Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
6
Í umfjöllun um efnahagsframvinduna í megintextanum er tekið mið af
spáferlunum þremur en gengið er út frá grunnspánni þegar fjallað er
um helstu óvissuþætti verðbólguspárinnar.
Í þessu hefti Peningamála er birt verðbólguspá til annars árs-
fjórðungs 2008 og þjóðhagsspá fyrir árið 2008 er nú birt í fyrsta sinn.
Ítarlegra yfirlit um þróun helstu hagstærða í grunnspánni er að finna í
töflu 1 í töfluviðauka.
Horfur á ívið meiri hagvexti í ár og áfram útlit fyrir að dragi úr
hagvexti á næstu árum ...
Samkvæmt grunnspá Seðlabankans eru horfur á að innlend eftir-
spurn og hagvöxtur verði heldur meiri í ár en spáð var í síðustu
Peningamálum, þrátt fyrir að dragi úr vexti útflutnings frá því sem þá
var talið. Hins vegar eru horfur á að heldur meira dragi úr innlendri
eftirspurn á næsta ári. Munar þar mestu um töluvert minni íbúðafjár-
festingu en áður var spáð. Minni vöxt innlendrar eftirspurnar má að
mestu rekja til þess að stýrivextir eru að meðaltali um prósentu hærri á
næsta ári en miðað var við í grunnspánni í mars. Á móti kemur töluvert
meiri samdráttur innflutnings sem, ásamt kröftugum útflutningsvexti,
veldur því að hagvöxtur á næsta ári verður heldur meiri en spáð var
síðast, eða rétt undir 2%. Á árinu 2008 eru hins vegar horfur á að
innlend eftirspurn dragist töluvert saman og að lítils háttar samdráttur
verði í landsframleiðslu, þrátt fyrir stóraukinn álútflutning.
Samdráttur er raunar óhjákvæmilegur ef jafnvægi á að nást í
þjóðarbúskapnum sæmilega fljótt. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir heldur
minni framleiðsluspennu nú en áður, sem rekja má til endurskoðunar
sögulegra gagna um fjármagnsstofninn, eru áfram horfur á að tölu-
verð spenna verði á þessu og næsta ári. Hún mun hins vegar hverfa
þegar líður á árið 2008 og þá mun myndast smávegis slaki.
... en verðbólguhorfur hafa versnað verulega
Þrátt fyrir að spennan í hagkerfinu sé líklega minni en áður var talið og
að hún muni smám saman hverfa á næstu árum, hafa verðbólguhorfur
versnað verulega frá útgáfu síðustu Peningamála. Að hluta skýrist það
af töluverðri gengislækkun krónunnar, en í grunnspánni er gert ráð
fyrir tæplega 9% lægra gengi krónunnar á þessu ári og rúmlega 11%
lægra gengi á næsta ári en gert var í mars spánni en gengislækkunin
var að mestu leyti komin fram þegar spáin var gerð. Það felur í sér að
gengisvísitala erlendra gjaldmiðla er rúmlega 131 stig í lok spátímabils-
ins, þannig að gengi krónunnar er tæplega 2½% veikara en það er við
upphaf spátímans.
Horfur eru einnig á að launakostnaður aukist mun hraðar á næstu
misserum en reiknað var með í fyrri spám Seðlabankans. Má m.a. rekja
það til nýlegs samkomulags aðila vinnumarkaðar. Í grunnspánni er
reiknað með að launakostnaður á framleidda einingu hækki um 7-8%
á þessu og næsta ári og um rúmlega 4% árið 2008. Svo mikil hækkun
launakostnaðar á framleidda einingu felur óhjákvæmilega í sér mikinn
verðbólguþrýsting sem gæti stuðlað að því að hærri verðbólguvænt-
ingar festi rætur og kyndi enn frekar undir verðbólgu.
Það sem af er ári hefur Seðlabankinn vanspáð verðbólgu umtals-
vert. Áhrifa lægra gengis krónunnar en miðað var við í mars hefur