónustuviðskipti
* 2002
**2004
Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands.