Peningamál - 01.07.2006, Síða 44

Peningamál - 01.07.2006, Síða 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 44 Hagstofa Íslands endurskoðar árlega grunn vísitölu neysluverðs í því skyni að vísitalan endurspegli vel breytingar í neyslumynstri, útgjöld- um og innkaupum neytenda. Grunnurinn var síðast endurskoðaður í mars sl. Byggt er á könnunum á útgjöldum heimilanna sem gerðar eru samfellt og eru niðurstöður kannana þriggja ára lagðar til grund- vallar, í þetta sinn árin 2002-2004.1 Í hvert skipti sem grunnurinn er endurnýjaður eru niðurstöður eins árs felldar út og næsta ári bætt við í staðinn. Helstu breytingar á vægi undirþátta Við grunnskiptin breytist vægi ýmissa undirþátta. Miklar breyt ingar geta haft talsverð áhrif á mælda verðbreytingu, einkum ef verð þeirra sveifl ast mikið. Breytingar á gengi krónunnar geta haft áhrif á vægi einstakra þátta. Til dæmis olli hátt gengi krónu undanfarin ár því að vægi innfl uttrar vöru í útgjöldum heimila jókst. Aukið vægi innfl uttrar vöru í grunni vísitölu neysluverðs eftir grunnskiptin eykur svo áhrif gengislækkunar krónunnar. Helstu breytingar á hlutfallslegri skiptingu liða í mars 2006 voru þessar:2 • Vægi matvæla og drykkjarvöru lækkaði úr 14,2% í 13,3%. • Vægi reiknaðrar húsaleigu lækkaði úr 17,2% í 16,8%. • Vægi bifreiða hækkaði úr 3,4% í 5,9%. • Vægi bensíns og olíu hækkaði úr 4,9% í 6,3%. • Vægi tómstunda og menningar lækkaði úr 12,4% í 11,7%. • Vægi innlendrar vöru lækkaði úr 15,8% í 14,4%. • Vægi innfl uttrar vöru hækkaði úr 30,5% í 34,1%. • Vægi dagvöru lækkaði úr 16,4% í 15,2%. Mesta breytingin varð á undirþættinum „ferðir og fl utningar“ sem inniheldur m.a. kaup og rekstur ökutækja, viðhald, bensín og olíur. Vægi hans jókst úr 13,1% í 16,9%. Innfl utningur bíla var mjög mik- ill á meðan gengi krónunnar var hátt og heimilin nýttu sér þetta tækifæri til bifreiðakaupa. Vægi bifreiðakostnaðar í útgjöldum eykst því mikið þegar niðurstöðum kannana sem gerðar voru á árinu 2004 er bætt við. Innfl utningur bíla var hins vegar lítill á árinu 2001, sem er árið sem féll út við grunnskiptin í mars. Útgjöld heimila til kaupa á eldsneyti hafa einnig aukist til muna. Undirþátturinn „húsnæði, hiti og rafmagn“ sem inniheldur reikn aða og greidda húsaleigu ásamt viðhaldi og viðgerðum á hús- næði lækkaði úr 27,2% í 26,4%. Þar vó mest ofangreind lækkun á vægi eigin húsnæðis. Hér virðist lækkun fjármagnskostnaðar og greiðslubyrði heimila á ofangreindu tímabili vega þyngra en hækkun húsnæðisverðs á árinu 2004. Gengisþróun og grunnskipti næstu ára Vægi innfl uttrar vöru í útgjöldum jókst árið 2004 sökum hás gengis krónunnar. Þetta aukna vægi eykur áhrif gengislækkunar krónunnar á vísitölu neysluverðs á þessu ári. Líklega verður enn meiri hækkun á vægi innfl uttrar vöru við næstu grunnskipti þegar niðurstöðum frá árinu 2005 er bætt við grunninn, en það var metár í innfl utningi bif- reiða og annarrar neysluvöru. Þriðjung vaxtar einkaneyslu á síðustu þremur árum má rekja til aukins innfl utnings og sölu nýrra bíla, enda jókst nýskráning bifreiða um 57% árið 2005. Því má vænta frekari breytinga þegar árin 2003-2005 mynda grunninn. Áhrifa nýlegrar gengislækkunar krónunnar á samsetningu útgjalda og mögulegs 1. Endurskoðun á vog fyrir dagvöru miðast við niðurstöður áranna 2003-2005. 2. Samanburður hér miðast við eldri og nýjan grunn á sama verðlagi, þ.e. vogir fyrir 2005 hafa verið uppfærðar m.v. verðbreytingar liðins árs. Rammagrein VIII-1 Grunnskipti vísitölu neysluverðs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.