Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 90

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 90
ÁLIT SENDINEFNDAR ALÞJÓÐAGJALDEYRISS JÓÐSINS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 90 eru tímanlegar, margþættar og samræmdar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. Ríkisfjármál 5. Lág og lækkandi skuldastaða hins opinbera ber vitni um ábyrga stjórn ríkisfjármála og er lykilþáttur í jákvæðum horfum íslensks þjóð arbúskapar til lengri tíma litið (e. medium-term). Breyting á fjárlögum er engu að síður nauðsynleg þar sem ójafnvægi í þjóðar- búskapnum er talsvert meira en vænst var við fjárlagagerð fyrir árið 2006. Vaxandi ójafnvægi hefur aukið hættuna á að hagkerfi ð verði fyrir snöggum og harkalegum samdrætti í kjölfar þess að skil- yrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum versna fyrir Ísland. 6. Samkvæmt núverandi áætlunum mun afgangur af fjárlögum vera minni í ár heldur en árið 2005. Þar sem spáð er mikilli umfram eftir- spurn á árinu 2006, er þörf á viðeigandi aðgerðum til að tryggja aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Þessu má ná fram með því að draga úr mikilli nafnaukningu á samneyslu þeirri sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, ásamt því að fresta frekari fjárfestingum hins opinbera. Stjórnvöld ættu jafnframt að tilkynna að aukið að hald verði í ríkisfjármálum árið 2007 ef ekki dragi úr innlendri eftirspurn eins og þörf er á. Mögulegar aðhaldsaðgerðir gætu tekið til fyrir- hugaðra skattalækkana, fjárfestinga hins opinbera og samneyslu. 7. Litið fram á veginn þá er tímabært að styrkja enn frekar umgjörð ríkisfjármála með það að markmiði að draga úr sveiflum í efna- hagslífinu á komandi árum. Tilkoma útgjaldamarkmiða til fleiri en eins árs í senn var fyrsta skrefið í átt að fjárlagaumgjörð sem byggir á fastmótuðum reglum. Næsta skref er að bæta og treysta fjárlagagerð og eftirfylgni útgjaldaáætlana til að tryggja að stefna í ríkisfjármálum veiti samræmt og verulegt mótvægi við breyti- leika í eftirspurn einkaaðila sem hefur valdið miklum hagsveiflum á Íslandi. Slík umgjörð ríkisfjármála yki áhrifamátt peningastefn- unnar og drægi þannig úr sveiflum sem hafa skapað óvissu og erfiðleika í tímans rás. Peningastefnan 8. Þörf verður á meiri hækkun stýrivaxta því peningastefnan á fullt í fangi með að halda aftur af verðbólguvæntingum og færa verð- bólguna að verðbólgumarkmiðinu. Reiknað er með að hækkun á verði innflutnings og innlendra vara og þjónustu muni valda mikilli verðbólgu, þótt dregið hafi úr hækkunum á húsnæðisverði, en það hefur þrýst verðbólgunni talsvert yfir verðbólgumark- miðið að undanförnu. Auk þess gæti launaþróun leitt til aukins verðbólguþrýstings. Launahækkanir hafa verið talsvert meiri en samræmist verðbólgumarkmiðinu miðað við framleiðniaukningu vinnuafls. Auk þess er hætta á enn meiri launahækkunum vegna hugsanlegrar endurskoðunar á kjarasamningum seinna á árinu. Allir aðilar vinnumarkaðarins þurfa að vera meðvitaðir um að pen- ingastefnan verður að bregðast við launahækkunum sem gætu tafið það að verðbólgumarkmiðið næðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.