Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 20
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
20
ári. Til þess að sú spá gangi eftir þarf vöxtur hennar að fara niður í
3,3% á þremur síðustu ársfjórðungunum.
Vísbendingar vísa til ýmissa átta
Ávallt eru nokkrar sveiflur í þeim vísbendingum sem birtar eru mán-
aðarlega og varasamt að draga miklar ályktanir af gildum fyrir einstaka
mánuði. Sérstaklega á þetta við um fyrstu mánuði ársins, þar sem mis-
jafnt er hvort páskar falla á fyrsta eða annan fjórðung ársins. Í ár voru
páskar í apríl en í mars í fyrra. Því verður að túlka gögn um ársvöxt
í mars og apríl, og þar með einnig á fyrsta og öðrum fjórðungi árs-
ins, af sérstakri varúð. Þó virðist ljóst að dregið hafi úr eftirspurn eftir
varanlegum neysluvörum, eins og fram kemur í miklum samdrætti í
bifreiðaskráningu í apríl og maí í ár miðað við sama mánuð í fyrra (sjá
töflu IV-1). Innflutningur neysluvöru í janúar til apríl jókst hins vegar
um 15% frá fyrra ári, þar af jókst innflutningur bifreiða til einkanota
um 34%. Ef tölur fyrir apríl eru skoðaðar, sést að innflutningur neyslu-
vöru jókst um 2,5% á föstu gengi miðað við sama mánuð í fyrra, þar af
minnkaði innflutningur bifreiða um 13%. Greiðslukortavelta í apríl og
maí var lítt breytt frá fyrra ári. Töluverður vöxtur var þó enn í notkun
greiðslukorta í verslunum, sem e.t.v. er besta vísbendingin um þróun
einkaneyslu. Mikill vöxtur greiðslukortaveltu erlendis hefur einnig
haldið áfram. Ársvöxturinn í apríl og maí nam 21%. Dagvöruvelta í
apríl og maí var 7% hærri að raungildi en í sömu mánuðum í fyrra.
Ofangreindar upplýsingar gætu bent til þess að vöxtur einka-
neyslu á öðrum fjórðungi ársins hafi verið nokkru minni en á þeim
fyrsta. Horft lengra fram á árið gæti væntingavísitala Gallup gefið
nokkra vísbendingu. Hún sýnir að mat heimilanna á núverandi stöðu
og framtíðarhorfum náði hámarki í febrúar sl. Á síðustu þremur mán-
Tafla IV-1 Vísbendingar um einkaneyslu 2005-2006
Nýjasta tímabil
Breyting miðað við
Ársfjórðungslegar tölur sama mánuð uppsafnað frá
2005:2 2005:3 2005:4 2006:1 Mánuður í fyrra ársbyrjun
Dagvöruvelta (raunbreyting) 10,5 9,2 9,5 7,4 maí 7,3 7,3
Greiðslukortavelta (raunbreyting)1 14,4 10,7 4,8 9,3 maí -0,7 5,2
þar af innanlands 12,8 8,3 1,5 7,6 maí -2,4 3,4
þar af erlendis 35,7 42,9 49,1 35,6 maí 20,7 28,7
Debetkortavelta í verslun innanlands 26,7 23,5 13,4 14,3 maí 10,4 10,2
Bifreiðaskráning (fjölgun skráninga) 64,4 57,8 43,3 37,2 maí -22,0 7,4
Almennur innflutningur (magnbreyting)2 17,5 19,5 24,0 30,0 maí 24,3 .
Innflutningur neysluvöru (magnbreyting)2 26,9 26,0 27,1 23,3 maí 12,6 .
Bifreiðar til einkanota2 66,0 61,3 54,9 51,9 maí 15,1 .
Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki2 38,5 38,7 35,7 12,6 maí 12,2 .
Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður2 17,4 17,5 20,6 12,4 maí 12,0 .
Mat- og drykkjarvörur2 9,0 8,5 12,4 6,1 maí 9,9 .
Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og
flugvéla (magnbreyting)2 26,6 28,4 42,7 48,8 maí 48,8 .
Væntingavísitala Gallup 9,4 6,2 7,1 3,7 júní -18,2 -7,1
Mat á núverandi ástandi 34,6 31,5 28,8 14,6 júní -10,2 1,8
Væntingar til sex mánaða -5,9 -10,5 -8,1 -4,1 júní -25,0 -14,0
1. Greiðslukortavelta heimila og fyrirtækja, meginhluta hennar má rekja til heimila. 2. Ársfjórðungstölur miðast við tölur sem eru uppsafnaðar frá ársbyrjun til loka hvers
ársfjórðungs.
Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, IMG Gallup, Íbúðalánasjóður, Samtök verslunar og þjónustu, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári í %
nema annað sé tekið fram
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
25
30
‘06:1‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Innflutningur neysluvöru
Einkaneysla
Heimild: Hagstofa Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-4
Vöxtur einkaneyslu og innflutnings neysluvöru
1998-2005 og 1. ársfj. 2006