Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
25
að fjárfesting hins opinbera hafi verið 2,2% minni á fyrsta fjórðungi
ársins en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt greiðslutölum ríkissjóðs voru
útgjöld til fjármunamyndunar og fjármagnstilfærslna 6% hærri að
raungildi á fyrsta þriðjungi 2006 en á sama tíma í fyrra. Með hlið-
sjón af þessum upplýsingum er nú áætlað að samdráttur opinberrar
fjármunamyndunar á þessu ári verði tæplega 10%. Áætlað er að fjár-
festing áranna 2007 og 2008 verði eins og spáð var í mars nema að
björgunarþyrlur verði teknar á leigu en ekki keyptar á næsta ári. Að
þessu samanlögðu er áætlað að opinber fjármunamyndun aukist að
magni til um 20% að meðaltali á næstu tveimur árum.
Mikill vöxtur íbúðafjárfestingar en minni en spáð var í mars
Gögn um íbúðafjárfestingu á fyrstu mánuðum ársins benda til þess
að spá Seðlabankans frá því í mars hafi verið of há, en þá var spáð
tæplega 25% vexti íbúðafjárfestingar í ár. Hagstofan hefur nú birt árs-
fjórðungslegar tölur um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði þar sem áætlað
er að hún hafi verið 14,2% meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs en á
fyrsta fjórðungi síðasta árs. Til að spáin frá því í mars gangi eftir þarf
ársvöxturinn að nema 28 prósentum á þeim þrem ársfjórðungum sem
eftir eru.
Aðrar vísbendingar um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði hafa verið
nokkuð misvísandi undanfarin misseri. Mikil hækkun á fasteignaverði
miðað við byggingarkostnað eins og hann mælist með byggingar-
vísitölu gefur til kynna mikla arðsemi í greininni og endurspeglast
það í spá bankans. Tölur um fjölda byggingarleyfa styðja einnig spár
um mikinn vöxt. Vegna mikillar fjárfestingar í áliðnaði, orkuverum og
öðrum mannvirkjum er erfitt að meta þær vísbendingar sem felast í
miklum innflutningi byggingarefna, en þó er talið að þær styðji frekar
við áætlanir um mikinn vöxt íbúðafjárfestingar.
Breytingar á aðferðum Hagstofunnar við mat á íbúðafjárfest-
ingu valda því að erfiðara er en ella að spá fyrir um fjármunamyndun
í íbúðarhúsnæði. Tafla IV-2 sýnir hvernig áætlanir Hagstofunnar og
spár Seðlabankans hafa breyst frá fjórða hefti Peningamála árið 2004.
Tölurnar fyrir árið 2004 sýna hvernig áætlanir Hagstofunnar, sem
stuðst var við í þeim spám sem birtar voru í Peningamálum, breyttust
frá því að fyrstu tölur voru birtar í mars árið 2005 og fram að síð-
ustu tölum sem birtar voru í mars á þessu ári. Spáð er að fjárfesting í
íbúðarhúsnæði aukist um tæp 15% á þessu ári en að aukningin verði
einungis tæplega 4% á árinu 2007.
Tafla IV-2 Vöxtur íbúðafjárfestinga frá fyrra ári (%)
2004 2005 2006 2007
PM 2004-4 8,3 5,8 -
PM 2005-1 3,0 19,5 9,6 -
PM 2005-2 3,0 21,9 9,9 -
PM 2005-3 5,7 12,0 10,0 0,2
PM 2005-4 5,7 11,8 9,5 0,6
PM 2006-1 13,8 10,3 24,8 15,7
PM 2006-2 13,8 10,4 14,9 3,8
Hagstofan nú 13,8 10,4 14,21 -
1. Hækkun frá 1. ársfjórðungi 2005 til 1. ársfjórðungs 2006.
1. Fyrir árið 2006 eru sýndar áætlanir Hagstofu fyrir 1. ársfjórðung
2006 og ársspá Seðlabankans í mars.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-13
Vöxtur fjármunamyndunar í íbúðarhúsnæði
2001-20071
Vöxtur íbúðarfjárfestingar
Grunnspá Seðlabanka Íslands í mars 2006 um vöxt
íbúðafjárfestingar
0
5
10
15
20
25
30
2007200620052004200320022001