Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
44
Hagstofa Íslands endurskoðar árlega grunn vísitölu neysluverðs í því
skyni að vísitalan endurspegli vel breytingar í neyslumynstri, útgjöld-
um og innkaupum neytenda. Grunnurinn var síðast endurskoðaður
í mars sl. Byggt er á könnunum á útgjöldum heimilanna sem gerðar
eru samfellt og eru niðurstöður kannana þriggja ára lagðar til grund-
vallar, í þetta sinn árin 2002-2004.1 Í hvert skipti sem grunnurinn er
endurnýjaður eru niðurstöður eins árs felldar út og næsta ári bætt
við í staðinn.
Helstu breytingar á vægi undirþátta
Við grunnskiptin breytist vægi ýmissa undirþátta. Miklar breyt ingar
geta haft talsverð áhrif á mælda verðbreytingu, einkum ef verð
þeirra sveifl ast mikið. Breytingar á gengi krónunnar geta haft áhrif á
vægi einstakra þátta. Til dæmis olli hátt gengi krónu undanfarin ár
því að vægi innfl uttrar vöru í útgjöldum heimila jókst. Aukið vægi
innfl uttrar vöru í grunni vísitölu neysluverðs eftir grunnskiptin eykur
svo áhrif gengislækkunar krónunnar.
Helstu breytingar á hlutfallslegri skiptingu liða í mars 2006
voru þessar:2
• Vægi matvæla og drykkjarvöru lækkaði úr 14,2% í 13,3%.
• Vægi reiknaðrar húsaleigu lækkaði úr 17,2% í 16,8%.
• Vægi bifreiða hækkaði úr 3,4% í 5,9%.
• Vægi bensíns og olíu hækkaði úr 4,9% í 6,3%.
• Vægi tómstunda og menningar lækkaði úr 12,4% í 11,7%.
• Vægi innlendrar vöru lækkaði úr 15,8% í 14,4%.
• Vægi innfl uttrar vöru hækkaði úr 30,5% í 34,1%.
• Vægi dagvöru lækkaði úr 16,4% í 15,2%.
Mesta breytingin varð á undirþættinum „ferðir og fl utningar“ sem
inniheldur m.a. kaup og rekstur ökutækja, viðhald, bensín og olíur.
Vægi hans jókst úr 13,1% í 16,9%. Innfl utningur bíla var mjög mik-
ill á meðan gengi krónunnar var hátt og heimilin nýttu sér þetta
tækifæri til bifreiðakaupa. Vægi bifreiðakostnaðar í útgjöldum eykst
því mikið þegar niðurstöðum kannana sem gerðar voru á árinu 2004
er bætt við. Innfl utningur bíla var hins vegar lítill á árinu 2001, sem
er árið sem féll út við grunnskiptin í mars. Útgjöld heimila til kaupa á
eldsneyti hafa einnig aukist til muna.
Undirþátturinn „húsnæði, hiti og rafmagn“ sem inniheldur
reikn aða og greidda húsaleigu ásamt viðhaldi og viðgerðum á hús-
næði lækkaði úr 27,2% í 26,4%. Þar vó mest ofangreind lækkun
á vægi eigin húsnæðis. Hér virðist lækkun fjármagnskostnaðar og
greiðslubyrði heimila á ofangreindu tímabili vega þyngra en hækkun
húsnæðisverðs á árinu 2004.
Gengisþróun og grunnskipti næstu ára
Vægi innfl uttrar vöru í útgjöldum jókst árið 2004 sökum hás gengis
krónunnar. Þetta aukna vægi eykur áhrif gengislækkunar krónunnar
á vísitölu neysluverðs á þessu ári. Líklega verður enn meiri hækkun
á vægi innfl uttrar vöru við næstu grunnskipti þegar niðurstöðum frá
árinu 2005 er bætt við grunninn, en það var metár í innfl utningi bif-
reiða og annarrar neysluvöru. Þriðjung vaxtar einkaneyslu á síðustu
þremur árum má rekja til aukins innfl utnings og sölu nýrra bíla, enda
jókst nýskráning bifreiða um 57% árið 2005. Því má vænta frekari
breytinga þegar árin 2003-2005 mynda grunninn. Áhrifa nýlegrar
gengislækkunar krónunnar á samsetningu útgjalda og mögulegs
1. Endurskoðun á vog fyrir dagvöru miðast við niðurstöður áranna 2003-2005.
2. Samanburður hér miðast við eldri og nýjan grunn á sama verðlagi, þ.e. vogir fyrir 2005
hafa verið uppfærðar m.v. verðbreytingar liðins árs.
Rammagrein VIII-1
Grunnskipti vísitölu
neysluverðs