Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 19 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Eftirspurn hefur það sem af er ári haldið áfram að vaxa mjög hratt og nokkru hraðar en Seðlabankinn áætlaði og vonaðist eftir. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands jukust þjóðarútgjöld á fyrsta fjórðungi árs- ins um 13,7% frá sama tíma í fyrra. Uppreiknað til ársbreytingar eru árstíðarleiðrétt þjóðarútgjöld talin hafa vaxið um 16,1% frá ársfjórð- unginum á undan. Þetta er meiri vöxtur en að meðaltali í fyrra, en þá var vöxtur þjóðarútgjalda 14,9%. Í mars sl. spáði Seðlabankinn því að þjóðarútgjöld á árinu 2006 yrðu 4,7% hærri en á árinu 2005. Spáin gengur því ekki eftir nema sáralítill vöxtur verði það sem eftir er árs- ins. Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi ársins var svipaður og í fyrra. Hagstofan áætlar að verg landsframleiðsla hafi vaxið um 5% frá fyrsta fjórðungi ársins 2005 til jafnlengdar á þessu ári. Árstíðarleiðréttur vöxtur landsframleiðslunnar, uppreiknaður til ársvaxtar, var 4,1% á milli fjórða ársfjórðungs 2005 og fyrsta ársfjórðungs 2006. Í mars sl. spáði Seðlabankinn heldur minni hagvexti en tölur fyrir fyrsta fjórðung ársins sýna, eða 4,2%. Nú virðast horfur á að hagvöxtur verði heldur meiri, eða 4,8% á þessu ári. Áætlað er að framleiðsluspenna standi nánast í stað og verði tæplega 4%. Horfur eru á að verulega dragi úr hagvexti á næsta ári, og að hann verði 1,8%. Þrátt fyrir minni hag- vöxt er áætlað að framleiðsluspenna verði að meðaltali um 3% árið 2007 og að jafnvægi náist ekki fyrr en á árinu 2008. Á því ári er spáð ½% samdrætti landsframleiðslu og myndun framleiðsluslaka þegar líða tekur á árið. Eins og nánar er gerð grein fyrir í kafla I er í svokallaðri grunnspá gengið út frá því að stýrivextir breytist í samræmi við væntingar og spár markaðs- og greiningaraðila. Reiknuð eru tvenns konar fráviks- dæmi. Í hinu fyrra er vöxtum haldið föstum og í hinu síðara er reikn- aður stýrivaxtaferill samkvæmt einfaldri peningastefnureglu sem ákvarðar stýrivexti þannig að verðbólga náist niður í 2,5% að tveimur árum liðnum. Mjög lítill munur er á niðurstöðum ólíkra spáferla að því er varðar framleiðsluspennu á árinu 2006, enda líður alla jafna nokkur tími frá vaxtabreytingu þar til að áhrif hennar koma fram í framleiðslu og verðbólgu. Mikill munur er hins vegar á metinni framleiðsluspennu á árinu 2007. Stýrivaxtaferill samkvæmt peningastefnureglunni leiðir til örlítið neikvæðrar framleiðsluspennu, en spennan er yfir 3% í hinum dæmunum. Á árinu 2008 er framleiðsluslaki í öllum dæmunum og mestur í dæminu þar sem peningastefnuregla ákvarðar stýrivextina. Þar er metinn framleiðsluslaki orðinn u.þ.b. 5%. Þessi slaki er hins vegar það sem þarf til þess að verðbólga verði komin niður í markmið bankans á þriðja ársfjórðungi 2008. Í hinum dæmunum er verðbólgan sýnu meiri. Einkaneysla Einkaneysla jókst afar hratt á fyrsta fjórðungi ársins. Hagstofan áætlar að hún hafi vaxið um 12,6% á fyrsta fjórðungi ársins 2006 miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þetta er enn meiri vöxtur einkaneyslu en var að meðaltali á árinu 2005 þegar hún óx um 11,9%. Í mars spáði Seðlabankinn því að einkaneyslan á árinu 2006 yxi um 5,4% frá fyrra Mynd IV-1 Vöxtur þjóðarútgjalda og landsframleiðslu 2001- 1. ársfj. 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 2006:120052004200320022001 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Þjóðarútgjöld Verg landsframleiðsla -6 -4 -2 0 2 4 6 2008200720062005 % Mynd IV-2 Áætluð framleiðsluspenna 2005 og spár fyrir 2006-2008 Heimild: Seðlabanki Íslands. Grunnspá Spá miðað við óbreytta vexti Spá miðað við að peningastefnuregla ákvarði vexti -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 2007200620052004200320022001 Mynd IV-3 Vöxtur einkaneyslu 1997-20071 Magnbreyting frá fyrra ári (%) 1. Fyrir árið 2006 eru sýndar áætlanir Hagstofu fyrir 1. ársfjórðung 2006 og ársspá Seðlabankans í mars. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Grunnspá Seðlabanka Íslands í mars 2006 um vöxt einkaneyslu Vöxtur einkaneyslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.