Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 16

Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 16 Eins og áður var greint frá hefur þetta misræmi verið rakið til mikillar eftirspurnar eftir innlendum skammtímaverðbréfum í tengslum við útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum og tak- markaðs framboðs ríkisverðbréfa en þetta tvennt hefur leitt til skorts á innlendum skammtímaverðbréfum og líklega skekkt verðlagningu þeirra tímabundið. Framvirkir vextir hafa því ekki gefið áreiðanlega vísbendingu um vænta stýrivexti. Þeir kunna hins vegar einnig að hafa endurspeglað ofmat erlendra fjárfesta á styrkleika krónunnar áður en óróleiki jókst á gjaldeyrismörkuðum. Eins og sjá má á mynd III-7, hefur orðið nokkur breyting á þessu að undanförnu. Væntir stýrivextir á næstu tveimur árum eru orðnir nokkuð svipaðir, hvort sem horft er til framvirkra vaxta eða svara greiningaraðila. Sérfræðingarnir spá yfirleitt 0,5 prósentna hækkun vaxta í júlí (sjá nánar svör þeirra í rammagrein VIII-2). Framvirkir vextir og svör greiningaraðila fela í sér áframhaldandi hækkun stýrivaxta fram að hausti, þegar þeir ná hámarki í 13-13,5%. Þetta er nokkru hærra vaxtastig en spár bentu til í síðustu Peningamálum, enda eru stýrivextir nú þegar orðnir hærri en þá var spáð. Þess er síðan vænst að þeir fari að lækka smám saman snemma á næsta ári og verði komnir í um 9% eftir tvö ár. Staðalfrávik í svörum greiningaraðila hefur einnig minnkað töluvert frá síðustu könnun, sem birtist í Peningamálum 2006/1. Þótt um fáar mælingar sé að ræða, gæti þetta bent til þess að óvissa um stýrivaxtaþróunina hafi minnkað. Dregið hefur úr misvægi á markaði og skilaboð Seðlabankans eru skýrari en áður Meira samræmi í stýrivaxtaspám greiningaraðila og væntra vaxta, sem lesa má út úr framvirkum vöxtum, bendir til þess að dregið hafi úr því misvægi sem að ofan er lýst. Minni útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum, áform Lánasýslunnar um aukna útgáfu ríkisverðbréfa, sem stuðla mun að dýpri markaði og skilvirk- ari verðlagningu þessara bréfa, og myndun alþjóðlegs markaðar með skiptasamninga fyrir innlend skuldabréf til allt að sjö ára hefur styrkt verðmyndun á markaðnum. Aukið samræmi milli vaxtaspáa greiningaraðila og væntinga markaðsaðila kann einnig að skýrast af því að dregið hafi úr óvissu um framvindu stýrivaxta. Skilaboð Seðlabankans um þróun stýrivaxta á næstu tveimur árum voru skýrari í síðustu Peningamálum en þau hafa áður verið. Þá birti bankinn í fyrsta sinn stýrivaxtaferil byggðan á einfaldri peningastefnureglu sem miðaði að því að verðbólgumarkmið bankans næðist um mitt ár 2008. Stýrivaxtaferillinn sýndi áframhald- andi töluverða hækkun vaxta og var fylgt eftir með þeim orðum að bankinn væri tilbúinn að hækka vexti eins mikið og þyrfti til að ná verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma. Með þessu er líklegt að skilaboð bankans um stýrivaxtaferilinn hafi orðið enn skýrari en áður, en það ætti að greiða fyrir miðlun peningastefnunnar, þ.e.a.s. stuðla að því að stýrivaxtabreytingar hafi meiri áhrif á allan ávöxtunarferilinn út til langtímavaxta. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-7 Stýrivextir Seðlabanka Íslands samkvæmt framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila Maí 2006 - júní 2008 Spá greiningaraðila Framvirkir vextir % 8 9 10 11 12 13 14 200820072006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.