Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 21

Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 21 uðum hefur vísitalan lækkað mikið. Þó hækkaði hún lítið eitt í júní m.v. maí. Í maí var vísitalan 97 stig sem er lægsta gildi hennar frá því í janúar 2002 en í júní hækkaði hún í 101 stig. Í febrúar var vísitalan 138 stig. Í ljósi þess að nokkur fylgni hefur verið á milli vísitölunnar og einkaneyslu gæti þróun hennar gefið vísbendingu um minni vöxt einkaneyslunnar þegar líða tekur á árið. Vöxtur einkaneyslu og áhrifavalda hennar Helstu þættir sem hafa áhrif á vöxt einkaneyslu eru vöxtur ráð- stöfunartekna, vöxtur hreinnar eignar heimilanna og breytingar á raunvöxtum og atvinnuástandi. Á síðasta ári jókst einkaneyslan langt umfram kaupmátt ráðstöfunartekna, eða um 11,9% samanborið við u.þ.b. 8% vöxt kaupmáttar ráðstöfunartekna. Á mælikvarða launa- vísitölu Hagstofunnar staðvirtrar með verðvísitölu einkaneyslu jókst kaupmáttur launa á hvern starfsmann um 4,8%. Bæði hagfræðileg og tölfræðileg rök benda til þess að gífurleg hækkun á verði íbúðarhúsnæðis eigi verulegan þátt í mikilli aukningu einkaneyslunnar að undanförnu. Á síðasta fjórðungi ársins var verðið 28% hærra en fyrir ári. Þessi mikla hækkun húsnæðisverðs ásamt gífur- legri hækkun hlutabréfaverðs veldur því að raunvirði hreinnar eignar heimilanna1 var 27% hærra í árslok 2005 en fyrir ári, þrátt fyrir að skuldir heimilanna hafi á sama tíma aukist um 22% að raunvirði. Á móti auknum kaupmætti ráðstöfunartekna og auðsáhrif- um vegur nokkur hækkun vaxta á árinu 2005. Áhrifa hærri vaxta á verðtryggð útlán tók ekki að gæta fyrr en seint á árinu og voru lítil í saman burði við lækkun vaxta fyrr á árinu og aðeins lítill hluti skulda heimilanna er á breytilegum vöxtum, sem eru mun næmari fyrir hækkun stýrivaxta. Þrátt fyrir stórauknar skuldir heimilanna og nokkra hækkun vaxta lækkaði greiðslubyrðin í reynd sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum heimilanna. Ástæðurnar eru annars vegar mikil hækkun ráðstöfunartekna og hins vegar að ný lán eru að jafnaði til lengri tíma. Þessi lenging meðallánstíma lána heimilanna vinnur gegn áhrifum hærri skammtímavaxta.2 Í grunnspánni er gert ráð fyrir að hrein eign heimilanna minnki á árunum 2006-2008, annars vegar vegna þess að húsnæðisverð muni lækka og hins vegar vegna þess að áætlað er að neysla heimilanna muni aukast umfram vöxt ráðstöfunartekna í krafti þess að hrein eign þeirra hefur aukist mikið að undanförnu og þar með möguleikar þeirra á lánum á hagstæðum kjörum. Hin mikla eignaaukning vegna verðhækkunar íbúðarhúsnæðis gæti hins vegar auðveldlega gengið til baka vegna aukins framboðs á sama tíma og ráðstöfunartekjur vaxa lítið eða dragast saman. Lítil reynsla er af spám um þróun húsnæðis verðs við aðstæður eins og nú eru og því veruleg óvissa -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 35 200620052004200320022001200019991998 Raunverð húsnæðis (m.v. verð einkaneyslu) Einkaneysla Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd IV-5 Breytingar í einkaneyslu og raunverði húsnæðis 1. ársfj. 1998 - 1. ársfj. 2006 50 70 90 110 130 150 -10 -5 0 5 10 15 200620052004200320022001 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Vöxtur einkaneyslu (h. ás) 1. Væntingavísitala í lok ársfjórðungs. Heimildir: Hagstofa Íslands, IMG Gallup. Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2001 - 2. ársfj. 20061 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) 1. Hrein eign heimilanna er hér metin sem virði íbúðarhúsnæðis að viðbættum fjármálalegum eignum heimilanna eins og verðbréfum og innistæðum í fjármálastofnunum að frádregnum skuldum þeirra. Þær eignir sem felast í lífeyrisréttindum fólks eða öðrum kröfum af sambærilegum toga eru ekki taldar með hér. 2. Lenging lánstíma kann til skamms tíma að draga nokkuð úr hættu á að heimilin lendi í van- skilum við lánastofnanir ef ráðstöfunartekjur þeirra lækka með því að lækka greiðslubyrði heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Langur meðallánstími takmarkar hins vegar líka möguleika lánastofnana til að bregðast við greiðsluerfi ðleikum heimila með því að lengja endurgreiðslutímann. -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 2008200720062005 Mynd IV-7 Áætluð einkaneysla 2005 og spár Seðlabanka Íslands fyrir 2006-2008 Magnbreytingar frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Spá miðað við óbreytta vexti Spá miðað við að peningastefnuregla ákvarði vexti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.