Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 165
SKÍRNIR
LEIKRIT OG LEIKHÚS
163
Bæði í sögum og leikritum sínum fjallar Svava einatt um ís-
lenska nútíðarkonu, kjör og hagi kvenna í samfélagi karla. Leik-
rit hennar, Hvað er í blýhólknum? sem Gríma sýndi, er í raun-
inni eina alvarlega tilraunin til að semja á svið dokúmentarískt
verk úr samtíðinni, dæmileik sem setti á svið málflutning rót-
tækrar kvenfrelsishreyfingar og þá ákæru á oddinn að við ráð-
andi samfélagshætti sé konum bannað að vera í senn „móðir
og manneskja“ eins og leikurinn tók til orða. Svava forðast að
setja sögu Ingu, konunnar í leiknum, í samhengi venjubundins
stofu- og fjölskylduleiks sem skella mundi skuld af ógæfu henn-
ar á forstokkaða foreldra, vondan eiginmann, rangsnúin yfir-
völd eða þvílíkt. Leikurinn er dæmileikur, heldur fram al-
mennri skoðun, studdri rökum og upplýsingum; og liin raun-
sæislega frásögn, einfalda leiksaga af Ingu er sífellt rofin af
margvíslegum skírskotunum til raunveruleikans utan leiksins og
áhorfenda í salnum; tilgangur leiksins að örva til umhugsunar
og umræðu, hrófla við fordómum og vanahugsun.
í þessari aðferð er nokkur sjálfsafneitun fólgin. Og af henni
leiðir aftur vissan tvískinnung í leiknum. Hlutverk Ingu, eina
eiginlega hlutverkið í leiknum, lætur í té efnivið verulega veiga-
mikillar kvenlýsingar þar sem ætla mætti að sálfræðileg bersýni
og skapandi ímyndun höfundarins gæti notið sín til hlítar.
Dramatísk persónulýsing er hins vegar ekki nema einn þáttur
hlutverksins og þess vandlega gætt að hún verði ekki yfirsterk-
ari öðru efni þess; umfram allt á Inga að vera raunhæft dæmi.
En hún fær þá varla neitt færi til að lifa á sviðinu eiginlegu lífi.
Viðlíka tvískinnungs gætir þótt með öðru móti sé, allt öðru
leikformi, í Æskuvinum. Þar er tekið upp hið stílfærða frásagn-
arefni og táknræn frásagnaraðferð úr skáldsögu Svövu, Leigj-
andanum (1969); atburðir hefjast í Æskuvinum litlu eftir að sög-
unni sleppir, og er þá hinn ískyggilegi leigjandi orðinn húsráð-
andi konunnar í leiknum. En pólitíska líkingamálinu, sem aðeins
er einn þáttur í margbreyttu frásagnarefni Leigjandans, er í
Æskuvinum ætluð nokkurnveginn einræð merking, og má leggja
leikinn út í hörgul út sem pólitískan dæmileik. Eftir sem áður
er lýsing húsfreyju í sjónarmiðju leiksins, konu í heimi sem
ræðst af sjónarmiðum og hagsmunum karla. Nýstárlegust í