Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 71
RÆÐA FORMANNS BANKASTJÓRNAR Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2006 P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 71 bankans um 0,75 prósentur. Þessi hækkun er meiri en falist hefur í ákvörðunum bankans upp á síðkastið og endurspeglar í senn þær gengisbreytingar, sem orðið hafa og þær spár um efnahagsþróunina, sem bankinn hefur nú kynnt. Á þessari stundu er ekkert fullyrt um framhald vaxtaákvarðana eða hvort næstu skref verða stór eða smá. Það ræðst af margvíslegri rás efnahagslegra atburða. En verkefnin sem bankanum eru falin liggja fyrir og viljinn til að framfylgja þeim er til staðar. Aðhald í peningamálum kann að leiða til tímabundins samdráttar í þjóðarbúskapnum um leið og viðunandi jafnvægi er endurreist. Næsta víst er að ónógt aðhald myndi leiða til harkalegrar aðlögunar þjóðarbúsins. Stundum háttar þannig til í efnahagslífinu að verkefni Seðla- bankans er við þær aðstæður að ýta undir vöxt og örva framtak og framtaksvilja. Þá sjá menn starfsemi bankans í því jákvæða ljósi. Svo skipast veður í lofti og bankinn verður að breyta um kúrs. Þá verð- ur að hamla á móti ofvexti og þenslu og ýta undir sparnað, varúð og varfærni. Bankinn beitir þá meðulum sínum og þau eru ekki án óþægilegra aukaáhrifa fremur en mörg önnur meðöl. Áferð bankans og ímynd er önnur í því ljósi. Það má ekki breyta því að hann beiti því afli sem hann hefur, þegar aðstæður krefjast þess. Það afl er verulega takmarkað og áhrifin af beitingu þess oft lengi að koma fram. Bankarnir þurfa að spila með Ég gat þess áðan að ég vildi rifja upp tvö atriði úr ræðu fyrrverandi formanns bankastjórnar og hafa sem eins konar yfirskrift yfir umfjöll- un mína á ársfundinum um tvö þýðingarmestu verkefni bankans um þessar mundir og reyndar endranær. Það fyrra, laut að verðbólgu- markmiðinu og kennitölum sem því tengjast, en hið síðara að stöðu og framgöngu fjármálafyrirtækja. Nú er það svo að þetta tvennt verður ekki auðveldlega sundur skilið, þar sem ákvarðanir fjármála- fyrirtækja hafa mikil áhrif á fyrra verkefnið og ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap getur haft truflandi áhrif á mat alþjóðlegra stofnana á stöðu fjármálakerfisins. En nóg um það. Það vakti athygli að hinn gætni fyrirrennari minn í starfi hér í bankanum sagði í síðustu ræðu sinni á þessum vettvangi að mik- ill vöxtur útlána bankanna sýndi að þeir hefðu farið offari. Það var orðið sem hann notaði. Í því sambandi var hann að ræða um áhrif á vöxt, hita og loks verðþenslu í efnahagslífinu. En orðrétt sagði hann einnig: “Útlánaþenslan undanfarin tvö ár er áhyggjuefni, bæði fyrir fjármálalegan stöðugleika og verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útlán lánakerfisins í heild jukust um 16% að raungildi á síðasta ári.” Því miður virtust þessi varnaðarorð hafa minni en engin áhrif, því til við- bótar 16% raunútlánaaukningu hér innanlands á árinu 2004 bættist við 25% raunútlánaaukning á árinu 2005. Þessu verður að breyta. Bankastjórn Seðlabankans hefur átt góða fundi með for- ráðamönnum bankakerfisins og m.a. rætt um þetta atriði. Á þessum fundum hafa verið gefnar yfirlýsingar um að aukin varfærni verði sýnd á komandi tíð. Bankastjórnin telur sig ekki hafa neinar ástæður til að efast um að full heilindi búi að baki þeim fyrirheitum. Enn sem komið er heldur þó útlánaaukningin áfram á fyrstu mánuðum þessa árs og það á meiri hraða en árið 2004. Þær skýringar eru gefnar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.