Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
34
Þar sem verðbólga hefur verið töluvert umfram forsendur kjara-
samninga á almennum vinnumarkaði er ljóst að forsendur þeirra voru
brostnar og að líklega hefði komið til endurskoðunar launaliðar kjara-
samninga eða uppsagnar kjarasamninga að óbreyttu undir lok ársins.
Hækkanir í samkomulagi á vinnumarkaði langt umfram það sem
samrýmist stöðugu verðlagi ...
Samkvæmt samkomulagi ASÍ við SA og landssambönd þess frá 22. júní
mun bætast sérstakur 15 þ.kr. taxtaviðauki við alla mánaðarlaunataxta
gildandi kjarasamninga milli aðila frá og með 1. júlí. Hækkun þeirra sem
fá fulla taxtaviðbót, miðað við meðallaun á samningssviði aðila, er áætl-
uð um 8%. Væntingar samningsaðila eru um að þessi viðbót hafi aðeins
í för með sér aukinn launakostnað vegna starfsmanna á almennum
vinnumarkaði sem fá ekki greidd laun umfram taxta, því gert er ráð fyrir
að yfirborganir þeirra sem þær fá verði lækkaðar á móti taxtaviðauka.
Þeim starfsmönnum sem ekki fá þannig hækkun vegna taxtaviðbótar
og hafa ekki fengið a.m.k. 5,5% hækkun launa sl. ár verður þó tryggt
það sem á vantar með hækkun launa frá 1. júlí. Nánari grein er gerð
fyrir samkomulaginu í rammagrein VI-1.
... án þess að peningastefnan geti brugðist við í tíma
Við núverandi aðstæður á vinnumarkaði verður að telja frekar ólíklegt
að til takist eins og væntingar samningsaðila standa til, þ.e. að hægt
verði að einangra launahækkanirnar við taxtahópa á almennum
vinnumarkaði. Veruleg spenna hefur verið á vinnumarkaði undanfarið
og mikil samkeppni hefur ríkt um starfsfólk sem fyrirtækin telja mikil-
vægast að halda í. Við það hefur skapast launamunur á vinnustöðum
umfram það sem byggt er inn í kjarasamninga. Með þessari útfærslu
launabreytinga er leitast við að eyða þessum launamuni með því að
hækka einkum laun þeirra sem farið hafa á mis við þessar launahækk-
anir. Líklegt verður að telja að markaðsöflin endurskapi a.m.k. að ein-
hverju leyti aftur þennan launamun.
Í ljósi samkomulags ASÍ og SA og líklegs launaskriðs í kjölfarið
er nú gert ráð fyrir töluvert meiri aukningu launakostnaðar í ár en í
síðustu spá Seðlabankans. Ekki er gert ráð fyrir að framleiðni aukist
umfram það sem þá var spáð. Því er gert ráð fyrir að launakostnaður
á framleidda einingu aukist um 7½% á árinu 2006 í stað 6½% í mars-
spánni. Það mun fela í sér verulegan verðbólguþrýsting frá innlendum
vinnumarkaði sem peningastefnan getur ekki brugðist nægilega tím-
anlega við. Á næsta ári er gert ráð fyrir að launakostnaður á fram-
leidda einingu aukist um rúmlega 8% og um rúmlega 4% árið 2008.
Það er mun meiri hækkun launa en samrýmst getur 2,5% verðbólg-
umarkmiði bankans. Fráviksspá með föstum stýri vöxtum gefur svip-
aða niðurstöðu og grunnspáin. Í fráviksspá með peningastefnureglu
bankans er aðhald peningastefnunnar hins vegar meira sem hefur í för
með sér meira atvinnuleysi á næsta og þar næsta ári og þar með minni
aukningu launakostnaðar.
1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-5
Launakostnaður á framleidda einingu
1999-20081
Breyting frá fyrra ári (%)
Peningamál 2006/1
Peningamál 2006/2
0
2
4
6
8
10
‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99