Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 70
RÆÐA FORMANNS BANKASTJÓRNAR
Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2006
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
70
Undur að frávikin eru ekki meiriverðbólgu
Þegar til alls þessa er horft er líklega meira undur en hitt að frávik-
in frá spám um verðbólgu og viðskiptahalla séu ekki meiri en að
framan er vikið. Enn sem komið er veldur húsnæðisverð mestu um
of háar verðbólgutölur. Ef sá eini liður er skorinn frá er verðbólga
hér á landi í góðu horfi, einnig í alþjóðlegum samanburði t.a.m. við
önnur Evrópulönd. Flestir hafa talið að hækkun húsnæðisverðs myndi
stöðvast fyrr en raun er á. Í Peningamálum, sem út komu í gær, er
gerð grein fyrir því að fjármálaleg skilyrði hafi þrengst nokkuð vegna
hækkunar skammtímavaxta, hækkunar lægstu mögulegra vaxta á
nýjum fasteignaveðlánum, lækkunar gengis og aukinnar verðbólgu.
En af ýmsum kunnum ástæðum gætir þessara peningalegu atriða lítið
enn sem komið er og dregur bitið úr viðleitni til að hægja á efnahags-
lífinu. Hækkun vaxta á fasteignaveðlánum í kjölfar vaxtahækkunar
Seðlabankans í gær er þó mikilvægt framlag nú.
Vaxtastýring Seðlabankans hefur skipt sköpum
Einkaneysla jókst um tæp 12% í fyrra. Slíkur vöxtur er fáséður og
getur ekki varað nema skamman tíma. Ráðstöfunartekjur hafa hækk-
að vegna launahækkana, aukinnar atvinnu og lækkunar skatta. Auður
heimilanna hefur einnig vaxið með verðhækkun fasteigna og verð-
bréfa. En flest bendir til að vöxtur eignaverðs eigi mestan þátt í vexti
einkaneyslu. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 45%
s.l. hálft annað ár og hlutabréfaverð hækkaði um tæp 96% á sama
tíma. Seðlabankinn telur að á næstunni hægi mjög á fasteignamark-
aðnum og vöxtur einkaneyslu muni á næsta ári færast í eðlilegt horf.
Þá mætti spyrja hvort verðbólguáhyggjur bankans muni ekki hverfa
eins og dögg fyrir sólu, þar sem fasteignaverðsbreytingar hafa einar
að undanförnu haldið uppi verðbólgutölum. Því miður er málið ekki
svo einfalt. Ekki er efi á að vaxtastýring Seðlabankans hefur skipt
sköpum um að aðrir þættir verðbólgunnar höfðu jákvætt mótvægi
gegn húsnæðishækkunum á undanförnum misserum. Þær breytingar,
sem hafa orðið á gengi hinnar íslensku krónu síðustu vikurnar, auka á
erfiðleika við að festa verðbreytingar á ný í hófstilltan farveg.
Nú er auðvitað hægur kostur að benda á fjölmörg ummæli og
yfirlýsingar Seðlabankans um það, að hin sterka staða íslensku krón-
unnar fengi ekki staðist til lengdar og fyrir því voru færð fjölmörg rök.
En vonir bankans stóðu til þess, að sú gengisaðlögun, sem hlyti að
verða, kæmi til nokkru síðar en raun varð á og yrði jafnframt hæg-
ari en varð. Eftirsóknarvert var að gengisaðlögunin kæmi til eftir að
húsnæðisverðbólga hefði hjaðnað og dregið hefði verulega úr þeirri
spennu sem verið hefur og nýbirtar tölur sýna raunar að var meiri en
áður hafði verið talið.
Seðlabankinn getur ekki hleypt verðbólgunni í gegn
Verkefni Seðlabankans við þessar aðstæður eru skýr og hann á ekkert
val. Sá kostur, sem stundum er nefndur, að bankinn hleypi tiltekinni
verðbólgu í gegn án viðbragða, eins og það er kallað, er ekki fær,
hvorki að efni til, né samkvæmt þeim lögum sem stýra málefnum
bankans. Þess vegna ákvað bankastjórnin í gær að hækka stýrivexti