Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 26 Spáð er lítið eitt meiri fjármunamyndun í ár en minni á næsta ári Samkvæmt grunnspánni eykst fjármunamyndun um tæplega 5% á árinu 2006 sem er heldur meira en í mars. Vöxturinn er svipaður í fráviksdæmunum á árinu 2006. Í öllum dæmunum verður mikill sam- dráttur í fjármunamyndun á árunum 2007 og 2008 og sýnu mestur ef peningastefnureglan ákvarðar stýrivextina. Í því dæmi dregst fjármuna- myndunin saman um 26% á árinu 2007 og um 16% á árinu 2008. Innflutningur Eftir mjög mikinn vöxt innflutnings á síðasta ári og nokkurn vöxt næstu tvö ár þar áður hefur Seðlabankinn búist við að heldur mundi draga úr vaxtarhraða innflutnings. Enn er búist við að dragi úr inn- flutningi á næstu misserum. Á fyrsta fjórðungi þessa árs jókst inn- flutningur í heild um 19½% frá fyrra ári á föstu verðlagi. Þar af jókst vöruinnflutningur um 24½%, sem er svipaður vöxtur og árið 2005. Innflutningur þjónustu jókst heldur minna, eða um 9½% á föstu verðlagi, sem er mun minni vöxtur en á árinu 2005, sem var tæplega 35%. Ferðaútgjöld Íslendinga erlendis á fyrsta fjórðungi ársins voru þó 27% meiri en fyrir ári. Vöruinnflutningur eykst enn hröðum skrefum Gögn um vöruinnflutning í apríl og maí benda ekki til að dregið hafi umtalsvert úr vexti vöruinnflutnings á öðrum fjórðungi ársins. Því þarf mikil umskipti á síðari helmingi þess svo að spá Seðlabankans í mars um 4½% vöxt í ár gangi eftir. Innflutningur á fjárfestingar- og rekstrar- vörum jókst mest fyrstu mánuði ársins, sem rekja má til framkvæmda við ál- og orkuver. Þær eru að öllum líkindum að ná hámarki. Vegna hás gengis krónunnar undanfarin misseri hafa varanlegar neysluvörur verið tiltölulega ódýrar. Lágt verðlag hefur ýtt undir innflutning þeirra. Líklegt er að gengislækkunin hafi orðið til þess að auka innflutning bíla og annarrar dýrrar varanlegrar neysluvöru fyrst í stað, en líklegt er að dragi úr þessum innflutningi á næstunni þegar lækkun krónunnar hefur komið fram í verðlagi. Erfitt er að mæla umfang þessara áhrifa bæði vegna þess að gengis lækkunin hefur áhrif á verðlag varanna og að miklar sveiflur eru í innflutningi þeirra eins og mynd IV-16 sýnir (sjá nánari umfjöllun í kafla VII). Horfur á hægari vexti innflutnings Samkvæmt grunnspánni eykst innflutningur um 3½% á þessu ári, sem er heldur minni vöxtur en í mars. Árið 2007 er hins vegar búist við mun minni innflutningi en spáð var í mars. Spáð er 6% samdrætti í stað 1% vaxtar samkvæmt grunndæminu og 11% samdrætti ef stýrivextir eru ákveðnir af peningastefnureglu. Hafa verður í huga að í mars var gert ráð fyrir töluvert sterkara gengi en nú. Á árinu 2008 er nú spáð 2-6% samdrætti innflutnings, mest í því dæmi þar sem pen- ingastefnuregla ákvarðar stýrivextina. 1. Fyrir árið 2006 eru sýndar áætlanir Hagstofu fyrir 1. ársfjórðung 2006 og ársspá Seðlabankans í mars. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-15 Vöxtur innflutnings 2001-20071 Vöxtur alls innflutnings Grunnspá Seðlabanka Íslands í mars 2006 um vöxt innflutnings -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 2007200620052004200320022001 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd IV-16 Innflutningur ökutækja og varanlegra neysluvara 1.ársfj. 1998 - 1.ársfj. 2006 Ökutæki Varanlegar neysluvörur -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 200620052004200320022001200019991998 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-14 Fjárfesting 2005 og spár Seðlabanka Íslands fyrir 2006-2008 Grunnspá Spá miðað við óbreytta vexti Spá miðað við að peningastefnuregla ákvarði vexti -30 -20 -10 0 10 20 30 40 2008200720062005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.