Peningamál - 01.07.2006, Side 29

Peningamál - 01.07.2006, Side 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 29 Tafl a V-2 Fjármál ríkissjóðs 2004-20081 % af landsframleiðslu 2004 2005 2006 2007 2008 Tekjur ríkissjóðs 34,4 36,4 34,0 31,2 30,1 Útgjöld ríkissjóðs 33,0 32,6 30,2 31,1 32,1 Afkoma ríkissjóðs 1,3 3,8 3,8 0,1 -2,0 Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs2 2,6 11,4 3,8 -0,1 -2,2 Hreinar skuldir ríkissjóðs3, 4 14,6 4,9 0,0 0,1 2,3 Heildarskuldir ríkissjóðs4 28,1 20,3 14,2 12,4 12,4 1. Samkvæmt uppsetningu þjóðhagsreikninga nema annað sé tekið fram. 2. Áætlun á ríkisreikningsgrunni. 3. Lausafjárstaða meðtalin. 4. Án lífeyrisskuldbindinga Heimildir: Hagstofa Íslands, fjármálaráðuneytið, Fjársýsla ríkisins, grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008. horfur á þessu ári stafa annars vegar af því að aukning útgjalda er lítil sem engin umfram verðlag vegna minnkandi fjárfestingar og fjár- magnskostnaðar og hins vegar af því að tekjur eru taldar hækka um 1,6% umfram verðlag útgjalda. Vöxtur tekna skýrist þó einkum af tímabundnum aðstæðum í kjölfar núverandi uppsveiflu, t.d. miklum tekjum ríkissjóðs af tekjusköttum fyrirtækja, fjármagnstekjuskatti og stimpilgjaldi. Þessir þættir vega upp talsverðan samdrátt tekna af virðisaukaskatti og innflutningsgjöldum, sem stafar m.a. af veikingu krónunnar og minnkandi spennu í þjóðarbúskapnum. Afkoma ríkissjóðs í járnum á næsta ári Á árinu 2007 er, eins og í marshefti Peningamála, reiknað með tekju- skattslækkun og að sérstakar aðstæður gangi til baka sem aukið hafa tekjur af sköttum á fyrirtæki og fjármagnstekjur og af stimpilgjöldum. Við það lækka tekjur ríkissjóðs um ríflega 25 ma.kr. Útgjöld ríkissjóðs aukast hins vegar um 25 ma.kr. samkvæmt langtímaáætlunum og miðað við forsendur grunnspár. Afkoman verður í járnum, sem er tals- vert betra útlit en reiknað var með í síðustu Peningamálum. Þar var hallinn talinn stefna í 1% af landsframleiðslu. Miðað við grunnspá Seðlabankans aukast tekjur ríkisins af óbein- um sköttum nokkuð á næsta ári. Það má rekja til þess að raungengi krónunnar hækkar nokkuð. Áætlað er að lokaskrefið í skattalækkunar- ferli ríkisstjórnarinnar kosti ríkissjóð u.þ.b. 14 ma.kr., eða nokkru meira en skattalækkunin í ár. Tilhliðranir sem voru gerðar í skattamálum til að afstýra uppsögn kjarasamninga í júní sl., breyta litlu um kostnað árið 2007 en bíta fremur á árinu 2008. Miðað við grunnspána má ætla að kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra verði um eða yfir 2 ma.kr. eftir því hvernig endurskoðun vaxtabóta verður útfærð. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti fyrirtækja minnki um helming á næsta ári og verði einungis 15 ma.kr. samanborið við ríflega 32 ma.kr. innheimtu í ár. Stórar fjármálastofnanir greiða nú bróðurpartinn af þessum skatti. Hér er gert ráð fyrir að þær hagnist mun minna í ár en í fyrra. Það kann að vera álitamál. Óbreytt afkoma þeirra myndi bæta afkomu ríkissjóðs, sem yrði þá jákvæð um 2% af landsframleiðslu á næsta ári. Útgjaldahækkun ríkissjóðs á næsta ári stafar jöfnum höndum af meiri samneyslu (m.a. vegna varnarmála), meiri tilfærslum (m.a. vegna aukinna barna- og vaxtabóta) og meiri fjárfestingu í samræmi við langtímaáætlun ríkissjóðs. Fjárfestingin kann að vera ofmetin í ljósi síðustu yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar. Tekjur Gjöld Mynd V-3 Tekjur og gjöld ríkissjóðs 2000-2008 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands. 29 30 31 32 33 34 35 36 37 200820072006200520042003200220012000 Tekjur Gjöld Mynd V-4 Tekjur og gjöld sveitarfélaga 2000-2008 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands. 11,0 11,5 12,0 12,5 13,0 13,5 14,0 200820072006200520042003200220012000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.