Peningamál - 01.07.2006, Síða 33

Peningamál - 01.07.2006, Síða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 33 ... og fjölgun atvinnuleyfa töluverð ... Töluverðri umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur einnig verið mætt með innflutningi þess. Fjölgun útgefinna atvinnuleyfa á árinu bendir til þess að umframeftirspurn sé enn fyrir hendi og að henni verði ekki nema að litlu leyti mætt innanlands. Útgefnum atvinnuleyf- um fækkaði þó í maí, en það skýrist af því að ríkisborgarar frá nýju Evrópusambandsríkjunum sem koma til landsins til starfa þurfa ekki atvinnuleyfi frá 1. maí.4 Atvinnurekendur sem ráða ríkisborgara þess- ara ríkja til starfa verða hins vegar að tilkynna um ráðninguna til Vinnumálastofnunar og voru 323 starfsmenn skráðir í maí með þeim hætti.5 Sé þessum skráningum bætt við útgefin atvinnuleyfi var fjölg- un nýskráninga um 165% á þriggja mánaða tímabili til maíloka miðað við sama tíma árið á undan. Gera má ráð fyrir að eitthvað dragi úr útgáfu atvinnuleyfa til stóriðju á næstu mánuðum því að töluvert mun draga úr mannaflaþörf til stóriðju- og virkjanaframkvæmda eftir því sem líður á árið, en þau voru rúmlega þriðjungur af nýjum atvinnuleyf- um á fyrsta fjórðungi ársins. ... en fleiri fyrirtæki vilja halda starfsmannafjölda í horfinu Niðurstöður könnunar meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem gerð var í maí benda til að fyrirtæki telji erfiðara að fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum en þau gerðu í febrúar.6 Niðurstöður könnunar- innar sýna jafnframt að færri fyrirtæki hyggjast fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum en í febrúar og að fleiri vilja halda fjölda starfsmanna óbreyttum. Mest breyting hefur orðið á afstöðu fyrirtækja í verslun og fjármálastarfsemi. Dregur úr aðhaldi hás gengis í samkeppnisgeiranum Jafnframt hafa orðið töluverð umskipti á afstöðu fyrirtækja í sjávarút- vegi og sérhæfðri þjónustu. Mun fleiri fyrirtæki í þessum greinum vilja fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum en þegar spurt var í febrúar.7 Aukin bjartsýni í þessum fyrirtækjum stafar líklega að mestu af batn- andi afkomu í kjölfar veikara gengis krónunnar undanfarna mánuði. Dregur úr kaupmáttaraukningu þrátt fyrir mikið launaskrið Betri afkoma í samkeppnisgeiranum skýrir líklega einnig snemmkomið tilboð SA frá 2. júní sl. um töluverðar breytingar á launalið kjarasamn- inga. Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hefur launabólga það sem af er ári verið í takt við spá Seðlabankans, en vegna aukinnar verðbólgu hefur dregið verulega úr kaupmáttaraukningu. Árshækkun launavísitölu var 8,7% í maí en kaupmáttur jókst einungis um 1,1% þar sem vísitala neysluverðs hækkaði um 7,6% á sama tíma. 4. Þessi lönd eru: Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ung- verjaland. 5. Líklegt er að töluvert fleiri hafi komið til landsins og verið skráðir í júní þar sem nokkur töf er á úthlutun íslenskrar kennitölu sem er skilyrði skráningar. 6. Könnunin var gerð af Gallup í maí sl. fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneyti og Sam- tök atvinnulífsins. 7. Sérhæfð þjónustufyrirtæki eru fyrirtæki í fræðslustarfsemi, hugbúnaðargerð, opinberar stofn anir og þjónusta við atvinnurekstur. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-4 Launavísitala og kaupmáttur launa janúar 2000 - maí 2006 Breyting frá fyrra ári (%) Launavísitala Kaupmáttur launa -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 2006200520042003200220012000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.