Peningamál - 01.07.2006, Qupperneq 73
RÆÐA FORMANNS BANKASTJÓRNAR
Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2006
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
73
horfa í eigin barm og þeirra stofnana sem eiga að setja ramma og
skilyrði, fylgjast með að reglum sé sinnt og skapa trausta umgjörð um
fjármálamyndina. Tryggja þarf að þær stofnanir, sem í hlut eiga, geti
keppt um hæfan mannskap sem fengist getur fljótt við vandmeðfarin
viðfangsefni og notið trausts og virðingar markaðarins. Ríkisvaldið,
Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hafa þegar gert með sér formlegt sam-
komulag um, hvernig eigi að fylgjast sameiginlega með vísbendingum
um veikleika í fjármálastofnunum og hvernig við eigi að bregðast. Sá
samstarfssamningur hefur verið lengi í burðarliðnum, er áþekkur því
sem gerist með öðrum þróuðum þjóðum og hefur í sjálfu sér ekkert
með núverandi óróa að gera.
Núverandi fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs fær ekki staðist
Eftir að umbreytingarnar urðu á húsnæðismarkaði, hafa mál þróast
svo að núverandi fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs fær ekki staðist. Mjög
hefur dregist að úr þessu yrði bætt. Það hefur leitt til þess að vaxta-
myndun á þessum markaði hefur verið óraunhæf, sem aftur hefur
haft neikvæð áhrif á viðleitni Seðlabankans til að kæla efnahagskerfið.
Nýleg yfirlýsing forsætisráðherra varðandi Íbúðalánasjóð er þýðing-
armikil og hefur fengið jákvæð viðbrögð. En þessari yfirlýsingu þarf
að fylgja eftir í verki, svo fljótt sem verða má.
Eftirlitsstofnanir verða að vera trúverðugar
Fyrir fáeinum árum var ákveðið að skilja að Seðlabanka og
Fjármálaeftirlit og var þar horft til þróunar erlendis, ekki síst í
Bretlandi, sem hafði mikil áhrif í öðrum löndum. Vel má vera að þetta
hafi ekki alls staðar tekist eins vel og til stóð. Í Bretlandi eru flestir
bankar gistibankar og hlutfall heimabanka lítið. Þessu er öfugt farið
hér á landi. Þrátt fyrir mikla og vaxandi starfsemi utan landsteina
teljast allar íslenskar fjármálastofnanir til íslenskra fyrirtækja. Umræður
erlendis eru nú í gagnstæða átt við þá sem við tókum mið af þegar
Fjármálaeftirlit var flutt frá Seðlabanka. Ísland er lítið land með hratt
stækkandi fjármála- og bankaviðskipti. Áhyggjuefni er að eftirlits- og
aðhaldsstofnanir hafa ekki styrkst að sama skapi þótt þær hafi sinnt
hlutverki sínu vel. Íslensku bankarnir hafa góðan skilning á því, að það
hefur grundvallarþýðingu fyrir álit matsfyrirtækja og erlendra grein-
ingardeilda, að stofnanir á borð við Seðlabanka og Fjármálaeftirlit
séu taldar öflugar og trúverðugar. Þetta er nefnt hér af hálfu banka-
stjórnar til umhugsunar um hugsanlegar endurbætur á umhverfi fjár-
málastofnana á Íslandi. En fleira þarf að koma til.
Efla þarf grunn íslenska skuldabréfamarkaðarins
Eftir samráð ríkisstjórnar og Seðlabanka hefur verið ákveðið að auka
gjaldeyrisforða bankans á næstu misserum og bæta enn eiginfjárstöðu
hans, væntanlega með erlendu lánsfé en ekki með gjaldeyriskaupum
á markaði. Þá er auðvitað verið að horfa til lengri framtíðar og þeirra
breytinga sem eru að verða í alþjóðlegu efnahagslegu umhverfi frekar
en til tímabundins óróa nú. Jafnframt hefur Seðlabankinn komið þeim
tilmælum til fjármálaráðuneytis og ríkisstjórnar að gert verði átak til
að efla grunn íslenska skuldabréfamarkaðarins. Ríkissjóður er óvenju
vel aflögufær um þessar mundir og skuldir hans lækka ár frá ári. Þótt