Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 57
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
57
umskipti voru nokkuð fyrirsjáanleg. Hjöðnun húsnæðisverðbólgunnar
hefur þó verið ívið hægari en reiknað hafði verið með. Burtséð frá
grunnáhrifum vegna breyttra aðferða við mat á verðlagi eigin húsnæð-
is hefur íbúðaverð haldið áfram að hækka þótt verulega hafi dregið úr
hraða hækkunarinnar frá fyrra ári. Á móti minni hækkun íbúðaverðs
hefur vegið umtalsverð hækkun viðhaldskostnaðar vegna lægra gengis
krónunnar og hærri vextir hafa einnig lítils háttar áhrif til hækkunar.
Líklegt er að húsnæðisverðbólgan hjaðni enn frekar á næstu
mánuðum og ekki er loku fyrir það skotið að verðið taki að lækka,
einkum vegna þess að framboð húsnæðis mun aukast mikið á næstu
misserum, vextir hafa hækkað og hámarksveðhlutföll bankanna og
Íbúðalánasjóðs lækkað. Slík þróun gæti orðið afdrifarík og orðið til
þess að draga hraðar úr eftirspurn en ella. Því er ástæða til að fylgjast
náið með þróun á íbúðamarkaði á næstu mánuðum.
Mjög háa vexti þarf til að ná verðbólgumarkmiðinu
Hér að framan var greint frá stýrivaxtaferli sem reiknaður er með þjóð-
hagslíkani Seðlabankans og peningastefnureglu sem er þannig stillt að
verðbólgumarkmið Seðlabankans náist innan u.þ.b. tveggja ára. Þessa
útreikninga ber ekki að taka of bókstaflega – til þess er óvissan allt of
mikil – en þeir gefa þó til kynna að líklega þurfi vextir Seðlabankans
að fara mjög hátt til þess að ná tökum á verðbólgunni innan ásætt-
anlegs tíma.
Hvort stýrivextirnir þurfa að fara í þær hæðir sem peningastefnu-
reglan gefur til kynna ræðst meðal annars af áhrifum stýrivaxtabreyt-
inga á aðra vexti. Veruleg og breytileg tregða í miðlun peningastefn-
unnar um vaxtarófið, veldur því að erfitt er að sjá fyrir hversu hátt
stýrivextir Seðlabankans þurfa að fara áður en þeir hafa áhrif á allt
vaxtaferlið. Undanfarin ár hafa erlend vaxtaþróun og innreið bank-
anna inn á húsnæðisveð lánamarkaðinn tafið miðlunina. Breytingar á
erlendum fjármálalegum skilyrðum og vænt umskipti á fasteignamark-
aði gætu hins vegar orðið til þess að áhrif hærri stýrivaxta kæmu fram
tiltölulega hratt. Nú þegar hafa erlendir vextir og vaxtaálag hækkað
verulega og bankarnir hafa hert reglur sínar um veðmörk. Haldi þessi
þróun áfram – jafnvel hraðar en til þessa – gæti þörf fyrir hækkun
stýrivaxta orðið minni.
Á móti kemur að hækki erlendir vextir er líklegt að aukins þrýst-
ings gæti á gengi krónunnar. Dýrara verður að fjármagna viðskiptahall-
ann, sem að öðru óbreyttu verður enn meiri, og vaxtamunur minnkar
að innlendum vöxtum óbreyttum. Í ljósi hins mikla viðskiptahalla gæti
því reynst nauðsynlegt að halda vöxtum háum lengur en þróun inn-
lendrar eftirspurnar kann að gefa tilefni til á næstu misserum.
Hver áhrif hárrar verðbólgu og slæmra horfa í verðlagsmálum
verða á verðbólguvæntingar mun einnig skipta sköpum um hversu
harkaleg viðbrögð peningastefnunnar þurfa að verða. Eftir því sem
verðbólguvæntingar ágerast og verða fastari í sessi þarf kröftugri
vaxtahækkun til að kveða hana niður, með tilheyrandi fórnarkostn-
aði í formi tapaðrar framleiðslu og atvinnu. Veiti verðbólgumarkmið
Seðlabankans verðbólguvæntingum það sterka kjölfestu að þær lækki
tiltölulega hratt, verður þörfin minni, en orð og aðgerðir bankans sjálfs
hafa auðvitað mikil áhrif þar á.
Mynd IX-10
Mismunandi stýrivaxtaferlar
%
1. Stýrivaxtaferill sem miðar að því að ná verðbólgumarkmiðinu á
næstu 2-3 árum.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Stýrivaxtaferill grunnspár
Stýrivaxtaspá út frá óbreyttum vöxtum
Stýrivaxtaspá út frá einfaldri peningastefnureglu1
4
6
8
10
12
14
16
18
20
200820072006200520042003
Mynd IX-11
Vísitala gengisskráningar
Daglegar tölur 5.janúar 1999 - 23. júní 2006
Heimild: Seðlabanki Íslands.
31.desember 1991=100
95
105
115
125
135
145
155
20062005200420032002200120001999
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM