Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
33
... og fjölgun atvinnuleyfa töluverð ...
Töluverðri umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur einnig verið mætt
með innflutningi þess. Fjölgun útgefinna atvinnuleyfa á árinu bendir
til þess að umframeftirspurn sé enn fyrir hendi og að henni verði
ekki nema að litlu leyti mætt innanlands. Útgefnum atvinnuleyf-
um fækkaði þó í maí, en það skýrist af því að ríkisborgarar frá nýju
Evrópusambandsríkjunum sem koma til landsins til starfa þurfa ekki
atvinnuleyfi frá 1. maí.4 Atvinnurekendur sem ráða ríkisborgara þess-
ara ríkja til starfa verða hins vegar að tilkynna um ráðninguna til
Vinnumálastofnunar og voru 323 starfsmenn skráðir í maí með þeim
hætti.5 Sé þessum skráningum bætt við útgefin atvinnuleyfi var fjölg-
un nýskráninga um 165% á þriggja mánaða tímabili til maíloka miðað
við sama tíma árið á undan. Gera má ráð fyrir að eitthvað dragi úr
útgáfu atvinnuleyfa til stóriðju á næstu mánuðum því að töluvert mun
draga úr mannaflaþörf til stóriðju- og virkjanaframkvæmda eftir því
sem líður á árið, en þau voru rúmlega þriðjungur af nýjum atvinnuleyf-
um á fyrsta fjórðungi ársins.
... en fleiri fyrirtæki vilja halda starfsmannafjölda í horfinu
Niðurstöður könnunar meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem gerð
var í maí benda til að fyrirtæki telji erfiðara að fjölga starfsmönnum
á næstu mánuðum en þau gerðu í febrúar.6 Niðurstöður könnunar-
innar sýna jafnframt að færri fyrirtæki hyggjast fjölga starfsmönnum á
næstu mánuðum en í febrúar og að fleiri vilja halda fjölda starfsmanna
óbreyttum. Mest breyting hefur orðið á afstöðu fyrirtækja í verslun og
fjármálastarfsemi.
Dregur úr aðhaldi hás gengis í samkeppnisgeiranum
Jafnframt hafa orðið töluverð umskipti á afstöðu fyrirtækja í sjávarút-
vegi og sérhæfðri þjónustu. Mun fleiri fyrirtæki í þessum greinum vilja
fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum en þegar spurt var í febrúar.7
Aukin bjartsýni í þessum fyrirtækjum stafar líklega að mestu af batn-
andi afkomu í kjölfar veikara gengis krónunnar undanfarna mánuði.
Dregur úr kaupmáttaraukningu þrátt fyrir mikið launaskrið
Betri afkoma í samkeppnisgeiranum skýrir líklega einnig snemmkomið
tilboð SA frá 2. júní sl. um töluverðar breytingar á launalið kjarasamn-
inga.
Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hefur launabólga það
sem af er ári verið í takt við spá Seðlabankans, en vegna aukinnar
verðbólgu hefur dregið verulega úr kaupmáttaraukningu. Árshækkun
launavísitölu var 8,7% í maí en kaupmáttur jókst einungis um 1,1%
þar sem vísitala neysluverðs hækkaði um 7,6% á sama tíma.
4. Þessi lönd eru: Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ung-
verjaland.
5. Líklegt er að töluvert fleiri hafi komið til landsins og verið skráðir í júní þar sem nokkur töf
er á úthlutun íslenskrar kennitölu sem er skilyrði skráningar.
6. Könnunin var gerð af Gallup í maí sl. fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneyti og Sam-
tök atvinnulífsins.
7. Sérhæfð þjónustufyrirtæki eru fyrirtæki í fræðslustarfsemi, hugbúnaðargerð, opinberar
stofn anir og þjónusta við atvinnurekstur.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VI-4
Launavísitala og kaupmáttur launa
janúar 2000 - maí 2006
Breyting frá fyrra ári (%)
Launavísitala
Kaupmáttur launa
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
2006200520042003200220012000