Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 34
SKAGFIRÐINGABÓK
Bæjarhús og búsílag
Skipun bæjarhúsa á Sveinsstöðum var þannig: Syðst var bað-
stofa og vestur af henni skáli með þili fram á hlaðið. Þykkur
torfveggur var milli baðstofu og skála. Næst skálaþili var bæjar-
dyraþil. Inn af bæjardyragöngum voru innrigöng. Ur innri-
göngum voru dyr inn í hlóðaeldhús í sömu röð og bæjardyr.
Norðan við bæjardyr var stofa og inn af henni stórt búr í sömu
röð. Bæjarhúsin öll voru í þremur röðum frá vestri til austurs og
nokkurt ris á þeim öllum. Af hlaðinu að sjá var stofuþilið virðu-
legast, með tveimur gluggum og sex eða átta rúður í hvorum
glugga. Norðan við bæinn var skemma með þili fram á hlaðið,
áföst við bæinn með vegg á milli.
Innan við stofudyr voru aðrar dyr, sem lágu að stiga upp á
stofuloft. A stofulofti var geymdur kornmatur, kaffi og sykur,
sem til var, og hangikjöt eftir að það var tekið úr eldhúsi. Þar var
líka geymt súrt smér, hnoðað í belgi. Stofuloft var læst, og
komu þar engir nema húsbændur. I skála var geymt saltkjöt.
Þar var hefilbekkur Björns, og þar smíðaði hann amboð. Hann
fékkst einnig dálítið við söðlasmíði, bjó til beizli, ólar við
hnakka og yfirdýnur. Loft var yfir skála. Þar var geymd heima-
ull og haustull.
I skemmu var geymdur eldiviður yfir veturinn og fleira. Eldi-
viðnum var hlaðið upp í skemmuna innanverða, en dálítið pláss
fremst. Sá eldiviður, sem ekki komst í skemmuna, stóð úti.
Fremst í skemmunni sunnan dyra, stóð askja, stærri en nokkur
kista. Hún var sporöskjulöguð með svigagjörðum. Lok hennar
féll innan í aðalöskjuna, bryggja á lokinu gekk út yfir barm
aðalöskjunnar. Listi var á lokinu, sem var notaður til að taka
lokið af. I þessari öskju var tólgin geymd, bæði skildir og belgir.
Mest af tólginni var látið í belgi. Belgirnir voru vandlega rakaðir
og skafnir, holdrosinn látinn snúa út, bundið fyrir þá á öðrum
enda. Síðan voru þeir hengdir upp um bita og þar hellt í þá bráð-
inni tólginni. Þá var geymdur reiðskapur í skemmunni og
32