Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 103
SKÍRNIR
101
REVÍUR í REYKJAVÍK
svers heldur aftur út á sund að sækja meira vín. Breiðsver verð-
ur var mannaferða, felur kút á bakkanum og hraðar sér burt.
Inn kemur Flatnefss. Hann skoðar sig í vasaspegli:
Ekki leynir útlitið hver maðurinn er ... Alveg er þetta eins og það væri
í Ameríku, og þar að auki lygi. Fyrir fáum dögum óbreyttur alþýðumaður,
og nú æðsta ráð, svo gott sem, hjá heimsverslun eins og „Slor og Grútur",
fyrir utan nú allt þetta í félögunum.
Flatnefss er menntaður í Samvinnuskólanum. Hann er í stúku
og Jafnaðarmannafélaginu:
Hverju á ég að þakka minn framgang? Auðvitað því, að ég skil sitúrasjón-
ina, og kann að tala eins og við á, eftir því, hvort ég tala við jafnaðarmenn,
kapítalista eða gútemplara.
Flatnefss er ákveðinn að komast áfram. Framkomu sína byggir
hann á Mannasiðabókinni. Þegar Angela birtist og kynnir sig
beitir Flatnefss öllum sínum sjarma. Hún hrífst og samband
þeirra er komið í kring áður en þau hverfa af sviðinu. Inn kem-
ur ráðskonan og á hæla henni Jón Ó. og Ó. Jón. Hún á stefnu-
mót við Bíleam. Hann lætur ekki sjá sig, en þeir félagar halda
uppi gáfulegum samræðum, flytja henni háttstemmt lof og Ijóð
samkvæmt síðustu skáldatísku. Þau finna kút Breiðsvers og
býður ráðskonan til veislu. Þau fara, en Bíleam kemur inn og
uppgötvar að fengurinn er liorfinn. Ofan í kaupið kemur kona
hans skeiðandi inn á sviðið. Þau syngja gamanvísur saman og
fyrsta þætti er lokið.
Frami Flatnefss eykst. Hann er orðinn exportsjeff hjá Skó-
svertueinkasölu Ríkisins. Bíleam hefur náð kosningu í bæjar-
stjórn: „allir bílar voru í gangi allan daginn, og þó fluttu þeir
engan af þessum lasburða heim aftur, þegar þeir voru búnir að
kjósa.“ Tengdasonurinn reynir að kenna karli mannasiði, en
það kemur fyrir lítið. Bíleam borar í nefið og skoðar á fingrum
sér, þurrkar af höndunum í buxurnar. Hann er að hugsa um
að bjóða sig fram til þings. Flatnefss á að fara í opinberum er-
indum til Spánar og kaupa skósvertu fyrir þjóðina.
Á Spáni gerist þriðji þáttur. Flatnefss eyðir tíma sínum og