Skagfirðingabók - 01.01.1992, Síða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
mundur læknir sagði, að þetta væri þolnasti og röskasti hestur,
sem Skagfirðingar hefðu komið með, en jafnframt sá illgengasti.
Vinnumaður var á Sveinsstöðum, Páll Kristjánsson að nafni,
ættaður af Skagaströnd. Eitt haust fór hann í göngur með Mýsil.
Farið var í göngurnar á sunnudegi, en á þriðjudag sá Björn hest
niður á Syðrahvarfi og heyrði hann hneggja og þekkti þegar, að
það var Mýsill. Hann bað fyrir sér og óskaði, að Mýsill hefði
ekki orðið Páli að grandi. Hnegg Mýsils var auðþekkt. Hann
hneggjaði ævinlega tvisvar og var síðara hneggið hærra. Páll
kom heill heim úr göngunum og sagði svo frá, að gangnamenn
hefðu orðið varir við sauði suður við jökul, á Söndum. Þá sagði
maður nokkur, mikill fyrir sér og hraustmenni, að það væru
ekki vandræði að ná sauðunum, það væri ekkert annað en taka
Mýsil hjá Páli. Páll var enginn mannskapsmaður og treysti sér
ekki að etja kappi við mann þann er ráðið gaf. Hann skar snar-
lega á kverkólina á beizli því, sem var uppi í Mýsli, en hann var
berbakaður og skilaði fljótt á leið heim. Þessi frammistaða Páls
mæltist mjög vel fyrir heima.
Mýsill var brúnn fæddur, en á efri árum var hann bláhvítur á
belg, en dekkra fax og tagl. Hann var meðalhestur að stærð,
með dökka hófa, harða.
A sumrin var Sigurlaug Arnadóttir látin reka hrossin upp að
Eggjum á kvöldin, svo þau væru ekki í enginu yfir nóttina.
Mannýgt naut gekk um sveitina, og var hún mjög hrædd við
það. Þess vegna sagði Björn henni að ríða Mýsli heim aftur, en
hún mætti ekki gleyma því, að klóra honum á bak við eyrun, því
ef hún gerði það ekki, gæti skeð að hann setti hana um. Sigur-
laug var myrkfælin og kveið fyrir því að fara ein inn í bæinn,
þegar dimmt var orðið. Björn sýndi henni þá samúð að bíða eft-
ir henni í bæjardyrunum.
Mýsill fylgdi Flugu sem folald alla tíð, og þegar hann var hjá
henni, var hann þúfugæfur, annars var ekki hægt að ná honum.
Mýsill, Fluga og Rauður, reiðhestur Björns, voru felld sama
24