Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 76

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 76
UM ÚTRE IKNING Á GJALDMIÐLAVOGUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 76 er hins vegar ástæða til að miða við sem víðtækasta körfu gjaldmiðla, þannig að breytingar á vísitölunni endurspegli sem best breytingar á samkeppnisstöðu. Þegar verðbólgumarkmið er kjölfesta peningastefn- unnar og gengi gjaldmiðils fl ýtur, er einnig mikilvægt að breytingar á gengisvísitölunni gefi sem gleggsta mynd af verðlagsáhrifum geng- isbreytinga, en stöðugt innra virði gjaldmiðla skiptir síður máli. Íslenskar og erlendar gengisvísitölur Hér á eftir er lýst í stuttu máli þeirri aðferðafræði sem notuð er við útreikning á íslensku gjaldmiðlavoginni. Til samanburðar er gerð grein fyrir þeirri aðferðafræði sem beitt er við útreikning gjaldmiðlavoga í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðagreiðslubankanum. Íslenska gengisvísitalan Í vísitölu gengisskráningar sem reiknuð hefur verið undanfarin ár eru níu gjaldmiðlar og er vísitalan byggð á tveimur mismunandi vogum: vöruviðskiptavog og þjónustuvog. Vísitalan er reiknuð sem marg- feldismeðaltal (e. geometric average) vísitalna fyrir gengi þessara níu gjaldmiðla og er keðjutengd (e. chain-linked).2 Vægi hvers gjaldmið- ils er reiknað út frá hlutfalli viðkomandi lands eða gjaldmiðlasvæðis í vöru- og þjónustuviðskiptum Íslands almanaksárið áður en voginni er breytt. Hlutfall vöruviðskipta- og þjónustuvogar í viðskiptavoginni ræðst af hlutdeild hvors liðar fyrir sig í heildarviðskiptum. Viðskiptavog íslensku krónunnar er því reiknuð á eftirfarandi hátt: Wij = aM Wij(M) + aS Wij(S), þar sem Wij(M) og Wij(S) standa fyrir vöru- og þjónustuviðskipti hvers lands, aM og aS fyrir hlutfall vöru- og þjónustuviðskipta í heildarvog- inni. Að því er vöruviðskipti áhrærir er stuðst við landaskiptingu sem Hagstofa Íslands birtir. Landaskipting þjónustuviðskipta er aftur á móti metin af Seðlabankanum með aðferðum sem nánar verður lýst síðar. Ekki er um formlega reglu að ræða hvaða gjaldmiðla skuli taka með í körfuna þótt í meginatriðum sé um mikilvægustu viðskiptalöndin að ræða. Fjöldi þeirra hefur verið óbreyttur frá árinu 1995, að undanskil- inni fækkun gjaldmiðla sökum upptöku evrunnar. Samanlagt eiga umtalsverð viðskipti sér stað við lönd sem ekki hefur verið tekið tillit til með beinum hætti. Álitamál er með hvaða hætti á að taka tillit til þessara viðskipta í körfunni. Tvær aðferðir koma til greina. Í fyrsta lagi mætti gefa þeim vægið 0 og láta vægi hvers gjaldmiðils í körfunni eingöngu ráðast af hlutfalli viðkomandi lands í heildarviðskiptum við lönd í körfunni. Í öðru lagi er hægt að skipta vægi þeirra gjaldmiðla sem eru utan körfunnar á milli helstu gjaldmiðla í körfunni eftir ákveðinni reglu. Í íslensku vísitölunni hefur síðar nefndi kosturinn verið valinn þrátt fyrir að aðferðin hafi verið fremur breytileg. Vöruviðskiptum við lönd sem ekki eru í voginni hefur verið skipt niður 2. Nánari umfjöllun um tæknilega útfærslu á útreikningi og eiginleikum vísitalna byggðum á margfeldismeðaltölum og keðjutengingu má sjá í t.d. Ellis (2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.