Peningamál - 01.07.2006, Page 43

Peningamál - 01.07.2006, Page 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 43 Áhrifa gengislækkunarinnar hefur að undanförnu einkum gætt í verðhækkun nýrra bíla, bensíns og innfluttrar mat- og drykkjarvöru. Tólf mánaða verðhækkun á bensíni og olíu náði hámarki í maí þegar hún nam 21%, en eftir lækkun bensínverðs á milli maí og júní var árshækkunin um 18%. Hækkun heimsmarkaðsverðs hráolíu í erlendri mynt, sem nam um 50% undanfarna tólf mánuði, á einnig verulegan hlut að máli. Verðlag nýrra bíla hefur aðlagast lækkun krónunnar hratt og hækkaði um rúm 10% á tímabilinu apríl til júní, en var þá 8,5% hærra en fyrir ári. Þessi tiltölulega skörpu viðbrögð eru athyglisverð í ljósi þess að gengislækkun krónunnar árið 2001 og gengishækkunin undanfarin tvö ár komu ekki fyllilega fram í innflutningsverði. Eftirspurn er enn mikil, gengi krónu hefur lækkað mikið á skömmum tíma og horfur eru á áframhaldandi þrýstingi á gengið. Við slíkar aðstæður kann verðlag innflutnings að fylgja gengisbreytingum hraðar eftir. Líklega mun áhrifa gengislækkunarinnar gæta áfram í verðlagsbreytingum á komandi mánuðum. ... en mikil hækkun vöruverðs skýrist einnig af grunnáhrifum verðstríðs á matvörumarkaði fyrir ári Verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru hækkaði um tæp 7% á síð- ustu þremur mánuðum en 15% á síðustu tólf mánuðum. Árshækkun dagvöruverðs nam um 12%. Þar vega þyngst grunnáhrif lækkunar matvöruverðs á vormánuðum ársins 2005 þegar mikil samkeppni um markaðshlutdeild ríkti tímabundið á dagvörumarkaði og áhrif gengis- lækkunarinnar. Hækkun á verðlagi hjá innlendum framleiðendum og lítið fram- boð af kjöti stuðluðu einnig að hækkun á verðlagi matvöru undanfarna mánuði. Verðlag á kjöti hækkaði um rúm 5% á síðustu þremur mán- uðum og hafði 0,15% áhrif til hækkunar vísitölunnar á því tímabili. Verðlag mjólkurvöru lækkaði um 5,5% í maí en lækkunin gekk til baka í júní er verð mjólkurvöru hækkaði um 7% milli mánaða. Þjónustuverðlag hefur ekki hækkað til jafns við launakostnað Verðlag þjónustu einkaaðila hafði hækkað um 3,6% á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrra ári. Athyglisvert er að hækkunin skuli ekki hafa verið meiri í ljósi þess að launavísitala fyrir laun á almennum vinnumarkaði hafði hækkað um 8% á sama tímabili. Verðlag þjónustu einkaað- ila hefur oft verið næmara fyrir hækkun launakostnaðar en nú er raunin. Líklega er það vísbending um að verðlag þjónustu einkaaðila gæti hækkað töluvert á næstunni, fremur en að framleiðni hafi aukist mikið. Dregið hefur úr árshækkun verðlags á opinberri þjónustu og nam hún einungis 0,8% í júníbyrjun eftir að hafa lækkað úr tæpum 7% í desember sl. Í ársbyrjun 2006 hækkaði verðlag opinberrar þjón- ustu mun minna en á fyrri árum, en gjaldskrá nokkurra tegunda af opinberri þjónustu, t.d. leikskólagjöld, voru lækkuð. Algengt er að dragi úr opinberum verðhækkunum í aðdraganda sveitarstjórnar- og alþingiskosninga eða í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til að draga úr verðbólgu. Mynd VIII-7 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs júní 2004 - júní 2006 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði % -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 200620052004 Húsnæði Opinber þjónusta Önnur þjónusta Innlendar vörur Innfluttar vörur Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-8 Launavísitala fyrir almennan vinnumarkað og almenn þjónusta 2.ársfj. 1998 - 1.ársfj. 2006 %-breyting frá sama fjórðungi fyrra árs Heimild: Hagstofa Íslands. Launavísitala Almenn þjónusta 0 2 4 6 8 10 12 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 % Mynd VIII-9 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 27. júní 2006 Verðbólguvæntingar almennings og stærstu fyrirtækja eru til næstu tólf mánaða, verðbólguspár sérfræðinga á markaði miða við tólf mánaða verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði Verðbólguvæntingar almennings . 1 2 3 4 5 6 7 2006200520042003 Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.