Skagfirðingabók - 01.01.1992, Síða 29
BJÖRN ÞORKELSSON, SVEINSSTÖÐUM
Björn Sigfússon, síðar bóndi á Irafelli og víðar, var vinnu-
maður hjá Jóni Péturssyni í Valadal, þegar Sleipnir var þar.
Björn sagði svo frá, að hesturinn hefði verið friðlaus af leiðind-
um og reynt að strjúka fram á Eyvindarstaðaheiði, þar sem
hann ólst upp á sumrin. Jón Pétursson kvað um Sleipni:
Hefur lundu ljúfa sá,
löngum bundinn pínum.
Margar stundir stend eg hjá,
stangahundi mínum.
Páll Bjarnason Vídalín sýslumaður eignaðist Sleipni, og fór
hann illa, en það getur Asgeir frá Gottorp ekki um. Þegar Sigur-
laug Arnadóttir las það sem skrifað var um Sleipni í Horfnir
góðhestar, kvað hún:
Þar um dæmir þekking mín,
þröstur hófateiti.
Þarna er sorgarsaga þín,
sögð að hálfu leyti.
Eg man vel eftir tveimur hestum, sem nefndir eru hér að
framan. Það eru Mósi og Svalur, sem foreldrar mínir áttu. Mósi
mun hafa lifað fram yfir 1910. Eitt sinn fórum við Guðlaug
systir mín að sækja Mósa ofan í Laugarmýri, utan við Nónhól-
inn. Hann var þúfugæfur, og við komumst á bak við eitthvert
barð og lögðum af stað heim, en ekki höfðum við farið langt,
þegar við ultum af. Mósi var ósköp rólegur og stanzaði þegar
byrðin var komin ofan í mýrina. Guðlaug sat fyrir aftan mig og
kenndi eg henni um að svona fór, og sagði að hún hefði hallað
sér of mikið út í aðra hliðina. Við höfum líklega verið 5 ára.
Svalur lifði fram undir 1920. Eg reið honum oft og þóttist þá
maður með mönnum, þegar eg sat á honum. Hesturinn var þá
orðinn gamall, sótti ekki á, en alltaf tilbúinn. Eg heyrði föður
27