Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
38
VII Ytri jöfnuður
Horfur á meiri viðskiptahalla í ár en áður var spáð en hraðari
hjöðnun næstu ár
Horfur eru á að viðskiptahallinn í ár verði nokkru meiri en spáð var í
mars. Fyrir því eru einkum þrjár ástæður. Gríðarmikill halli var á fyrsta
fjórðungi ársins, nokkru meiri vöxtur innlendrar eftirspurnar en áður
var spáð og minni vöxtur útflutnings. Hærri stýrivextir en reiknað
var með í grunnspánni í mars, sem byggðist á óbreyttum vöxtum
og gengi, munu hins vegar valda samdrætti eftirspurnar á árunum
2007 og 2008 sem leiðir til þess að viðskiptahallinn hverfur að mestu
á tveimur árum. Aðhaldssamari peningastefna en reiknað er með í
grunndæminu myndi flýta enn frekar fyrir þessari þróun.
Viðskiptahalli í sögulegu hámarki
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar og Seðlabankans var halli
á viðskiptum við útlönd fyrstu þrjá mánuði ársins ríflega 66 ma.kr.,
eða tæp 26% af vergri landsframleiðslu. Viðskiptajöfnuðurinn versn-
aði um 7,1 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Til samanburðar má nefna að
viðskiptahalli á fyrsta fjórðungi síðasta árs nam alls um 14% af vergri
landsframleiðslu. Um 2/3 aukins halla má rekja til meiri fjármunamynd-
unar og 1/3 hluta til aukinnar einkaneyslu.
Rúmlega 71% viðskiptahallans á fyrsta ársfjórðungi, alls um 47
ma.kr., má rekja til halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd
en 19½ ma.kr. til halla á jöfnuði þáttatekna og rekstrarframlaga.
Jöfnuður þáttatekna versnaði um tæplega 3 ma.kr. milli ársfjórðunga.
Vaxtagjöld jukust um hátt í 27%. Vaxtatekjur jukust mikið á móti, eða
um rúm 49%. Þáttur vaxtagjalda í þáttatekjujöfnuði er hins vegar tals-
vert stærri en þáttur vaxtatekna og heildaráhrifin því neikvæð.
Halli vöruviðskipta eykst
Halli á vöruviðskiptum á fyrsta ársfjórðungi nam alls 31½ ma.kr. eða
12% af vergri landsframleiðslu. Þetta er svipaður halli og næstu tvo
ársfjórðunga á undan. Hallinn er sem fyrr drifinn áfram af miklum
vexti innflutnings, en útflutningur jókst þó lítillega á tímabilinu. Aukinn
vöruskiptahalla má að miklu leyti rekja til innflutnings fjárfestingar- og
rekstrarvöru, en stór hluti hans tengist framkvæmdum við ál- og orku-
ver. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst um rúm 56% frá fyrra ári og
innflutningur rekstrarvöru um tæplega 41%. Innflutningur neysluvöru
jókst einnig mikið þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Innflutningur
varanlegrar og hálfvaranlegrar neysluvöru (t.d. heimilistækjum og
fatnaði) á fyrstu fjórum mánuðum ársins jókst um rúmlega 14% frá
fyrra ári. Nokkuð dró úr vextinum í apríl en fæð vinnudaga kann að
skýra það. Nýtt met var sett í innflutningi bifreiða í marsmánuði, þegar
fluttir voru inn bílar að andvirði tæplega 3½ ma.kr. og innflutningur í
mánuðinum var einstaklega mikill.
Líklega hefur innflutningur bifreiða nú náð hámarki í bili. Lægra
gengi krónunnar og hugsanleg mettun í kjölfar mikils vaxtar bifreiða-
stofnsins undanfarin ár ætti að draga úr eftirspurninni. Líklegt má telja
að einhver hliðrun útgjalda til bifreiðakaupa og varanlegra neysluvara
hafi átt sér stað í marsmánuði vegna lækkunar krónunnar og þar með
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VII-1
Ársfjórðungslegur viðskiptajöfnuður
1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2006
% af VLF
-30
-27
-24
-21
-18
-15
-12
-9
-6
-3
0
3
6
-100
-90
-80
-70
-60
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Sem hlutfall af VLF (v. ás)
Sem hlutfall af útflutningi vöru og þjónustu (h. ás)
% af útflutningi
Mynd VII-2
Undirþættir viðskiptajafnaðar
1. ársfj. 1995 - 1. ársfj. 2006
Rekstrarframlög eru talin með þáttatekjum
Ma.kr.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
-70
-60
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95
Vöruskiptajöfnuður
Þjónustujöfnuður
Þáttatekjujöfnuður