Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 6 Í umfjöllun um efnahagsframvinduna í megintextanum er tekið mið af spáferlunum þremur en gengið er út frá grunnspánni þegar fjallað er um helstu óvissuþætti verðbólguspárinnar. Í þessu hefti Peningamála er birt verðbólguspá til annars árs- fjórðungs 2008 og þjóðhagsspá fyrir árið 2008 er nú birt í fyrsta sinn. Ítarlegra yfirlit um þróun helstu hagstærða í grunnspánni er að finna í töflu 1 í töfluviðauka. Horfur á ívið meiri hagvexti í ár og áfram útlit fyrir að dragi úr hagvexti á næstu árum ... Samkvæmt grunnspá Seðlabankans eru horfur á að innlend eftir- spurn og hagvöxtur verði heldur meiri í ár en spáð var í síðustu Peningamálum, þrátt fyrir að dragi úr vexti útflutnings frá því sem þá var talið. Hins vegar eru horfur á að heldur meira dragi úr innlendri eftirspurn á næsta ári. Munar þar mestu um töluvert minni íbúðafjár- festingu en áður var spáð. Minni vöxt innlendrar eftirspurnar má að mestu rekja til þess að stýrivextir eru að meðaltali um prósentu hærri á næsta ári en miðað var við í grunnspánni í mars. Á móti kemur töluvert meiri samdráttur innflutnings sem, ásamt kröftugum útflutningsvexti, veldur því að hagvöxtur á næsta ári verður heldur meiri en spáð var síðast, eða rétt undir 2%. Á árinu 2008 eru hins vegar horfur á að innlend eftirspurn dragist töluvert saman og að lítils háttar samdráttur verði í landsframleiðslu, þrátt fyrir stóraukinn álútflutning. Samdráttur er raunar óhjákvæmilegur ef jafnvægi á að nást í þjóðarbúskapnum sæmilega fljótt. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir heldur minni framleiðsluspennu nú en áður, sem rekja má til endurskoðunar sögulegra gagna um fjármagnsstofninn, eru áfram horfur á að tölu- verð spenna verði á þessu og næsta ári. Hún mun hins vegar hverfa þegar líður á árið 2008 og þá mun myndast smávegis slaki. ... en verðbólguhorfur hafa versnað verulega Þrátt fyrir að spennan í hagkerfinu sé líklega minni en áður var talið og að hún muni smám saman hverfa á næstu árum, hafa verðbólguhorfur versnað verulega frá útgáfu síðustu Peningamála. Að hluta skýrist það af töluverðri gengislækkun krónunnar, en í grunnspánni er gert ráð fyrir tæplega 9% lægra gengi krónunnar á þessu ári og rúmlega 11% lægra gengi á næsta ári en gert var í mars spánni en gengislækkunin var að mestu leyti komin fram þegar spáin var gerð. Það felur í sér að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla er rúmlega 131 stig í lok spátímabils- ins, þannig að gengi krónunnar er tæplega 2½% veikara en það er við upphaf spátímans. Horfur eru einnig á að launakostnaður aukist mun hraðar á næstu misserum en reiknað var með í fyrri spám Seðlabankans. Má m.a. rekja það til nýlegs samkomulags aðila vinnumarkaðar. Í grunnspánni er reiknað með að launakostnaður á framleidda einingu hækki um 7-8% á þessu og næsta ári og um rúmlega 4% árið 2008. Svo mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu felur óhjákvæmilega í sér mikinn verðbólguþrýsting sem gæti stuðlað að því að hærri verðbólguvænt- ingar festi rætur og kyndi enn frekar undir verðbólgu. Það sem af er ári hefur Seðlabankinn vanspáð verðbólgu umtals- vert. Áhrifa lægra gengis krónunnar en miðað var við í mars hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.