Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
2
42
1. Lækkunin nam 0,05% að teknu tilliti til metinnar árstíðarsveiflu.
nú hraðar fram í vísitölunni. Í júníbyrjun nam árshækkun húsnæðis-
verðs rúmum 15%. Auk fyrrnefndra grunnáhrifa skýrist bakslagið í
hjöðnun húsnæðisverðbólgu í maí af töluverðri hækkun íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu.
Þótt farið sé að draga úr hækkun íbúðaverðs virðist ennþá vera
mikil eftirspurn eftir húsnæði. Frá áramótum hefur markaðsverð hús-
næðis að meðaltali hækkað um 1,2% á milli mánaða. Upplýsingar frá
Fasteignamati ríkisins um fjölda þinglýstra kaupsamninga í maí sýna
7,4% fjölgun frá maí árið 2005. Hins vegar er líklegt að dragi úr eftir-
spurn á næstu mánuðum, m.a. vegna þess að vextir húsnæðislána
hafa hækkað um 0,3-0,75 prósentur og bankarnir hafa hert útlána-
reglur og lækkað hámarksveðhlutföll fasteignalána.
Á móti minnkandi útlánum bankanna á undanförnum mánuðum
vega aukin útlán Íbúðalánasjóðs, sem að undanförnu hefur haft nokk-
urt samkeppnisforskot á bankana. Mikið framboð nýrra íbúða, minna
lánsfjárframboð, rýrnun kaupmáttar og minnkandi tiltrú neytenda
eru vísbendingar um að draga muni úr eftirspurn á þessu ári. Flest
bendir því til að áfram muni draga úr húsnæðisverðbólgunni á næstu
misserum. Endurspeglast það í spá bankans um húsnæðisverð en þar
er gert ráð fyrir að húsnæðisverð fari að lækka þegar kemur fram á
næsta ár.
Ekki er hægt að draga miklar ályktanir á grundvelli þróunar yfir
stutt tímabil því að töluverðar sveiflur eru á milli mánaða auk árs-
tíðarbundinna sveiflna. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati
ríkisins lækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% á milli
apríl og maí.1 Ef húsnæðisverð heldur áfram að lækka á næstu mán-
uðum mun draga hratt úr húsnæðisverðbólgunni, sem hefur töluverð
áhrif til lækkunar verðbólgu. Húsnæðisliðurinn vegur tæplega 23%
í vísitölu neysluverðs, þar af reiknuð húsaleiga tæplega 17%. Hins
vegar gæti aukinn fjármagns- og viðhaldskostnaður vegið nokkuð
upp á móti lækkun markaðsverðs húsnæðis. Einnig er hugsanlegt að
greidd húsaleiga, sem undanfarið ár hefur hækkað mun minna en
reiknuð húsaleiga, hækki þegar hærri vextir, lægri veðhlutföll og vax-
andi verðbólga gera húsnæðiskaup síður fýsileg.
Gengislækkun krónunnar skilar sér í verðhækkun á bensíni,
nýjum bílum og matvöru ...
Gengi krónunnar lækkaði verulega í kjölfar þess að matsfyrirtæk-
ið Fitch breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs hinn 21. febrúar sl.
Gengisvísitalan hækkaði hratt fram undir apríllok, var hæst skráð
133,5 stig hinn 21. apríl, en hefur sveiflast á bilinu 124-133 síðan
þá. Gengislækkunin hefur haft í för með sér verðhækkun innfluttrar
neysluvöru. Vægi hennar í vísitölu neysluverðs er rúm 34%, en fyrir
árleg grunnskipti vísitölu neysluverðs í mars sl. var vægi innfluttrar
vöru 30,5%. Aukið vægi eykur nokkuð áhrif gengisbreytinga á vísitöl-
una, eins og nánar er fjallað um í rammagrein VIII-1 á bls. 44-45. Á
hinn bóginn fylgir verðlag innfluttrar vöru gengisbreytingum yfirleitt
eftir með nokkurri tímatöf.
0
5
10
15
20
20062005200420032002
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VIII-4
Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta
janúar 2002 - júní 2006
Þjónusta á almennum markaði
Opinber þjónusta
Húsnæði
80
90
100
110
120
130
Dagvara
Nýjir bílar og varahlutir
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning
‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Mars 1997 = 100
Mynd VIII-5
Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru
mars 1997 - júní 2006
Heimild: Hagstofa Íslands.
-10
-5
0
5
10
15
200620052004200320022001
Mynd VIII-6
Vöruverð janúar 2001 - júní 2006
Heimild: Hagstofa Íslands.
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Dagvara
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis