Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
16
Eins og áður var greint frá hefur þetta misræmi verið rakið til
mikillar eftirspurnar eftir innlendum skammtímaverðbréfum í tengslum
við útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum og tak-
markaðs framboðs ríkisverðbréfa en þetta tvennt hefur leitt til skorts
á innlendum skammtímaverðbréfum og líklega skekkt verðlagningu
þeirra tímabundið. Framvirkir vextir hafa því ekki gefið áreiðanlega
vísbendingu um vænta stýrivexti. Þeir kunna hins vegar einnig að hafa
endurspeglað ofmat erlendra fjárfesta á styrkleika krónunnar áður en
óróleiki jókst á gjaldeyrismörkuðum.
Eins og sjá má á mynd III-7, hefur orðið nokkur breyting á þessu
að undanförnu. Væntir stýrivextir á næstu tveimur árum eru orðnir
nokkuð svipaðir, hvort sem horft er til framvirkra vaxta eða svara
greiningaraðila. Sérfræðingarnir spá yfirleitt 0,5 prósentna hækkun
vaxta í júlí (sjá nánar svör þeirra í rammagrein VIII-2). Framvirkir vextir
og svör greiningaraðila fela í sér áframhaldandi hækkun stýrivaxta
fram að hausti, þegar þeir ná hámarki í 13-13,5%. Þetta er nokkru
hærra vaxtastig en spár bentu til í síðustu Peningamálum, enda eru
stýrivextir nú þegar orðnir hærri en þá var spáð. Þess er síðan vænst að
þeir fari að lækka smám saman snemma á næsta ári og verði komnir í
um 9% eftir tvö ár. Staðalfrávik í svörum greiningaraðila hefur einnig
minnkað töluvert frá síðustu könnun, sem birtist í Peningamálum
2006/1. Þótt um fáar mælingar sé að ræða, gæti þetta bent til þess
að óvissa um stýrivaxtaþróunina hafi minnkað.
Dregið hefur úr misvægi á markaði og skilaboð Seðlabankans eru
skýrari en áður
Meira samræmi í stýrivaxtaspám greiningaraðila og væntra vaxta,
sem lesa má út úr framvirkum vöxtum, bendir til þess að dregið hafi
úr því misvægi sem að ofan er lýst. Minni útgáfa erlendra aðila á
skuldabréfum í íslenskum krónum, áform Lánasýslunnar um aukna
útgáfu ríkisverðbréfa, sem stuðla mun að dýpri markaði og skilvirk-
ari verðlagningu þessara bréfa, og myndun alþjóðlegs markaðar með
skiptasamninga fyrir innlend skuldabréf til allt að sjö ára hefur styrkt
verðmyndun á markaðnum.
Aukið samræmi milli vaxtaspáa greiningaraðila og væntinga
markaðsaðila kann einnig að skýrast af því að dregið hafi úr óvissu
um framvindu stýrivaxta. Skilaboð Seðlabankans um þróun stýrivaxta
á næstu tveimur árum voru skýrari í síðustu Peningamálum en þau
hafa áður verið. Þá birti bankinn í fyrsta sinn stýrivaxtaferil byggðan á
einfaldri peningastefnureglu sem miðaði að því að verðbólgumarkmið
bankans næðist um mitt ár 2008. Stýrivaxtaferillinn sýndi áframhald-
andi töluverða hækkun vaxta og var fylgt eftir með þeim orðum að
bankinn væri tilbúinn að hækka vexti eins mikið og þyrfti til að ná
verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma. Með þessu er líklegt að
skilaboð bankans um stýrivaxtaferilinn hafi orðið enn skýrari en áður,
en það ætti að greiða fyrir miðlun peningastefnunnar, þ.e.a.s. stuðla
að því að stýrivaxtabreytingar hafi meiri áhrif á allan ávöxtunarferilinn
út til langtímavaxta.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd III-7
Stýrivextir Seðlabanka Íslands samkvæmt
framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila
Maí 2006 - júní 2008
Spá greiningaraðila
Framvirkir vextir
%
8
9
10
11
12
13
14
200820072006