Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
43
Áhrifa gengislækkunarinnar hefur að undanförnu einkum gætt í
verðhækkun nýrra bíla, bensíns og innfluttrar mat- og drykkjarvöru.
Tólf mánaða verðhækkun á bensíni og olíu náði hámarki í maí þegar
hún nam 21%, en eftir lækkun bensínverðs á milli maí og júní var
árshækkunin um 18%. Hækkun heimsmarkaðsverðs hráolíu í erlendri
mynt, sem nam um 50% undanfarna tólf mánuði, á einnig verulegan
hlut að máli. Verðlag nýrra bíla hefur aðlagast lækkun krónunnar hratt
og hækkaði um rúm 10% á tímabilinu apríl til júní, en var þá 8,5%
hærra en fyrir ári.
Þessi tiltölulega skörpu viðbrögð eru athyglisverð í ljósi þess að
gengislækkun krónunnar árið 2001 og gengishækkunin undanfarin
tvö ár komu ekki fyllilega fram í innflutningsverði. Eftirspurn er enn
mikil, gengi krónu hefur lækkað mikið á skömmum tíma og horfur
eru á áframhaldandi þrýstingi á gengið. Við slíkar aðstæður kann
verðlag innflutnings að fylgja gengisbreytingum hraðar eftir. Líklega
mun áhrifa gengislækkunarinnar gæta áfram í verðlagsbreytingum á
komandi mánuðum.
... en mikil hækkun vöruverðs skýrist einnig af grunnáhrifum
verðstríðs á matvörumarkaði fyrir ári
Verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru hækkaði um tæp 7% á síð-
ustu þremur mánuðum en 15% á síðustu tólf mánuðum. Árshækkun
dagvöruverðs nam um 12%. Þar vega þyngst grunnáhrif lækkunar
matvöruverðs á vormánuðum ársins 2005 þegar mikil samkeppni um
markaðshlutdeild ríkti tímabundið á dagvörumarkaði og áhrif gengis-
lækkunarinnar.
Hækkun á verðlagi hjá innlendum framleiðendum og lítið fram-
boð af kjöti stuðluðu einnig að hækkun á verðlagi matvöru undanfarna
mánuði. Verðlag á kjöti hækkaði um rúm 5% á síðustu þremur mán-
uðum og hafði 0,15% áhrif til hækkunar vísitölunnar á því tímabili.
Verðlag mjólkurvöru lækkaði um 5,5% í maí en lækkunin gekk til baka
í júní er verð mjólkurvöru hækkaði um 7% milli mánaða.
Þjónustuverðlag hefur ekki hækkað til jafns við launakostnað
Verðlag þjónustu einkaaðila hafði hækkað um 3,6% á fyrsta fjórðungi
ársins frá fyrra ári. Athyglisvert er að hækkunin skuli ekki hafa verið
meiri í ljósi þess að launavísitala fyrir laun á almennum vinnumarkaði
hafði hækkað um 8% á sama tímabili. Verðlag þjónustu einkaað-
ila hefur oft verið næmara fyrir hækkun launakostnaðar en nú er
raunin. Líklega er það vísbending um að verðlag þjónustu einkaaðila
gæti hækkað töluvert á næstunni, fremur en að framleiðni hafi aukist
mikið.
Dregið hefur úr árshækkun verðlags á opinberri þjónustu og
nam hún einungis 0,8% í júníbyrjun eftir að hafa lækkað úr tæpum
7% í desember sl. Í ársbyrjun 2006 hækkaði verðlag opinberrar þjón-
ustu mun minna en á fyrri árum, en gjaldskrá nokkurra tegunda af
opinberri þjónustu, t.d. leikskólagjöld, voru lækkuð. Algengt er að
dragi úr opinberum verðhækkunum í aðdraganda sveitarstjórnar- og
alþingiskosninga eða í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til að draga
úr verðbólgu.
Mynd VIII-7
Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs
júní 2004 - júní 2006
Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði
%
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
200620052004
Húsnæði
Opinber þjónusta
Önnur þjónusta
Innlendar vörur
Innfluttar vörur
Vísitala neysluverðs
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VIII-8
Launavísitala fyrir almennan vinnumarkað
og almenn þjónusta
2.ársfj. 1998 - 1.ársfj. 2006
%-breyting frá sama fjórðungi fyrra árs
Heimild: Hagstofa Íslands.
Launavísitala
Almenn þjónusta
0
2
4
6
8
10
12
‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
%
Mynd VIII-9
Verðbólguvæntingar
Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 27. júní 2006
Verðbólguvæntingar almennings og stærstu fyrirtækja eru til næstu
tólf mánaða, verðbólguspár sérfræðinga á markaði miða við tólf
mánaða verðbólgu eitt ár fram í tímann.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára
Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja
Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði
Verðbólguvæntingar almennings
.
1
2
3
4
5
6
7
2006200520042003
Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára