Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 25 að fjárfesting hins opinbera hafi verið 2,2% minni á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt greiðslutölum ríkissjóðs voru útgjöld til fjármunamyndunar og fjármagnstilfærslna 6% hærri að raungildi á fyrsta þriðjungi 2006 en á sama tíma í fyrra. Með hlið- sjón af þessum upplýsingum er nú áætlað að samdráttur opinberrar fjármunamyndunar á þessu ári verði tæplega 10%. Áætlað er að fjár- festing áranna 2007 og 2008 verði eins og spáð var í mars nema að björgunarþyrlur verði teknar á leigu en ekki keyptar á næsta ári. Að þessu samanlögðu er áætlað að opinber fjármunamyndun aukist að magni til um 20% að meðaltali á næstu tveimur árum. Mikill vöxtur íbúðafjárfestingar en minni en spáð var í mars Gögn um íbúðafjárfestingu á fyrstu mánuðum ársins benda til þess að spá Seðlabankans frá því í mars hafi verið of há, en þá var spáð tæplega 25% vexti íbúðafjárfestingar í ár. Hagstofan hefur nú birt árs- fjórðungslegar tölur um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði þar sem áætlað er að hún hafi verið 14,2% meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Til að spáin frá því í mars gangi eftir þarf ársvöxturinn að nema 28 prósentum á þeim þrem ársfjórðungum sem eftir eru. Aðrar vísbendingar um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði hafa verið nokkuð misvísandi undanfarin misseri. Mikil hækkun á fasteignaverði miðað við byggingarkostnað eins og hann mælist með byggingar- vísitölu gefur til kynna mikla arðsemi í greininni og endurspeglast það í spá bankans. Tölur um fjölda byggingarleyfa styðja einnig spár um mikinn vöxt. Vegna mikillar fjárfestingar í áliðnaði, orkuverum og öðrum mannvirkjum er erfitt að meta þær vísbendingar sem felast í miklum innflutningi byggingarefna, en þó er talið að þær styðji frekar við áætlanir um mikinn vöxt íbúðafjárfestingar. Breytingar á aðferðum Hagstofunnar við mat á íbúðafjárfest- ingu valda því að erfiðara er en ella að spá fyrir um fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði. Tafla IV-2 sýnir hvernig áætlanir Hagstofunnar og spár Seðlabankans hafa breyst frá fjórða hefti Peningamála árið 2004. Tölurnar fyrir árið 2004 sýna hvernig áætlanir Hagstofunnar, sem stuðst var við í þeim spám sem birtar voru í Peningamálum, breyttust frá því að fyrstu tölur voru birtar í mars árið 2005 og fram að síð- ustu tölum sem birtar voru í mars á þessu ári. Spáð er að fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um tæp 15% á þessu ári en að aukningin verði einungis tæplega 4% á árinu 2007. Tafla IV-2 Vöxtur íbúðafjárfestinga frá fyrra ári (%) 2004 2005 2006 2007 PM 2004-4 8,3 5,8 - PM 2005-1 3,0 19,5 9,6 - PM 2005-2 3,0 21,9 9,9 - PM 2005-3 5,7 12,0 10,0 0,2 PM 2005-4 5,7 11,8 9,5 0,6 PM 2006-1 13,8 10,3 24,8 15,7 PM 2006-2 13,8 10,4 14,9 3,8 Hagstofan nú 13,8 10,4 14,21 - 1. Hækkun frá 1. ársfjórðungi 2005 til 1. ársfjórðungs 2006. 1. Fyrir árið 2006 eru sýndar áætlanir Hagstofu fyrir 1. ársfjórðung 2006 og ársspá Seðlabankans í mars. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-13 Vöxtur fjármunamyndunar í íbúðarhúsnæði 2001-20071 Vöxtur íbúðarfjárfestingar Grunnspá Seðlabanka Íslands í mars 2006 um vöxt íbúðafjárfestingar 0 5 10 15 20 25 30 2007200620052004200320022001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.