Peningamál - 01.07.2006, Side 96

Peningamál - 01.07.2006, Side 96
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 96 eyrisstaða í einstökum gjaldmiðlum var jöfnuð og fjármálastofnanir geta óskað heimildar til að hafa sérstakan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð utan við heildargjaldeyrisjöfnuð til varnar áhrifum gengisbreytinga á eiginfjárhlutfall. Maí 2006 Hinn 4. maí gaf Seðlabanki Íslands út skýrsluna Fjármálastöðugleiki fyrir árið 2006. Hinn 4. maí tilkynntu fjármálaráðuneytið og Lánasýsla ríkisins nýtt markfl okkakerfi ríkisbréfa. Fjármálaráðherra fól Lánasýslu ríkisins að taka upp reglulega útgáfu tveggja ára ríkisbréfa og ríkisvíxla til þriggja mánaða til þess að styðja við hagstjórn og bæta vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði. Dagana 8. til 15. maí heimsótti sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum Ísland og kynnti sér stöðu efnahagsmála á fundum með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs. Álit sendinefndarinnar var birt á heimasíðum Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 15. maí. Hinn 12. maí tilkynnti Kaupþing banki hf. að gengið hefði verið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 1.250 milljóna Bandaríkjadala, eða um 88,5 ma.kr. Útgáfan telst til eiginfjárþáttar B (e. Tier 2). Hinn 18. maí var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að hækka stýrivexti bankans, þ.e. vexti í endurhverfum við- skiptum við lánastofnanir, um 0,75 prósentur í 12,25%. Aðrir vextir Seðlabankans voru einnig hækkaðir um 0,75 prósentur. Vextir á inn- stæðubréfum til 7 daga og vextir í endurhverfum viðskiptum hækkuðu 23. maí en aðrir vextir 21. maí. Hinn 24. maí tilkynnti Glitnir banki hf. um kaup á sænska verðbréfa- fyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB. Kaupverð var 3,7 ma. kr. Hinn 26. maí fór fram undirritun samnings hjá Lánasýslu ríkisins í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Nýjar reglur um fyrirgreiðslu til aðalmiðlara ríkisverðbréfa tóku gildi 30. maí 2006. Eingöngu aðalmiðlarar ríkisverðbréfa, Glitnir, KB Banki, Landsbanki Íslands, MP Fjárfestingabanki og Straumur-Burðarás Fjár- festingabanki, hafa aðgang að verðbréfalánum hjá Lánasýslu ríkisins. Samningurinn nær til allra ríkisverðbréfa í stað tveggja áður. Hinn 30. maí fór fram útboð hjá Lánasýslu ríkisins á nýjum fl okki ríkis- víxla til þriggja mánaða, RIKV 06 0901, með gjalddaga 1. september 2006. Júní 2006 Hinn 5. júní breytti alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's horf- um um lánshæfi smat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar vegna auk- innar hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfi sins. Matsfyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma- skuldbindingar í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbind- ingar í íslenskum krónum. Ennfremur var einkunnin A-1+ fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum staðfest.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.