Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 42 1. Lækkunin nam 0,05% að teknu tilliti til metinnar árstíðarsveiflu. nú hraðar fram í vísitölunni. Í júníbyrjun nam árshækkun húsnæðis- verðs rúmum 15%. Auk fyrrnefndra grunnáhrifa skýrist bakslagið í hjöðnun húsnæðisverðbólgu í maí af töluverðri hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þótt farið sé að draga úr hækkun íbúðaverðs virðist ennþá vera mikil eftirspurn eftir húsnæði. Frá áramótum hefur markaðsverð hús- næðis að meðaltali hækkað um 1,2% á milli mánaða. Upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins um fjölda þinglýstra kaupsamninga í maí sýna 7,4% fjölgun frá maí árið 2005. Hins vegar er líklegt að dragi úr eftir- spurn á næstu mánuðum, m.a. vegna þess að vextir húsnæðislána hafa hækkað um 0,3-0,75 prósentur og bankarnir hafa hert útlána- reglur og lækkað hámarksveðhlutföll fasteignalána. Á móti minnkandi útlánum bankanna á undanförnum mánuðum vega aukin útlán Íbúðalánasjóðs, sem að undanförnu hefur haft nokk- urt samkeppnisforskot á bankana. Mikið framboð nýrra íbúða, minna lánsfjárframboð, rýrnun kaupmáttar og minnkandi tiltrú neytenda eru vísbendingar um að draga muni úr eftirspurn á þessu ári. Flest bendir því til að áfram muni draga úr húsnæðisverðbólgunni á næstu misserum. Endurspeglast það í spá bankans um húsnæðisverð en þar er gert ráð fyrir að húsnæðisverð fari að lækka þegar kemur fram á næsta ár. Ekki er hægt að draga miklar ályktanir á grundvelli þróunar yfir stutt tímabil því að töluverðar sveiflur eru á milli mánaða auk árs- tíðarbundinna sveiflna. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins lækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% á milli apríl og maí.1 Ef húsnæðisverð heldur áfram að lækka á næstu mán- uðum mun draga hratt úr húsnæðisverðbólgunni, sem hefur töluverð áhrif til lækkunar verðbólgu. Húsnæðisliðurinn vegur tæplega 23% í vísitölu neysluverðs, þar af reiknuð húsaleiga tæplega 17%. Hins vegar gæti aukinn fjármagns- og viðhaldskostnaður vegið nokkuð upp á móti lækkun markaðsverðs húsnæðis. Einnig er hugsanlegt að greidd húsaleiga, sem undanfarið ár hefur hækkað mun minna en reiknuð húsaleiga, hækki þegar hærri vextir, lægri veðhlutföll og vax- andi verðbólga gera húsnæðiskaup síður fýsileg. Gengislækkun krónunnar skilar sér í verðhækkun á bensíni, nýjum bílum og matvöru ... Gengi krónunnar lækkaði verulega í kjölfar þess að matsfyrirtæk- ið Fitch breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs hinn 21. febrúar sl. Gengisvísitalan hækkaði hratt fram undir apríllok, var hæst skráð 133,5 stig hinn 21. apríl, en hefur sveiflast á bilinu 124-133 síðan þá. Gengislækkunin hefur haft í för með sér verðhækkun innfluttrar neysluvöru. Vægi hennar í vísitölu neysluverðs er rúm 34%, en fyrir árleg grunnskipti vísitölu neysluverðs í mars sl. var vægi innfluttrar vöru 30,5%. Aukið vægi eykur nokkuð áhrif gengisbreytinga á vísitöl- una, eins og nánar er fjallað um í rammagrein VIII-1 á bls. 44-45. Á hinn bóginn fylgir verðlag innfluttrar vöru gengisbreytingum yfirleitt eftir með nokkurri tímatöf. 0 5 10 15 20 20062005200420032002 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-4 Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - júní 2006 Þjónusta á almennum markaði Opinber þjónusta Húsnæði 80 90 100 110 120 130 Dagvara Nýjir bílar og varahlutir Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mars 1997 = 100 Mynd VIII-5 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - júní 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. -10 -5 0 5 10 15 200620052004200320022001 Mynd VIII-6 Vöruverð janúar 2001 - júní 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Dagvara Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.