Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 89
Inngangur
1. Efnahagshorfur á Íslandi eru áfram öfundsverðar. Stofnanir eru
öflugar og stefnumótunarumgjörð sterk. Markaðir eru opnir og
sveigjanlegir, auk þess hefur verið faglega staðið að stjórnun á
náttúruauðlindum landsins sem hefur aukið fjölbreytileika hag-
kerfisins og lagt sitt af mörkum til að tryggja sjálfbærni þess. Þetta
umhverfi er einnig mótað af menningu sem einkennist af frum-
kvöðlakrafti sem leitt hefur til betri efnahagsárangurs en búast
mætti við af svo smáu hagkerfi.
2. Hins vegar er vaxandi ójafnvægi í hagkerfinu áhyggjuefni um
þessar mundir og við því þurfa stjórnvöld að bregðast tíman lega.
Umframeftirspurn, mikil og vaxandi verðbólga, mikill viðskipta-
halli og mjög skuldsett heimili og fyrirtæki – einkum bankar – valda
ókyrrð á fjármálamörkuðum sem ógnar stöðugleika til skamms
tíma. Ef litið er um öxl, hefði mátt bregðast við þessum kringum-
stæðum með betur samhæfðum aðgerðum, með að halds samari
ríkisfjármálum og umbreytingu á Íbúðalánasjóði.
Horfur
3. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði um það bil 4% árið 2006
en síðan hægi talsvert á vextinum árið 2007 og hagvöxtur
verði þá nær 1%. Spáð er að fjárfestingar í áliðnaði og kröftug
einkaneysla haldi uppi hagvexti í ár. Árið 2007 ætti minnkandi
vöxtur einkaneyslu og snögg umskipti í fjárfestingum einkaaðila,
sem marka lok stóriðjuframkvæmdanna, að leiða til nauðsynlegs
samdráttar í innlendri eftirspurn. Búist er við að viðskiptahallinn
dragist aðeins lítils háttar saman í ár, þar sem innlend eftirspurn
er áfram mikil. Hins vegar er áætlað að mikil aukning útflutn-
ings umfram innflutning og verulega minni eftirspurn innanlands
muni minnka viðskiptahallann um u.þ.þ. helming árið 2007.
Væntanlega verður verðbólguþrýstingur talsverður út árið vegna
áhrifa ört hækkandi launa, mikilla umsvifa á húsnæðismarkaði
og lækkunar á gengi krónunnar. Að því gefnu að kjarasamningar
breytist ekki umtalsvert í nóvember á þessu ári, má gera ráð fyrir
að verðbólga fari lækkandi út árið 2007 og nálgist verðbólgu-
markmið Seðlabankans á ný.
4. Þessar horfur eru þó háðar því að gripið verði til aðgerða
fljótt til að minnka innlendan eftirspurnarþrýsting, ná tökum á
verðbólguvæntingum og eyða óvissu sem gæti grafið undan
fjár málastöðugleika. Vegna vaxandi áhættu af snarpri aðlögun,
Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda og
atvinnulífs dagana 8. maí – 15. maí. Á lokafundi nefndarinnar lagði formaður hennar fram álit og niður stöður af
viðræðum hennar og athugunum hér á landi. Hliðstæðar viðræður fara fram árlega við nánast öll aðildarríki sjóðs-
ins, 184 að tölu. Niðurstöður sendinefndarinnar birtast hér.