Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 38 VII Ytri jöfnuður Horfur á meiri viðskiptahalla í ár en áður var spáð en hraðari hjöðnun næstu ár Horfur eru á að viðskiptahallinn í ár verði nokkru meiri en spáð var í mars. Fyrir því eru einkum þrjár ástæður. Gríðarmikill halli var á fyrsta fjórðungi ársins, nokkru meiri vöxtur innlendrar eftirspurnar en áður var spáð og minni vöxtur útflutnings. Hærri stýrivextir en reiknað var með í grunnspánni í mars, sem byggðist á óbreyttum vöxtum og gengi, munu hins vegar valda samdrætti eftirspurnar á árunum 2007 og 2008 sem leiðir til þess að viðskiptahallinn hverfur að mestu á tveimur árum. Aðhaldssamari peningastefna en reiknað er með í grunndæminu myndi flýta enn frekar fyrir þessari þróun. Viðskiptahalli í sögulegu hámarki Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar og Seðlabankans var halli á viðskiptum við útlönd fyrstu þrjá mánuði ársins ríflega 66 ma.kr., eða tæp 26% af vergri landsframleiðslu. Viðskiptajöfnuðurinn versn- aði um 7,1 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Til samanburðar má nefna að viðskiptahalli á fyrsta fjórðungi síðasta árs nam alls um 14% af vergri landsframleiðslu. Um 2/3 aukins halla má rekja til meiri fjármunamynd- unar og 1/3 hluta til aukinnar einkaneyslu. Rúmlega 71% viðskiptahallans á fyrsta ársfjórðungi, alls um 47 ma.kr., má rekja til halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd en 19½ ma.kr. til halla á jöfnuði þáttatekna og rekstrarframlaga. Jöfnuður þáttatekna versnaði um tæplega 3 ma.kr. milli ársfjórðunga. Vaxtagjöld jukust um hátt í 27%. Vaxtatekjur jukust mikið á móti, eða um rúm 49%. Þáttur vaxtagjalda í þáttatekjujöfnuði er hins vegar tals- vert stærri en þáttur vaxtatekna og heildaráhrifin því neikvæð. Halli vöruviðskipta eykst Halli á vöruviðskiptum á fyrsta ársfjórðungi nam alls 31½ ma.kr. eða 12% af vergri landsframleiðslu. Þetta er svipaður halli og næstu tvo ársfjórðunga á undan. Hallinn er sem fyrr drifinn áfram af miklum vexti innflutnings, en útflutningur jókst þó lítillega á tímabilinu. Aukinn vöruskiptahalla má að miklu leyti rekja til innflutnings fjárfestingar- og rekstrarvöru, en stór hluti hans tengist framkvæmdum við ál- og orku- ver. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst um rúm 56% frá fyrra ári og innflutningur rekstrarvöru um tæplega 41%. Innflutningur neysluvöru jókst einnig mikið þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Innflutningur varanlegrar og hálfvaranlegrar neysluvöru (t.d. heimilistækjum og fatnaði) á fyrstu fjórum mánuðum ársins jókst um rúmlega 14% frá fyrra ári. Nokkuð dró úr vextinum í apríl en fæð vinnudaga kann að skýra það. Nýtt met var sett í innflutningi bifreiða í marsmánuði, þegar fluttir voru inn bílar að andvirði tæplega 3½ ma.kr. og innflutningur í mánuðinum var einstaklega mikill. Líklega hefur innflutningur bifreiða nú náð hámarki í bili. Lægra gengi krónunnar og hugsanleg mettun í kjölfar mikils vaxtar bifreiða- stofnsins undanfarin ár ætti að draga úr eftirspurninni. Líklegt má telja að einhver hliðrun útgjalda til bifreiðakaupa og varanlegra neysluvara hafi átt sér stað í marsmánuði vegna lækkunar krónunnar og þar með Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VII-1 Ársfjórðungslegur viðskiptajöfnuður 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2006 % af VLF -30 -27 -24 -21 -18 -15 -12 -9 -6 -3 0 3 6 -100 -90 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Sem hlutfall af VLF (v. ás) Sem hlutfall af útflutningi vöru og þjónustu (h. ás) % af útflutningi Mynd VII-2 Undirþættir viðskiptajafnaðar 1. ársfj. 1995 - 1. ársfj. 2006 Rekstrarframlög eru talin með þáttatekjum Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.