Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
53
horfum eitt til tvö ár fram í tímann. Þegar eins mikið ójafnvægi er í
þjóðarbúskapnum og um þessar mundir - verðbólga langt yfi r verð-
bólgumarkmiði Seðlabankans og verð bólguhorfur slæmar - verður
verðbólguferill sem byggist á forsendum um óbreytta vexti og gengi
afar óraunsær. Því meira sem ójafnvægið er því minna er upplýs-
ingagildi grunnspárinnar. Þótt hún gefi vísbendingu um hvort breyta
þurfi stýrivöxtum segir hún lítið um það hve mikið kunni að vera
nauðsynlegt að breyta þeim, í hve langan tíma eða hver séu líkleg
áhrif þess á þróun efnahagslífsins, eins og áður hefur verið fjallað um
í Peningamálum.
Framsetning þjóðhags- og verðbólguspár með breyttum hætti
Til að draga úr þessum vanda hefur verið birt fráviksspá í Peninga-
málum samhliða grunnspánni sem byggist á breytilegum vöxtum og
gengi. Það getur skipt töluverðu máli þegar líklegt þykir að gengi
krónunnar sé langt frá langtímajafnvægi og óbreyttir stýrivextir duga
ekki til að tryggja að verðbólga leiti í verðbólgumarkmiðið fyrir lok
spátímabilsins. Slík framsetning þjóðhags- og verðbólguspár hefur
þann kost að forsendur hennar um viðbrögð peningastefnunnar við
slæmum verðbólguhorfum eru raunsærri en í grunnspánni.
Í þessu hefti Peningamála er spá sem er byggð á svipuðum for-
sendum og fráviksspáin sem fyrr segir áður orðin að grunnspá, en í
því felst að fjallað er nokkru ítarlegar um einstaka þætti hennar. Í því
felst hins vegar ekki að niðurstöður hennar séu endilega taldar líkleg-
asta framvinda efnahagsmála, nema að gefnum þeim forsendum
sem byggt er á. Þessi grunnspá byggist á væntingum markaðs- og
greiningaraðila um stýrivaxtaþróun næstu ára. Gengis ferillinn fæst
úr þjóðhagslíkaninu miðað við þann vaxtaferil og ræðst af samspili
óvarins vaxta- og kaupmáttarjafnvægis. Með breyttri framsetningu
grunnspárinnar fæst umtalsvert raunsærri mynd af viðbrögðum
peningastefnu Seðlabankans við þeim aðstæðum sem ríkja í þjóð-
arbúskapnum á spátímanum. Með því að gefa kaupmáttarjafnvægi
ákveðið vægi er tekið tillit til áhrifa þess á verðbólguhorfur að gengi
krónunnar sé óvenjuhátt eða -lágt.
Tvenns konar fráviksspár til hliðsjónar
Til hliðsjónar eru birtar tvær fráviksspár. Sú fyrri er með óbreyttum
vöxtum út spátímabilið og óbreyttu gengi og er sambærileg við
grunnspá Seðlabankans áður. Í seinni fráviksspánni er stýr vöxtum
Seðlabankans spáð með þjóðhagslíkani bankans út frá einfaldri
peningastefnureglu. Peningastefnan í líkaninu ræðst af framleiðslu-
spennu og fráviki verðbólgu frá verðbólgumarkmiði. Gengi krón-
unnar er spáð með sama hætti og í grunnspánni, þ.e.a.s. með
þjóðhags líkaninu. Eins og fyrr segir er hugsanlegt að í framtíðinni
muni Seðlabankinn gefa þessari fráviksspá aukið vægi.
Heimildir
Bernanke, B. S., og M. Woodford (1997), ,,Infl ation forecasting and monetary
policy”, Journal of Money, Credit, and Banking, 29, 653-684.
Goodhart, C. A. E., (2001), ,,Monetary transmission lags and the formulation
of the policy decision on interest rates”, Federal Reserve Bank of St. Louis
Review, 83, 165-181.
Mishkin, F. S., (2004), ,,Can central bank transparency go too far?”, í bókinni
The Future of Infl ation Targeting, ritstj. C. Kent og S. Guttman. Seðlabanki
Ástralíu.
Svensson, L. E. O., (2005), ,,Optimal infl ation targeting; Further developments
of infl ation targeting”, grein kynnt á ráðstefnu Seðlabanka Chíle, Monetary
Policy under Infl ation Targeting, Santíagó, 20.-21. október 2005.
Woodford, M., (2004), ,,Infl ation targeting and optimal monetary policy”,
Federal Reserve Bank of St. Louis Review, 86, 15-41.