Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 151
SKÍRNIR
LEIKRIT OG LEIKHÚS
149
um leið, hve bundin af hefð og vana þessi þjóðfélagssýn er og
manngerðirnar sem bera hana uppi, allt raunar harla kunnug-
legt úr öðrum bókmenntum, bæði raunsæislegum skáldsögum
og hefðbundnum skopleikjum; og eins hitt að það veltur allt
á tilfinningalegri afstöðu, dul og vild áhorfanda eða lesanda
hvort hann tekur þessa samfélagssýn góða og gilda. Og auðvitað
má með sama rétti uppástanda að tam. innflytjandi og útflytj-
andi, Lambi og Ljóna, Óla vinnukona og hún Gunna frænka
í Strompleik Laxness standi með einhverju slíku myndrænu
móti fyrir öndverðar kynslóðir, þjóðfélagsstéttir eða jafnvel
þjóðfélagshættina sjálfa í samtíð leiksins og lesenda.
Það er þar fyrir deginum ljósara að framavonir stráksins
Láka líti í heimi eru eintóm skýjaborg í Hart í bak, að von
hans stendur öll heim aftur til Árdísar, ungrar og elskandi konu
sem kveður hann í leikslokin. Að þessu leyti á leikritið alveg
sammerkt með sögulokunum í Dyr standa opnar, þar sem
strákur úr síldinni á í lokin heimvon til stelpu af götunni. Róm-
antískur draumur um þá farsæld, hamingju sem fólgin sé í
einföldustu og upprunalegustu mannlegu verðmætum. Ástinni
og vinnunni. Hvað sem líður raunsæi í Hart í bak, og draga má
í efa að það sé annað en tækni, aðferð að efninu, þá er hitt víst
að leikurinn lýsir mjög svo raunverulegu óþoli með tímana,
heiminn og mennina, og þar með draumi eða von um óbrjáluð
verðmæti, fegurri og sannari lífshætti en fólki er gefið að lifa í
heimi leiksins. Allt þetta virðist að vísu vera að hafa heima
hjá Árdísi. Það eru ekki félagslegar kringumstæður þeirra sem
knýja Láka að heiman, burt frá henni, heldur einkalegar ástæður
sjálfs hans, klofið eðli og hugur manns, þeirrar manngerðar sem
Jökull hafði hingað til verið að fjalla um í skáldsögum sínum.
Hann er sjálfur af sama heimi sem lýst er svo tortrygginni,
gagnrýninni lýsingu í leiknum og sögunum á undan honum og
þarf að framast á hans hátt. Til þess að komast heim þarf mað-
ur fyrst að fara á burt: það er algild staðreynd eftir þetta hjá
Jökli, og síðast í Syni skóarans og dóttur bakarans.
1 næsta leikriti, Sjóleiðinni til Bagdad, reynist líka heimvon-
in, eins og kannski mátti vænta, tómur draumur og glapsýn.
Halldór kemur með hana í land í sjópokanum sínum í klassískri