Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 13
SKÍRNIR UM LEIKSTJÓRN 11
hálfhring og aðalhlutverkin í miðið, í Þýskalandi er allt rígbund-
ið í „Rollenjach“, skorðaðar hlutverkategundir. Á átjándu öld
eru menn líka önnum kafnir við það í Bretlandi að lagfæra
Shakespeare og breyta, svo betur megi fara að smekk áhorfenda
þess tíma; sá Hamlet, sem David Garrick leikur, er trúlega harla
ólíkur þeim, sem Jolin Gielgud leikur. Á nítjándu öld eru svo
þessir mikilhæfu leikarar jafnframt stjórnendur leikhópanna eða
leikhúsanna og jafnframt fara þeir að láta sig fleiri þætti sýn-
inganna varða, sviðsetningin verður meðvitaðri og útfærðari og
umgjörð leikmyndar miklu ýtarlegri. Þessir bresku actor-man-
agers eru að sínu leyti fyrirrennarar margs þess, sem síðan varð
algengt og sjálfsagt í leiklist Vesturlanda, þeir bjuggu t. d. í
haginn fyrir þær kröfur, sem raunsæisstefnan setti á oddinn, um
sögulega rétt umhverfi. Raunsæisstefnumönnum var reyndar í
mun, að allt tæki mið af mynd veruleikans, jafnt hinn smæsti
leikmunur umhverfislýsingarinnar sem hið fínlegasta blæbrigði
í atferli og sálfræðilegum viðbrögðum persónanna. í bresku leik-
húslífi hafði um miðbik aldarinnar sérstöðu Mme Vestris, sem
var leikkona og hefur verið nokkuð glúrinn leikstjóri; leikarar
lijá henni tömdu sér að tala hver við annan f stað þess að messa
beint til áhorfenda, eins og lengi hafði tíðkast. Mikil áhrif á að
upplifa sýningar sem heild hafði leikflokkur, sem hertoginn af
Saxe-Meiningen kom á fót, vegna þess að leikstjóri hans, Chron-
egk, tamdi sér aldeilis nýjar aðferðir við hópatriði í samvinnu
við hertogann, sem teiknaði leiktjöld og búninga; þeir gerðu
sér far um að brjóta upp hið hefðbundna hreyfingakerfi á svið-
inu og gerðu tilraunir með að láta umgjörðina hafa áhrif á við-
brögð leikarans, og var það nýmæli. Þeir félagar veltu meira
fyrir sér sviðsetningum en persónuleikstjórn, en tveir menn, sem
sáu sýningar leikflokks hertogans og hrifust af, drógu sínar eig-
in ályktanir og héldu þankanum áfram. Annar þeirra var
Antoine, sem stofnaði Théátre Libre í París, hið fyrsta af til-
raunaleikhúsum raunsæisstefnunnar, sem síðan breiddust út um
mörg lönd, og þar var leiklistinni gert að bregða upp spegli á
veruleikann af nákvæmni Ijósmyndarinnar. Hinn var Konstantin
Stanislavskí, einn sá leikstjóri sögunnar, sem hvað mest áhrif
hefur haft á þróun leiklistar á tuttugustu öldinni, jafnt með sýn-