Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 10
SKAGFIRÐINGABÓK
Jóhannes og Rannveig
Jóhannes móðurfaðir Björns Þorkelssonar var fæddur um 1773
á Mörk á Laxárdal fremri. Foreldrar hans voru Jón bóndi
„harði“ á Mörk og síðar á Balaskarði, Jónsson, og kona hans
Guðrún Jónsdóttir. Bræður Jóhannesar voru Benedikt bóndi á
Ytri-Ey og Jón bóndi á Snæringsstöðum, faðir Kristjáns ríka í
Stóradal. Svo skrifar Sigurður Olafsson fræðimaður: „Voru
þeir bræður harðlyndir og fésýslumenn miklir. Hlutu misjafna
dóma.“
Jóhannes ólst upp með foreldrum sínum, var bráðþroska og
vandist snemma allri vinnu til lands og sjávar. Fór í suðurferðir
á vetrum að afla sér fjár, þar til hann kvæntist 1794. Fór þá að
búa á Balaskarði og bjó þar nokkur ár. Fluttist þaðan að
Gautsdal á Laxárdal fremri. Varð þá meðhjálpari í Bólstaðar-
hlíðarsókn. Þótti það virðingarstaða í þá daga hjá nafnkunnum
sóknarpresti, séra Birni Jónssyni, er þjónaði Bergsstaðapresta-
kalli 1784-1825. Jóhannes bjó á eignarjörð sinni Gautsdal 1816,
að mati 16 hundruð að dýrleika. Atti einnig Hvamm, næstu
jörð við, 10 hundruð að mati. Hafði hann þar einnig bú, svo að
árið 1818 var lausafjáreign hans orðin 17 hundruð í framtali.
Var hann með efnuðustu bændum þar í sveit, enda talinn skatt-
bóndi til opinberrar gjaldagreiðslu.
Arið 1820 bar séra Björn Jónsson fram ákæru um, að barns-
þykkt hefði horfið af ógiftri stúlku í Langadal, og krafðist
réttarrannsóknar. Varð málið langdregið og flókið og Jóhannes
þar við riðinn. Bárust einnigfleiri sakir áhann, m.a. að hafaþeg-
ið eina dilká í laun fyrir þjófsyfirhylmingu af Gísla Arnasyni
vinnumanni á Auðólfsstöðum í Langadal. Lauk þessum mála-
ferlum 5. janúar 1821. Var Jóhannes dæmdur til að skila ánni
aftur til fyrri eiganda og greiða 2 rbd. til fátækrasjóðs Bólstaðar-
hlíðarhrepps. Drógu þessi málaferli til hjónaskilnaðar og fjár-
skipta að fullu á milli Jóhannesar og konu hans árið 1821. Hélt
konan Gautsdal og 9 hundruðum í lausafé, en Jóhannes hélt
8