Skírnir - 01.01.1980, Side 144
142 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
reisn hennar gegn lífsháttum sem allt í einu eru orðnir henni
óbærilegir, borgaralegri siðvenju og siðferði sem sett hefur lífi
hennar skorður — uppreisn hvatalífs og dulvitundar gegn vöku-
vitund og raunhyggju þess borgaralega hversdagsheims sem hún
byggir. Gæja er að vísu séð karlmanns-sjónum í leiknum, fyrst
og síðast kynferðisvera og uppreisn hennar alfarið kynferðis-
legs eðlis: „Ég er konan. Ég er fullkomnunin. Ég er lífið sjálft.
Og ég elska þig.“ Án karlmanns, án hlutverks ástkonu, eigin-
konu, móður auðnast henni ekkert frelsi. í hinu fyrirskrifaða
kvenhlutverki ekkert líf. Og það líf og frelsi sem henni lilotnast
eina óskiljanlega, undursamlega nótt stafaði aðeins af straumrofi
í sálarlífinu, eitt andartak eru skefjar hversdagsins rofnar, en
lífið óðara lagt í læðing á ný þegar rafmagn, útvarp, sími fara
aftur í gang. í Straumrofi er borgaralegum lífsháttum og sam-
félagi lýst sem banvænum — í framhaldi af æskuritum höfund-
arins og sem einskonar forboði Atómstöðvarinnar.
En þannig séð setur líka Straumrof á svið tvo andstæða heima,
sem er annar sannur og annar loginn, og átök á milli þeirra —
dauða og tortímingu sem stafar af því þegar þeir mætast. Að
minnsta kosti að þessu leyti er efniviður leiksins náskyldur yrkis-
efnum hinna seinni leikrita höfundarins.
í seinni verkum Halldórs Laxness horfa einatt tveir heimar
hvor við öðrum: hús Búa Árlands og organistans, Gúðmúnsens-
búð og Brekkukot, heimur Jóns prímusar og Godmans Sýng-
manns... í Silfurtunglinu eru þeir annarsvegar lítið hús við
lygnan fjörð, þar sem Lóa býr við sælu með barni sínu, eigin-
manni og tengdaföður, hinsvegar veitingahúsið Silfurtunglið,
fyrsti áfangastaður á leiðinni út í hinn stóra heim þar sem
frægðin býr. Og frægðin er svo fánýtl Þegar Silfurtunglið kom
fyrst fram þótti henta að líta á það sem pólitískan táknleik
fyrst og fremst. Þannig skilin varð frásögn leiksins af Lóu og
yndi hennar sem hún átti og missti að tákni fyrir náttúrlega
menningu, sjálfstæði lítillar þjóðar, selda á vald yfirdrepsfullra
pólitískra spekúlanta. Og þannig séð hélt Silfurtunglið áfram á
leiksviðinu pólitískri skoðun og boðun úr Atómstöðinni.15
En ósköp er örðugt að halda til haga liinum pólitíska skiln-