Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 113
SKÍRNIR REVÍUR í REYKJAVIK 111
Svana dóttir Hálfdáns er trúlofuð Jóni Span. Kálína kona hans
fer að halda við rannsóknardómarann. Hálfdán er farinn að
drekka meir en góðu hófi gegnir. Og um sviðið eru á fleygiferð
tveir strangar, annar með bókhaldi Híbó, liinn með ungbarni,
sem Hálfdán heldur sig eiga, en Kálína kona hans er með í fóstri.
Um þennan kjarna snýst síðan flókinn misskilningur leiksins,
feluleikur og ærsl. Lyktirnar eru þær að rannsókninni er hætt.
Sá seki játar sekt sína og gengur um leið flokki rannsóknardóm-
arans á hönd og gerist tengdasonur hans ofan í kaupið.
Inn í þessa atburðarás var skotið milliþáttum, ýmist sérstökum
gamanvísum eða sjálfstæðum leikþáttum: skopstælingu á loka-
atriði úr Fjalla-Eyvindi; gamanmálum um áfengissýki tveggja
ólíkra hópa: róna og betri borgara; og þætti um vísitöluna. Full-
trúi kerfisins er að setja nýjan mann í starf við að gæta vísitöl-
unnar og segir:
Eins og yður er kunnugt, þá lifir núverandi kynslóð þessa lands á þeira
hættulegustu velmegunartímum sem yfir þessa þjóð hafa dunið. Peninga-
flóðið streymir inn í landið, og sú hætta vofir yfir, að allir verði ríkir, jafnt
fátækir sem ríkir. Þér sjáið hvílíkan glundroða slíkt hörmungarástand mun
skapa í okkar fámenna þjóðfélagi. .. . Vald hinna pólitísku sérleyfishafa,
hvort sem þeir tilheyra auðvaldinu eða öreigunum, yrði brotið á bak aftur
og allt disiplín plokkað út úr þjóðfélaginu.
Til að koma í veg fyrir það hefur vísitalan verið fundin upp.
Síðan er sýnt hvernig víxlverkanir verða á mælitækjum vísitöl-
unnar. Fyrst laumar fulltrúi kerfisins kókflösku á vogina, bænd-
ur koma með sínar hækkanir og síðast kemur skattgreiðandinn
með sitt.
Persónur leiksins eru sem fyrr dregnar fáum dráttum. Skap
þeirra og tilfinningar eru einungis á yfirborðinu og þjóna ásetn-
ingi höfunda að gera þær sem skoplegastar. Siðferðilegir mæli-
kvarðar eru að engu hafðir ef persónum hentar svo. Jón Span
er glaumgosi. Hálfdán lifir fyrir flöskuna, Kálína kona hans
fyrir þann munað sem ný staða bónda hennar leyfir: villu við
Sóleyjargötu, bækur í metratali, ósmekkleg málverk á hverjum
vegg. Þetta er heimur hinna nýríku. Ríkidæmið verður til þess
að Kálína „hefur lagt sér til þennan fína, syngjandi nef-koks-
hreim, sem fínar Reykjavíkurdömur praktísera".