Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 27
Með öfugum formerkjum
ekki ljóst hvort hann ræðst á Pedro þar sem hann situr á sínum vanastað
utan við húsið, en svo mikið er víst að eftir að búið er að draga Abundio
burt, deyr Pedro Páramo. „Hann féll þungt á jörðina og hrundi eins og
hann væri gijótvarða“ (bls. 123). Kemur þetta heim og saman við nafnið
Pétur (Pedro). En ættarnafnið Páramo er einnig gagnsætt, það merkir
eyðilegan stað eða auðn. Eins og Comala varð eftir að Pedro hafði ákveðið
að leggja staðinn í rúst. Þar með er að nokkru leyti fengin skýring á hvers
vegna Comala er „dautt“ pláss.
Það skýrir þó ekki allt. Erfitt er að vita hvort Comala hafði verið sú
blómlega byggð sem Dolores, móðir Juan, lýsti fyrir honum. Ekki er
óhugsandi að staðurinn hafi fegrast í minningunni og hún séð hann í
hillingum. Hvað sem því líður snýst unaðsreiturinn hennar upp í andstæðu
sína. Paradísin verður að víti. Raunar er Comala hkt við víti í sögunni og
strax í upphafi. Þegar Abundio og Juan Preciado nálgast Comala, fer
hinum síðamefnda að verða þungt um andardráttinn vegna stækju og
hita:
—Það er volgt hérna, sagði ég.
—Já, en þetta er ekkert, • svaraði liinn. Bíddu hægur. Þú finnur það
betur þegar við komum til Comala. Staðurinn er yfir glóðum jarðar, í gini
sjálfs helvítis. Það get ég sagt þér, að margir sem deyja þar snúa aftur og
sækja teppið sitt, þegar þeir lenda í víti. (bls. 7-8)
Hið hlálega við þetta er, og um það veit lesandinn ekki ennþá, að maður-
inn sem talar er dauður. En eins og sjá má á tilvitnuninni er Comala ekki
helvíti sjálft, aðeins er um líkingu að ræða. Sé til víti er það annars staðar.
Engu að síður er Comala eins konar „ríki“ dauðra, líkt og Hades, nema að
„ríkið“ er staðsett í ákveðnu landfræðilegu plássi. Mexikó. Þetta er sem sé
„lifandi“ staður byggður „dauðu“ fólki, og er í því fólgin þversögn. Mörkin
milli lífs og dauða leysast upp.
Nokkuð svipað gildir um tímann. Hann bæði er og var í senn en verður
aldrei, því að framtíðin er útilokuð. Tíminn stendur í stað og innan
kyrrstöðunnar er endurtekið það sem var. Allt endurtekur sig eins og
gerðist í Forseta lýðveldisins, og engin „lausn“ er til. Að þessu leyti má segja
að Comala sé víti og þar taki menn út refsingu, sem standi refsingunum í
helvíti fyllilega á sporði. Að endurtaka það líf sem þeir höfðu lifað.
Nú eru persónur bókarinnar ekki draugar, þær ganga ekki aftur. Þetta
eru sálir. Systir Donis talar við Juan Preciado iim sálimar sem eigri um
göturnar í Comala og fari á kreik eftir að dimmi. Dorótea segir við hann að
hún hafi opnað munnimi til að hleypa út sálinni og nú ráfi hún „eflaust um
heiminn að hætti ótal annarra, í leit að lifendum til að biðja fyrir henni“.
Ennfremur segir hún: „Himinninn er að mínu viti hér, þar sem ég hgg núna,
25