Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 56
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 56 eyða óvissunni sem stafaði af endurskoðunarákvæðinu. Þegar mikil spenna ríkir á vinnumarkaði er líklegra en ella að hækkun lægstu launa dreifist upp allan launastigann. Því hafa verðbólguhorfur versn- að töluvert í kjölfar þessa samkomulags. Meiri hækkun launa nú ýtir undir eftirspurn á tímum þegar framleiðsluspenna er nálægt hámarki. Versnandi verðbólguhorfur geta þar að auki haft neikvæð áhrif á gengi krónunnar, sem þegar á undir högg að sækja. Óhjákvæmilegt er að peningastefnan bregðist kröftuglega við þessum aðstæðum. Óumflýjanleg afleiðing þessarar þróunar virðist vera auknar líkur á harkalegri aðlögun í þjóðarbúskapnum síðar. Mikill viðskiptahalli kallar á samdrátt eftirspurnar Nú virðist ljóst að ytra ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sé meira en áður var talið. Viðskiptahallinn á fyrsta fjórðungi ársins nam 26% af landsframleiðslu. Svo mikill halli hefur aldrei mælst fyrr. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hallinn er um eða yfir 20%. Þótt töluverðan hluta hallans megi rekja til innflutnings fjárfestingarvöru er það umhugsunarvert að jafnvel án nokkurs innflutnings fjárfest- ingarvöru stæði samt eftir halli er næmi 16% af landsframleiðslu. Svo mikinn halla er erfitt að fjármagna til lengdar á tímum hækkandi vaxta. Þótt nettóútflutningur áls aukist í ár og á næsta ári verður stór hluti aðlögunarinnar að gerast með samdrætti innflutnings neysluvöru og þjónustu. Í meginatriðum gæti þessi aðlögun orðið með tvennum hætti. Í fyrsta lagi gæti hún orðið með lækkun gengis krónunnar sem leiðir til aukinnar verðbólgu og kaupmáttarrýrnunar og dregur úr einkaneyslu og beinir henni í auknum mæli inn í þjóðarbúið. Í öðru lagi getur aðlögunin orðið með þeim hætti að aðhald peningastefn- unnar og í rekstri hins opinbera dragi svo úr eftirspurn, meðal annars vegna minni atvinnu, að innflutningur dragist saman. Blanda af hvoru tveggja er líkleg. Í grunnspá Seðlabankans á aðlögun sér stað með því að einkaneysla og fjárfesting dragast saman árin 2007 og 2008. Ef gengisþróunin verður óhagstæðari en sú spá gerir ráð fyrir, sem ekki er útilokað, gæti samdráttur einkaneyslu orðið enn snarpari. Seðlabanki sem hefur verðbólgumarkmið að leiðarljósi getur ekki verið afskiptalaus um hvor leiðin verði meginfarvegur aðlögunar. Verðbólguleiðin er ósamrýmanleg markmiði bankans þótt til skamms tíma litið kunni hún að vera óumflýjanleg. Peningastefnan þarf að vera nægilega aðhaldssöm á næstunni til þess að stuðla að hraðari hjöðnun eftirspurnar án þess að gengi krónunnar lækki um of og kyndi enn frekar undir verðbólgu. Athyglisvert er að bera saman hag- vaxtarferla grunnspárinnar og spár með aðhaldssamari peningastefnu. Aðhaldssamari peningastefna virðist síst leiða til meiri samdráttar ef horft er fram yfir spátímabilið. Aðhaldssamari peningastefna flýtir fyrir aðlöguninni sem fyrir vikið verður minni. Verðbólga verður því lægri og kaupmáttarrýrnun því minni. Þetta eru mikilvæg skilaboð. Íbúðaverðbólgan hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir Sú meginbreyting hefur nú orðið á samsetningu verðbólgunnar að hækkun vöruverðs undanfarna tólf mánuði hefur verið svipuð og hækkun vísitölunnar í heild. Húsnæðisþátturinn skýrir þó enn tæplega helming hækkunar vísitölunnar samanborið við ¾ fyrir ári. Þessi 1. Grunnspá Seðlabankans fyrir árin 2006-2008. 2. Tala fyrir árið 2006 sýnir 12 mánaða breytingu launavísitölu í maí. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IX-7 Launakostnaður á framleidda einingu og launavísitala 2001 - 2008 0 2 4 6 8 10 12 20082007200620052004200320022001 Launakostnaður á framleidda einingu1 Launavísitala2 Mynd IX-8 Mismunandi hagvaxtarferlar Spátímabil: 2.ársfj. 2006 - 2.ársfj. 2008 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnureglu -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 2008200720062005 Heimildir: Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting (%) Mynd IX-9 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu janúar 1995 - maí 2006 Nafnverð Raunverð -10 0 10 20 30 40 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.