Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 53

Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 53 horfum eitt til tvö ár fram í tímann. Þegar eins mikið ójafnvægi er í þjóðarbúskapnum og um þessar mundir - verðbólga langt yfi r verð- bólgumarkmiði Seðlabankans og verð bólguhorfur slæmar - verður verðbólguferill sem byggist á forsendum um óbreytta vexti og gengi afar óraunsær. Því meira sem ójafnvægið er því minna er upplýs- ingagildi grunnspárinnar. Þótt hún gefi vísbendingu um hvort breyta þurfi stýrivöxtum segir hún lítið um það hve mikið kunni að vera nauðsynlegt að breyta þeim, í hve langan tíma eða hver séu líkleg áhrif þess á þróun efnahagslífsins, eins og áður hefur verið fjallað um í Peningamálum. Framsetning þjóðhags- og verðbólguspár með breyttum hætti Til að draga úr þessum vanda hefur verið birt fráviksspá í Peninga- málum samhliða grunnspánni sem byggist á breytilegum vöxtum og gengi. Það getur skipt töluverðu máli þegar líklegt þykir að gengi krónunnar sé langt frá langtímajafnvægi og óbreyttir stýrivextir duga ekki til að tryggja að verðbólga leiti í verðbólgumarkmiðið fyrir lok spátímabilsins. Slík framsetning þjóðhags- og verðbólguspár hefur þann kost að forsendur hennar um viðbrögð peningastefnunnar við slæmum verðbólguhorfum eru raunsærri en í grunnspánni. Í þessu hefti Peningamála er spá sem er byggð á svipuðum for- sendum og fráviksspáin sem fyrr segir áður orðin að grunnspá, en í því felst að fjallað er nokkru ítarlegar um einstaka þætti hennar. Í því felst hins vegar ekki að niðurstöður hennar séu endilega taldar líkleg- asta framvinda efnahagsmála, nema að gefnum þeim forsendum sem byggt er á. Þessi grunnspá byggist á væntingum markaðs- og greiningaraðila um stýrivaxtaþróun næstu ára. Gengis ferillinn fæst úr þjóðhagslíkaninu miðað við þann vaxtaferil og ræðst af samspili óvarins vaxta- og kaupmáttarjafnvægis. Með breyttri framsetningu grunnspárinnar fæst umtalsvert raunsærri mynd af viðbrögðum peningastefnu Seðlabankans við þeim aðstæðum sem ríkja í þjóð- arbúskapnum á spátímanum. Með því að gefa kaupmáttarjafnvægi ákveðið vægi er tekið tillit til áhrifa þess á verðbólguhorfur að gengi krónunnar sé óvenjuhátt eða -lágt. Tvenns konar fráviksspár til hliðsjónar Til hliðsjónar eru birtar tvær fráviksspár. Sú fyrri er með óbreyttum vöxtum út spátímabilið og óbreyttu gengi og er sambærileg við grunnspá Seðlabankans áður. Í seinni fráviksspánni er stýr vöxtum Seðlabankans spáð með þjóðhagslíkani bankans út frá einfaldri peningastefnureglu. Peningastefnan í líkaninu ræðst af framleiðslu- spennu og fráviki verðbólgu frá verðbólgumarkmiði. Gengi krón- unnar er spáð með sama hætti og í grunnspánni, þ.e.a.s. með þjóðhags líkaninu. Eins og fyrr segir er hugsanlegt að í framtíðinni muni Seðlabankinn gefa þessari fráviksspá aukið vægi. Heimildir Bernanke, B. S., og M. Woodford (1997), ,,Infl ation forecasting and monetary policy”, Journal of Money, Credit, and Banking, 29, 653-684. Goodhart, C. A. E., (2001), ,,Monetary transmission lags and the formulation of the policy decision on interest rates”, Federal Reserve Bank of St. Louis Review, 83, 165-181. Mishkin, F. S., (2004), ,,Can central bank transparency go too far?”, í bókinni The Future of Infl ation Targeting, ritstj. C. Kent og S. Guttman. Seðlabanki Ástralíu. Svensson, L. E. O., (2005), ,,Optimal infl ation targeting; Further developments of infl ation targeting”, grein kynnt á ráðstefnu Seðlabanka Chíle, Monetary Policy under Infl ation Targeting, Santíagó, 20.-21. október 2005. Woodford, M., (2004), ,,Infl ation targeting and optimal monetary policy”, Federal Reserve Bank of St. Louis Review, 86, 15-41.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.