Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
28
V Opinber fjármál
Útlit fyrir veruleg umskipti í afkomu hins opinbera á næstu
tveimur árum
Það stefnir í veruleg umskipti í rekstri hins opinbera á næstu tveimur
árum eins og mátt hefur greina í Peningamálum frá því í fyrrahaust
þegar fyrst voru birtar áætlanir um árið 2007. Í síðustu Peningamálum
var gert ráð fyrir að halli á rekstri hins opinbera yrði 1½% af lands-
framleiðslu á næsta ári en nú er talið að hallinn verði um ½%. Horfur
fyrir árið 2008 eru hins vegar töluvert lakari. Áætlanir sem eru byggðar
á grunnspá Seðlabankans og langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins
frá síðasta hausti sýna tekjur hins opinbera dragast saman úr 47% af
landsframleiðslu árið 2005 í rúmlega 40% 2008. Gjöld standa hins
vegar hlutfallslega nánast í stað miðað við landsframleiðslu nálægt
44%. Afkoma hins opinbera versnar samkvæmt þessum áætlunum úr
3% afgangi í fyrra og í ár í u.þ.b. 3½% halla árið 2008. Þessi umskipti
má að nokkru leyti rekja til gengislækkunar krónunnar og hækkandi
verðlags á erlendum afurðamörkuðum. Hvort tveggja hækkar verðlag
landsframleiðslu umfram innlent verðlag, einkum árið 2006. Við það
lækka hlutföll opinberra tekna og gjalda sem hlutfall af landsfram-
leiðslu. Auk þess eru gjöld hins opinbera talin hækka um nær 10%
á föstu verðlagi meðan tekjur lækka um 5% á árunum 2005-2008.
Tekjur dragast þá saman um næstum 25 ma.kr. en gjöld hækka um 45
ma.kr. á verðlagi ársins í ár. Ef miðað er við fráviksspá Seðlabankans
með peningastefnureglu, versnar afkoma hins opinbera jafnvel enn
meira, eins og nánar er greint frá hér að neðan.
Peningamál voru komin á umbrotsstig þegar ríkisstjórnin gaf út
yfirlýsingu sína 27. júní um lækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs, frest-
un ríkisframkvæmda sem ekki eru hafnar og viðræður við sveitar félögin
um hliðstæða frestun. Áform um frestun framkvæmda eru enn óljós og
ekki tekið tillit til þeirra hér. Svo langt er liðið á árið að frestun á þessu ári
kemur mest fram árin 2007 og 2008. Áhrif á ríkisfjármál 2006 verða því
trúlega lítil. Meira gæti munað á næsta ári, en stærðir eru óþekktar fram
að fjárlagafrumvarpi 2007. Mestu gæti skipt ef það verður almannatrú
að ríkisvaldið sé mætt til leiks í baráttunni við verðbólguna.
Góð afkoma ríkissjóðs í ár sökum mikilla tekna
Horfur eru á að afkoma ríkissjóðs verði svipuð í ár og á metárinu
2005 og nemi 3,8% af landsframleiðslu ef litið er fram hjá eignasölu
og sveiflum í tekjuafskriftum og færslu lífeyrisskuldbindinga. Góðar
Tafl a V-1 Fjármál hins opinbera 2004-20081
% af landsframleiðslu 2004 2005 2006 2007 2008
Tekjur hins opinbera 45,6 47,3 44,5 41,6 40,3
Útgjöld hins opinbera 45,3 44,3 41,3 42,2 43,6
Afkoma hins opinbera 0,3 3,0 3,1 -0,6 -3,4
Hreinar skuldir hins opinbera2, 3 19,4 10,2 5,1 5,2 8,4
Heildarskuldir hins opinbera3 36,5 29,0 22,4 20,5 21,6
1. Samkvæmt uppsetningu þjóðhagsreikninga nema annað sé tekið fram. 2. Lausafjárstaða ríkisins meðtalin.
3. Án lífeyrisskuldbindinga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Fjármálaráðuneytið, Fjársýsla ríkisins, grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008.
Tekjur hins opinbera
Gjöld hins opinbera
Mynd V-1
Tekjur og gjöld hins opinbera 2000-2008
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands.
36
38
40
42
44
46
48
200820072006200520042003200220012000
Mat í mars 2006
Mat í júlí 2006
Mynd V-2
Breytingar á mati opinberrar afkomu
2000-2008
Hið opinbera alls
% af VLF
Heimild: Seðlabanki Íslands.
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
200820072006200520042003200220012000